1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 24
1. MAI
20
áttað sig á neinu, svo starði hann
beint upp í loftið. „Að hverju er hann
að gá?“ spurðu mennirnir í bátnum
hver annan. „Að flagginu", æpti
léttadrengurinn Kucki, í ákafa.
Það var ekki um að villast, líkið
starði á fánann. Og allt í einu um-
breyttist þetta lifandi lík. Höfuðið
varð allt í einu að höfði lifandi
manns, varirnar herptust saman,
hann sneri við og synti burt frá skip-
inu. „Hann er genginn af vitinu“,
grenjaði skipstjórinn úr lyftingunni.
„Eigum við að láta bátinn síga?“
spurði Hannes Bull, einn af hásetun-
um. En í sama bili tók undiralda
sundmanninn og varpaði honum upp
að skipshliðinni. Hinrik beygði sig
niður, til þess að krækja klónni í
hann.
En þegar maðurinn skildi, að hann
var í þann veginn að bjargast, tók
hann mikilvæga ákvörðun. Það var
auðséð á andliti hans. Hann horfði
beint upp, fram hjá fánanaum, beint
upp í himininn, dróg andann djúpt.
Einhver yfirnáttúrlega ró og tign
færðist yfir andlit hans. Kucki sagði
frá því seinna, að hann mundi aldrei
gleyma þessum svip. Og svo, áður en
við gátum við því séð, stakk sér. Við
sáum í iljar honum. Hann synti beint
niður. Var þetta vitfirringur? Sjálfs-
morðingi? Með svona svip! Karl
langaði mest til að segja: „Látið
hann vera!“, en hann sagði það ekki.
Hinrik fleygði sér í sjóinn. Fötin og
skórnir voru honum til trafala. Það
var svei mér gott, að hann var ekki
kominn í hreinu fötin! Ansvíti gat
verið kalt í sjónum. Hver þremillinn
varð af náunganum?
„Kulm, hæ“, hrópaði einhver í bát
rétt hjá. En enginn svaraði, allir stóðu
hinumegin og störðu á staðinn, þar
sem Hinrik hafði horfið.
Þarna skaut Hinrik upp. Hann saup
hveljur og blés sjó út um nef og
munn. Enginn gat varist hlátri. Jú,
honum hafði tekist það. Vinstri hand-
legg hélt hann utan um fót, sem ekki
gat verið hans eigin fótur. Karl fikaði
sig niður og hjálpaði honum upp í
stigann. Hinrik settist í neðsta þrepið,
til þess að blása mæðinni. Hann hélt
ennþá utan um fótinn. Karl tók í fót-
inn og sneri manninum við, meðvit-
undarlausum. Á sama augnabliki barst
skerandi óp um allt skipið. Karl hafði
sleppt manninum. Hann stirðnaði af
skelfingu við sjónina, sem hann sá.
Hinrik fleygði sér í sjóinn aftur og
náði í manninn. Svo drógu þeir Karl
og hann manninn upp stigann, sjór-
inn lak úr fötum þeirra og hári. Á
sömu stundu sveigði bátur fyrir aftur-
enda skipsins, í honum voru tveir ung-
ir menn í einkennisbúningi. „Kulm,
hæ“, æptu mennirnir í bátnum, og
var mikið niðri fyrir. En nú byrjaði
skröltið í vélinni. Skipshöfnin dró
manninn meðvitundarlausan inn fyrir
borðstokkinn.
„Hvað viljið þið?“ æpti bátsmað-
urinn til mannanna í bátnum.
„Nemið staðar“.
„Nazistar", sagði bátsmaðurinn við
Kucki. „Taktu eftir einkennisbúningn-
um, drengur minn, brúnskyrtur“. En
upphátt kallaði hann: „Heil Hitler“.
Óðara teygðu bátsverjar upp hægri
handlegg, eins og þeir væru að blessa
yfir bylgjurnar og grenjuðu: „Heil
Hitler!“ S'vo bárust þeir inn í straum-
röstina frá „Kulm“, og urðu að taka
til áranna.