1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 11
7
1. MAI
Sex hundruð þús-
und fímmtíu og
ein króna.
Björgólfur Sv.einsson þyrlaði stórum
reykjarmekki út í stofuna og varð
mjög ákveðinn á svip.
„Eg gef fimmtíu krónur“, sagði
hann, „ekki dugar að láta þá hrökkva
upp af, þessa blessaða aumingja, —
huh“.
„Þakka yður svo innilega, herra
Björgólfur, maður vissi það nú sosum
að þér mynduð ekki bregðast, ja, það
myndi þá flest bregðast, eg bara segi
það“. Og Guðrún Sjonson, formaður
kvenfélagsins Svangralíkn strauk
vinstri hendinni niður dúnmjúka silki-
svuntuna og brosti fimmtíu króna
kvittunarbrosi framan í Björgólf
Sveinsson.
„Það verður að reyna meðan mað-
ur getur“, sagði hann, og það kom á-
hyggju- og vandlætingarsvipur á and-
litið. „En hvað verður það lengi?“
bætti hann við, „þegar landinu er
stjórnað eins og því er stjórnað, með
þessa óvita við stýrið, sem ekki hika
við að hefta athafnafrelsi okkar, sem
höfum þó fórnað öllum okkar kröft-
um fyrir atvinnulíf okkar lands“. Og
Björgólfur Sveinsson stakk vindlinum
grimmilega upp í vinstra munnvikið
og seildist eftir p.eningaveskinu, og
brot úr augnabliki hvarflaði hugurinn
til bankans, þar sem hann skuldaði
sexhundruðþúsund krónur, — nægi-
lega mikið til þess að nota stór orð og
vera mikill maður á íslandi.
„Þið reynið nú að tala við þetta fólk
svona um leið“, sagði hann og brosti
dálítið íbyggilega.
„Þakka yður fyrir, blessaður mað-
urinn“, sagði Guðrún Sjonson, og það
var grátklökkvi í röddinni. „Ja, mikil
ósköp, það vantar sosum ekki að við
reynum að tala við það, en það er
Framhald á 18. síðu.
Öreigahvöt.
Þú orkuþétta iðjustétt,
sem auðsins drottnar sviftu rétt,
þó kúguð sért, þú ávallt ert
það afl, sem hér er mest um vert.
Þitt bæjarmál er — blóð og stál,
þú berst til valda af lífi og sál,
því hetjulund í heimanmund
þú hlauzt á lífsins morgunstund.
Tak fána í hönd og vopnin vönd
og ver þinn rétt um dal og strönd.
Þú landið átt og lífsins mátt,
sem lét þig eygja takmark hátt.
Þú sigra skalt, — færð aftur allt,
sem auðvald stal — og kúgun galt.
Þér fáninn rauði færir brauð
og frelsi og þrek í stríðsins nauð.
Þig hvetur níð, þig stælir stríð,
unz stökkur fram, sem elfa í hlíð.
Hvert orð sé beitt, hvert hugtak heitt,
af hetjudáð skal róman þreytt.
Þín liggja spor frá hungri og hor
til heilladags, ef áttu þor.
Með fána í hönd, þú hristir lönd,
svo hrökkva Mammons þrælabönd.
X.
Myndin á næstu síðu:
Samfylking alþýðunnar undir merkjum
Alþýðusambandsins 1. maí 1935.