1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 49

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 49
45 1. MAI bandi minna á aS það, sem hratt af stokkunum I. Internationale árið 1864, var kröfufundur, sem haldinn var til að krefjast frelsis fyrir pólsku þjóðina. Við höfum líka um þetta mörg fleiri dæmi, t. d. þegar þingmaður Suður- jóta vildi fá umræður í þýzka ríkis- deginum um svonefnda „Köllerpoli- tik“, sem var bein kúgun Þjóðverja á dönskum íbúum Suðurjótlands, •— þá voru það þýzku alþýðuflokks- þingmennirnir 1 ríkisdeginum, sem veittu honum aðstoð sína um að fá málið tekið á dagskrá, en til þess þurfti undirskriftir 50 þingmanna. Það var líka sænski Alþýðuflokk- urinn, undir handleiðslu Brantings, sem hindraði að skilnaður Noregs og Svíþjóðar 1905 endaði með blóðugri styrjöld. En þetta þýðir á engan hátt, að Al- þýðuflokkarnir séu óþjóðlegir, held- ur einmitt hið gagnstæða. Milli heil- brigðrar þjóðernistilfinningar og al- þjóðahyggju, er engin mótsetning, heldur styrkja þær tilfinningar hvor aðra. Eða því skyldi ekki vera unnt að bera í brjósti ást til sinnar þjóðar og síns lands, og vinna að þeirra heill, án þess um leið að hata aðrar þjóðir? Eins og fólgið er í orðum Jean Jaurés, þá mun sá maður öðlast dýpri skilning á sinni eigin þjóð, sem reyn- ir að skilja sérkenni þjóðanna, og ber virðingu fyrir þróun þeirra og rétti til sjálfstæðis og lífs. Aftur á móti höfum vér hvarvetna dæmi um, að borgarastéttin misnotar þjóðernistilfinninguna, og reynir á ýmsan hátt að breyta eðlilegri átt- hagatryggð í þjóðernisgorgeir og of- stæki. Styrjaldirnar tala þar skýrustu máli. Hér á íslandi er m. a. nafn og fáni landsins misnotað af íhaldinu, í því skyni að hylja með afturhalds- og ófrelsisstefnu burgeisastéttarinnar. Undirstaða þess, að þjóðir haldi sjálfstæði sínu bæði fjárhagslega og pólitískt, er vitanlega styrkleiki þeirra sjálfra. Við vitum hvílíkt vopn það var í sjálfstæðisbaráttu okkar fs- lendinga, að við áttum fornbókmennt- ir og sögu, sem að ýmsu vakti sér- staka athygli. Er það aðeins ein sönnun af mörg- um, að mönnuð og mennt þjóð er þjóðernislega sterkari og stendur bet- ur að vígi í frelsisbaráttunni, en sú, er á litla sögu og litla menningu. En grundvöllur þess, að þróast geti andleg og líkamleg menning meðal þjóðarinnar, er vitanlega sá, að allt uppeldi og allar þjóðfélagslegar að- gerðir hnigi í þá átt, að hver einn og einasti þjóðfélagsþegn eigi heil- brigða sál í hraustum líkama. Þeim stjórnmálaflokkum, sem ekki sýna í orði og verki, að þeir vilji treysta þennan grundvöll þjóðernislegs sjálfstæðis, þýðir ekki að gala hátt um föðurlandsást og þjóðhollustu, því allur orðaflaumur þeirra verður áhrifalaus. Við höfum heyrt ýmsa menn gala allhátt um sjálfstæðismál þjóðarinn- ar nú á síðari árum, sem í hvert skipti og alþýðustéttir þessa lands gera réttmætar kröfur um kjarabæt- ur og aukin lífsréttindi, kippast við eins og stungnir væru með hnífi, og kveina um þungar skattaklyfjar, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.