1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Qupperneq 35
31
1. MAl
, Verkalýðssam-
Utlifið í dag. tökin og' alþýðan.
Loftifc er þrungiÖ af ógnum og eldi,
ófritSarblikurnar stíga hátt.
Morðtólin skipa í vélanna veldi
veglegast sœti, á morgni og kveldi,
drápsmagnið þróast dag og nótt.
Vísindin mótu^ af hervaldsins höndum,
heimskunni þjóna í flestum löndum.
FriÖarins drottinn er fjötraÖur böndum.
Fjörtjóns má vænta úr hverri átt.
Einvaldir harÖstjórar heimskingjum lyfta,
úr hásæti menningu bera’ á eld,
friíSarins unnendur frelsinu svipta.
Fífldjarfir morÖingjar samningum rifta.
LjóniÖ er klætt í lambsins feld.
Leikur sór örninn aÖ bágstöddu barni.
Byltir sér æska í fasismans skarni.
Glæddur er hatursins eldur á arni.
Sem ambátt er vorboÖans hugsjón seld.
Kynþátta byltingar. Byssurnar spenna
blóÖþyrstir morÖingjar, vaÖa jöríS.
VeríSmætum eyíSandi, æskunni kenna
eldsprengjur handleika, drepa og brenna.
Fallstykkjum hlaÖa í fjallaskörÖ.
Menningin riíSar á fallandi fótum.
FrelsiÖ er kúgun me'Ö mannablótum.
Kynkvíslir berast á banaspjótum,
blótSugan hníga á jarÖarsvörÖ.
ASalsteinn Halldórsson
frá Litlu-Skógum.
Verkalýðsstétt okkar Islendinga er
ennþá ung og óþroskuð, hún á ennþá
við ýmsa byrjunarörðugleika að stríða
— örðugleika, sem að ýmsu leyti eru
eðlilegir, þegar Jitið er á það, hvað
tiltölulega er stutt síðan að þessari
stétt varð það ljóst, að hún hafði
sinna sérhagsmuna að gæta og sér-
stakt sögulegt hlutverk að inna af
hendi.
Það er fyrst eftir að bæir og þorp
fara að rísa upp hér á landi, að þessi
stétt fer að verða óberandi í þjóðlífi
okkar íslendinga.
Þetta eru mennirnir, s,em finnst of
þröngt um sig heima í sveitinni; þeir
flytja að sjónum, ,,á mölina“, eins og
það er kallað; þeir sækja gullið í
greipar Ægis, þeir byggja upp bæina,
kauptúnin og sjóþorpin allt í kringum
strendur þessa lands. I hafinu eru
auðæfin fólgin, sem veita þeim björg
og brauð. Þar er þeirra framtíð. I
staðinn fyrir að leita til annara heims-
álfa og gjörast þar landnemar, setj-
ast þessir menn að í sínu eigin föður-
landi og hefja þar nýtt landnám.
Fyrir orku þeirra, strit og þraut-
segju byggðist land vort að nýju;
þeir sóttu út á hafið og báru gullið
að landi; þar varð það aftur að vinnu
og skapaði afkomumöguleika fyrir
nýjar stéttir manna, sem uxu upp og
lifðu á verðmætum þeim, er numin
voru úr skauti Ægis.
Fyrir orku og vinnu þessarar stétt-
ar hefir allt orðið til, sem gert hefir
verið til framfara og bóta hér á landi
á síðari tímum; þeir hafa lagt vegina,