1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Side 26

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Side 26
T. MAÍ 22 máttvana útaf aftur. Enginn sagði neitt. Það fór að skyggja. Elfin var þalt- in lituðum ljóskerum. Fyrir stafni, bakborðsmegin eygðust Ijósin í Alt- ona. Maðurinn opnaði augun hægt og hægt. Holdvana andlitið var fjörlegt og greindarlegt. „Skólagenginn mað- ur“, hugsaði Jakobsson; hann hafði alveg gleymt kvöldmatnum. Enginn hugsaði um mat. Með brostinni rödd sagði maðurinn dræmt og erfiðlega: „Heil Hitler!“ Enginn svaraði neinu. Kankuleit fór loks að hugsa um að koma mann- inum í skilning um, hvar hann væri. „Þér eruð á eimskipinu ,,Kulm“. Ég heiti Kankuleit, annar stýrimaður. Eftir klukkustund vörpum við akk- erum“. „Eimskipið Kulm“, endurtók mað- urinn dræmt. „Kankuleit, annar stýri- maður. Eftir klukkutíma varpað akk- erum“. Hann reis upp snöggt: ,,Hvar?“ „I Hamborg“. „Þýzkt skip?“ „Þýzkt skip“. „Þýzkt skip — flaggið, já. Þið haf- ið bjargað mér. . .“ Allt í einu grenj- aði hann: „Hvers vegna gerðuð þið það? Hvers vegna?“ Kankuleit stóð sem steini lostinn. Maðurinn horfði á hann; svo sagði hann stuttur í spuna: „Þér fáið engin björgunarlaun fyrir mig, herra Kankuleit". „Kankuleit gaf þeim Arthur og Hannesi merki að fara, og þeir höfðu sig burt. Fretwurst, vélstjórinn, var honum jafnhár í tigninni, svo hann gat ekki rekið hann út. Hann sagði rólega: „Þér hljótið að hafa orðið fyrir einhverju hræðilegu. Þér hafið ógeðsleg sár um allan líkamann. Ég skal láta sækja hafnarlækninn strax og við komum inn. Það er hörmung að sjá yður. Þér þurfið að hvílast“. Ókunni maðurinn reyndi að átta sig. Hann velti sér á hliðina, það voru auðsjáanlega óþolandi kvalir að liggja á bakið. Hann reyndi að rísa upp. „Hvaðan komið þið?“ spurði hann. „Við höfum verið að veiðum við Is- landsstrendur“. „Hafið þið loftskeytatæki?“ „Nei“. „Hafið þið komið í höfn?“ „Nei“. Maðurinn varð óðamála. Hann reyndi hvað eftir annað að tala, en kom engu orði upp um stund. „Hvenær — hvenær fóruð þið að heiman?“ stamaði hann. „Á annan í jólum“. „Maðurinn kipptist til í rúminu. Það kom sami svipurinn á andlitið eins og þegar hann stakk sér vilj- andi. „Þið—þið vitið ekki, hvað gerst hefir síðan?“ „Vertu nú rólegur, reyndu heldur að sofna svolítið“, skipaði Kankuleit, en hann fann samt, að honum mundi verða órótt, ef maðurinn hlýddi. Ein- kennilegur kvíði gagntók hann. Hvað hafði komið fyrir? Á öllum skipum, sem þeir sáu, blakti hakakrossinn við hún. Hafði orðið bylting? Borgara- styrjöld? Hitler? Maðurinn sagði hægt: „Þér verðið fyrir óþægindum, herra Kankuleit. Hitler er orðinn kanslari í Þýzka- landi,þjóðernissinnar fara með stjórn- ina og öll völd í landinu“. Kankuleit hugsaði til sáranna. „Er það bylting?" spurði hann hikandi.

x

1. maí - Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.