1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 10

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 10
1. MAÍ 6 gaf loforð, sem höfðu þau áhrif, að helzt leit út fyrir uppreist innan fas- istasveitanna. í desembermánuði kom fyrir óvænt atvik. Cesare Rossi, fyrrverandi blað- stjóri Mussolini, sem var einn þeirra er Mussolini með köldu blóði hafði fórnað til þess að bjarga sjálfum sér, skrifaði minningar, sem eftir króka- leiðum komust í blöðin. í þessum minningum lýsti Rossi því yfir, að Mussolini væri sjálfur ábyrgur fyrir öllum þeim hermdarverkum og morð- um, sem samverkamenn hans hefðu framið. Sannkallað fárviðri brauzt út. All- ir aðrir en fasistar yfirgáfu stjórnina. Einræðið virtist að falli komið. En allt í einu breytti Mussolini um starfs- aðferðir. Það var óhugsanlegt að reyna að vinna andstöðuflokkana til hlýðni, á kostnað einingar fasistanna. í fleiri vikur hafði herdeildum ver- ið safnað saman kring um Rómaborg, og nú ákvað Mussolini að láta skríða til skarar. Gamlárskvöld 1924 gaf stjórnin út tilkynningu um, að öll blöð og rit andstæðinga stjórnarinn- ar væru bönnuð, að þeir sem væru grunaðir um að vera andfasistar yrðu sviftir borgaralegum réttindum. Til- skipanir voru gefnar út um fjölda handtökur, um alla Ítalíu. 3. janúar, á hinu nýja ári, gekk Mussolini fram fyrir skjöldu í þing- inu, og nú reyndi hann ekki lengur að breiða yfir þátttöku sína í ofbeldis- verkunum. Hann tók einn ábyrgðina á sig: ,,Menn segja, að fasisminn sé bylgja villimennsku, sem hafi skollið á þjóðina. Menn kalla okkur ræning.ja og glæpamenn. Menn efast um sið- gæði fasistahreyfingarinnar. Gott og vel. Eg lýsi því hér með yfir, fyrir þessari samkundu, og fyrir augum alls hins ítalska fólks, að eg, eg einn, tek á mig alla siðferðilega ábyrgð á því, sem gerzt hefir. Hafi fasisminn ekki verið annað, en laxerolía og kylfur, en ekki mikillátur og stórhuga ákafi bezta hlutans af ítölskum æsku- lýð, þá tek eg á mig ábyrgðina. Ef að fasistarnir eru flokkur glæpamanna, þá er eg foringi þeirra. Ef að allt of- beldið hefir verið afleiðing hins sögu- lega, pólitiska og siðgæðislega and- rúmslofts, þá hvílir ábyrgðin á mér. þar sem eg hefi strax, eftir þátttöku okkar í stríðinu, með starfsemi minni skapað þetta andrúmsloft. Þegar tvær höfuðskepnur, sem ekki er hægt að sameina, eigast við, þá er það mátt- urinn, sem ræður úrslitunum. Þið get- ið verið vissir um, að innan 48 stunda frá þessari ræðu er ástandið örugt“. Hvað þetta snerti hafði hann á réttu að standa, því að frá og með þessari ræðu var fullkomið einræði á Ítalíu. En orðin, sem Matteotti sagði síðast við morðingja sína og þeir skýrðu frá eftir að Mussolini hafði einnig svikið þá, lifa enn, og munu áður en langt um líður lýsa ítölsku þjóðinni yfir í nýtt þjóðfélag: „Þið getið myrt mig, en hugsjón jafnaðarstefnunnar getið þið aldrei drepið“. Alþýðuæskan býr sig undir hagsmuna- baráttuna í félögum ungra jafnaðarmanna. Þau eru starfandi þáttur í alþýðu- samtökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.