1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Side 36
1. MAÍ
32
byggt brýrnar, reist húsin, smíðað skip
og báta, hafnarmannvirki, lagt götur
o. fl., o. fl.
En hvað hefir verkalýðurinn sjálf-
ur borið úr býtum. Hefir fallið í hans
skaut arður af striti hans í réttu hlut-
falli við afköst hans og þau verðmæti,
sem hann hefir skapað?
Þegar verkamaðurinn eða bóndinn
flytur á mölina, hefir hann ekkert til
að lifa af nema vinnu sína; hann varð
að selja vinnuafl sitt atvinnurekand-
anum á staðnum, sem í mörgum til-
fellum var kaupmaðurinn eða sel-
stöðuverzlunin í því þorpi, er hann
tók sér bólfestu í. Hann varð að vera
upp á atvinnurekandans náð og misk-
unn kominn að öllu leyti; honum var
skammtað kaupið eftir geðþótta þess
er vinnuna veitti og vinnutíminn sömu
leiðis; allt varð hann að taka út í
reikning hjá kaupmanninum og borga
svo með vinnu hjá honum eða afla
hlut sinn úr sjó. Honum var skammt-
að verðið fyrir sinn fisk eftir geð-
þótta kaupmannsins, og hann gat þar
engu um þokað. Honum var talin trú
um, að atvinnurekandinn væri hans
guðlega forsjón, sem með föðurlegri
umhyggju væri vakinn og sofinn að
hugsa um hag þeirra, er hjá honum
ynnu, og fyrir þá væri hann að ráð-
ast í allskonar framkvæmdir, sem
ekkert gerðu annað en leggja af-
komu hans og atvinnurekstur í rústir.
Það má segja um íslenzkan verka-
lýð hið fornkveðna, að „neyðin kennir
naktri konu að spinna“. •— Neyðin
kenndi honum það, sem hún var búin
að kenna verkalýð í öðrum löndum
löngu áður, að út úr þrældómshúsinu
var aðeins ein leið, sú, að taka hönd-
um saman, og með samtökum og sam-
heldni að vinna að kjarabótum fyrir
sig og sína stétt. ■— Verkamennirnir
stofnuðu því með sér sín verkalýðs-
félög. Þar sáu þeir fyrst, að þó að
hver einn einstakur þeirra væri van-
mátta og lítils megnugur, væru þeir
allir sameinaðir stór kraftur, sem gátu
miklu til leiðar komið. Þeir hófu bar-
áttuna og lögðu grundvöllinn undir
þær kjarabætur, sem alþýða þessa
lands hefir nú þegar hlotið. Oft hefir
baráttan verið erfið og brautin grýtt,
en þrátt fyrir allskonar örðugleika
hefir sú von og fullvissa fylgt allri
baráttu verkalýðsins, að hann væri að
berjast fyrir háleitum og göfugum
hugsjónum, að aldagamlar skoðanir
og sannindi væru að hrynja í rústir
og til einskis nýt framar, að hlutverk
alþýðunnar væri, að byggja sér sjálf
sitt eigið skipulag, nýtt og betra en
það, sem á undan er gengið. Alþýð-
unni er það vel ljóst, að jafnframt og
hún gegnum sín félagslegu samtök
skapar sér betri lífskjör í hækkuðu
kaupi og bættum vinnuskilyrðum,
lærir hún að vinna saman og lyfta
með sameiginlegu átaki þeim Grettis-
tökum, sem hverjum einum er um
megn að ráða við. Þetta er höfuðat-
riði í allri okkar baráttu, að þroska
félaga vora í þeim skilningi, að sam-
starfið og samheldnin sé fyrir öllu,
að einstaklingurinn sé því aðeins
sterkur, að hann sé tengdur öðrum
einstaklingum, og hver fái stuðning
og orku frá öðrum, að koma fram í
skipulagðri og sterkri fylkingu, í stað-
inn fyrir að vera dreifðir o.g mátt-
lausir.
Verkamaðurinn og verkakonan, hvar
sem er á landinu verða að gera sér
ljósa grein fyrir þeim sannindum, að