1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 31
27
1. MAI
eftir að venja ykkur við breytinguna.
Já, það er ekki lognið og ládeyðan í
þriðja ríkinu, manni. Hér er það bara
einn, sem ræður. Engar vífilengjur,
skiljið þér? — Jæja, þér megið fara.
Og þú líka, litli umskiftingur".
,,Hvað heitið þér, með leyfi að
spyrja?“ stundi skipstjórinn.
„Viljið þér nú ekki gera svo vel að
bypja yður? Annars er ekki á góðu
von“.
„Komdu nú, skipstjóri“, sagði
Kucki ákveðinn og tók í hönd Schir-
mars. „Lestin er rétt að fara“. Hann
teymdi skipstjórann inn í vagninn.
Hurðinni var skellt aftur, og lestin
fór af stað.
Schirmer tautaði: „Á dögum keis-
arans voru þeir svo sem nógu hort-
ugir, en þeir voru nú samt ekkert lík-
ir þessum unga oflátung“.
„Hann er nú sjálfsagt bara undan-
tekning“, sagði Kucki.
„Vitanlega, drengur minn! En dóni
er nú einu sinni alltaf dóni. Á morg-
un fer eg til lögreglunnar og kæri
hann. Svona náungi getur alveg eyði-
lagt þjóðernishreyfinguna“.
Morguninn eftir fór Schirmer til lög-
reglunnar. Innan við grindurnar í
varðstofunni sat stormsveitarforingi.
Schirmer sagði frá því, sem fyrir
hann hefði borið, en það leit helzt út
fyrir, að maðurinn legði engan trún-
að á orð hans.
„En eg sá þetta sjálfur, með mín-
um eigin augum“, sagði Schirmer með
áherzlu.
„Ef þér hafið einhverjar kærur
fram að bera, verðið þér að snúa yð-
ur til einhvers annars en mín“, sagði
Nazistinn hryssingslega, „að minnsta
kosti ef þér hafið ekki annað upp á
að bjóða en ósannaðar fullyrðingar“.
„En, herra minn“, sagði Schirmer.
„Hvað er það, sem þér leyfið yður?
Eg er gamall maður, eg hefi leyst af
hendi herskyldu mína, var fjögur ár
við herlínuna . . . . “
„Hvað get eg gert fyrir yður. Eg
hefi nauman tíma“.
„í fimmtán ár hefi eg vonað eftir
þjóðlegri endurfæðing Þýzkalands,
eftir nýju og glæsilegu föðurlandi“.
„Já, já. Nú er það komið“.
„Já, einmitt það, er það nú komið?“
i’umdi í Schirmer. „En í gær var kona
slegin niður, og flokksforingi horfir á,
án þess að grípa fram í. Eg er þjóð-
ernissinni, og svona hlutir finríst mér
svívix'ðing.“
„Þér megið vara yður á því að
breiða út loginn orði’óm!“
„Gerið svo vel að hafa yður hægan
á meðan eg er að tala! Viljið þér
vekja þjóðernistilfinningu fólksins,
eða ætlið þér að eyðileggja hana?“
Stormsveitarforinginn gapti af undr-
un og gaf bendingu tveimur storm-
sveitarmönnum með handleggsbox’ða
aðstoðarlögreglunnar. Þeir tóku í
Schirmer. Annar þeii'ra sagði glað-
lega: „Komdu nú, gamli minn“. Þeir
ýttu honum út að dyrunum. Þaðan
lá steinstigi niður að útidyrunum.
Oi'ðalaust fleygðu þeir Schirmer út
fyrir. Það var eins og þeir kynnu tök-
in á þessu. Fyrst datt hann á höfuð-
ið á steinþrepin, svo valt hann niður
allan stigann. Það var hlægileg sjón,
því hann var svo stuttur og digur.
Nazistarnir tveir hlógu upphátt. For-
inginn kom fram til þeirx’a og reyndi
að verjast því að brosa: „Þetta áttuð
þið nú ekki að gera, piltar“, sagði
hann. Svo fylgdust þeir að inn aftur.