1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Side 6

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Side 6
1. MAÍ 2 Æ Avarp. í dag vill Alþýðuflokkurinn með þessu litla riti ná til vina sinna og velunnara um allt land. Tilgangurinn er sá að alþýða sameinist um allt land, minnist og fagni yfir unnum sigrum, dragi lœrdóma af reynzlunni, og safni kröftum til nýrra átaka. Þennan hátiðisdag er skorin upp herör um allt land, rneðal alþýðufólksins, ekki til þess að óeirðir eða bardagar hljótist af, heldur til að efla samhug og einingu meirihluta þjóðarinnar, samhug um dœgurkröfurnar og einingu í baráttunni fyrir velferðarmálunum. Við minnumst sigra alþýðusamtakanna ekki sem lokasigra, heldur sem nýrra áfanga á leið þeirra að settu marki. Víð lítum á það sem mistekist hefir, ekki til að láta hugfallast, eða til að viðurkenna vopnaburð andstœðinganna, heldur til að brýna okkar eigin vopn og mœta ullri andstöðu með styrku skipulögðu starfi. Alþýðuflokkurinn óskar allri alþýðu til hamingjj með baráttu- og hátíðisdag hennar 1. maí. Hann er þess fullviss, að beri alþýðan gœfu til að standa saman i einni órofinni, skipulagðri fylkingu, Al- þýðusambandi íslands, þá muni alþýðunni vel farnast.

x

1. maí - Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.