1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 23

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 23
19 1. MAÍ Heimkoman. Þýzkir fiskimenn koma heim úr þriggja mánaða veiðiför, tveim mánuðum eftir valda- töku Hitlers. Greinin er upphaf að bók eftir Þjóðverj- ann Heinz Liepmann,'er nefnist: „Das Vater- land“. Höf. flýði ættland sitt i júnílok 1933, slapp með naumindum undan stormsveitun- um. I formálanum fyrir bókinni, sem er skrif- aður í París 10. sept. sama ár, kemst höf. svo að orði, m. a.: ,,I bókinni finnst ekki eitt orð, sem ég hefi ekki sjálfur heyrt, með mínum eigin eyrum, engin persóna, sem ég hefi ekki sjálfur þekkt persónulega, enginn atburður, sem ég hefi ekki sjálfur séð, eða alveg áreið- anlegir sjónarvottar hafa sagt mér frá. Allt sem frá er sagt, er áreiðanlega satt. Aðeins er nöfnum breytt, svo og tímaröð atburð- anna, til þess að engum aðstandendum verði vandræði að“. Á annan í jólum 1932 lögðum við út frá Hamborg á eimskipinu ,,Kulm“. Nú er 28. mars 1933. Að nokkrum klukkustundum liðnum stígum við aftur fæti á land í Hamborg. Þrjá langa mánuði höfum 'við verið utan við mannheima. Á skipinu eru engin fréttatæki og við höfum hvergi kom- ið til hafnar, kælirúmið er fullt af silfurgljáandi fiskum. Hvað hefir gerst í veröldinni síðan við fórum? Það er okkur hulin gáta. Enginn okk- ar veit neitt um það. Fyrir dálítilli stundu fórum við fram hjá Cuxhaven. Þokan er að þynnast, sólskin og blíða, stærri og smærri skip líða fram hjá. Þá gerðist óvæntur atburður. „Mað- ur á sundi fram undan“, segir Karl Baumann, sá, er við stýrið stóð. ,,Hvar?“ segir Schirmer skipstjóri, og leggur hendina á vélarboðann. En þá kemur hann sjálfur auga á manninn og ber sjónaukann upp að augunum. ,,Maður“, segir hann stutt- aralega. Vélarboðinn hringir, og um leið lætur fyrsti stýrimaður eimflaut- una blása. Bátsmaðurinn kemur þjót- andi, en áður en hann er kominn upp í lyftinguna, hrópar skipstjórinn: „Maður á sundi fram undan. Fljótur Villi.Manngarmurinn er að drukkna". Rétt fyrir framan skipið var maður á floti. Vélin stöðvaðist, skipið rann áfram beint að manninum. Skipverjar þustu upp á þiljur, fáklæddir og hálf- rakaðir. Skipstjórinn tók sjálfur um stjórn- völinn, bátsmaðurinn stóð á hvalbakn- um og sagði fyrir um stefnuna, kaðal- stiga var hleypt fyrir borð og endi hans skvampaði í sjónum. „Fljótir nú“, öskraði skipstjórinn. Hinrik kyndari varð fyrstur í stig- ann og fikaði sig fimlega niður skips- bóginn. Hinir stóðu við bátinn, það gat skeð að ekki yrði hjá því komizt að setja hann á flot. Þeir gláptu á manninn, sem flaut á sjónum. Það leit út fyrir, að hann væri því sem næst meðvitundarlaus, munnurinn var opinn og augun virtust stirðnuð, og það var eins og sundtökin væru ósjálfráð. Allt í einu var eins og hann vaknaði af dvala. Öldurnar frá skipinu léku um hann. Hann leit upp starandi augum. Við gátum séð, að hann var að lesa nafn skipsins aftur og aftur, eins og hann gæti ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.