1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 25

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 25
21 1. MAI Karl var aftur tekinn við stýrinu. Annar stýrimaður, Kankuleit, sem hafði umsjón með lyfjabúð skipsins, reyndi að lífga við hinn meðvitundar- lausa mann. Hinir stóðu í hring um- hverfis. Enginn sagði neitt. Nakinn líkam- inn, sem lá fyrir framan þá, var frá hvirfli til ilja þakinn sárum, sem nú fóru að blæða. Fyrst byrjaði blóðið að renna úr fótunum, svo úr bolnum, og síðast úr hálsinum og hægri öxl- inni. Andlitið eitt var kyrrt. Augun voru lokuð. Blóðið seitlaði út úr hverju sárinu við annað. Undir eins og stýri- maður fór að sveifla handleggjum mannsins, opnuðust ný sár. Hann varð að binda um þau hvert á fætur öðru, eins fljótt og hann gat. Svo reyndi hann að flytja handleggina fram og 'aftur. En endalaust opnuðust ný sár. Loks var búið að binda um öll sárin og manninum var snúið 'við. Það blæddi ekki úr baki hans, en þar var þó enn hörmulegri sjón að sjá. Þegar við lögðum hann á grúfu, tútnaði húð- in á bakinu út eins og loftbe^gur. Skipverjar höfðu raðað sér í hring umhverfis, Kankuleit, Hannes Bull, Fretwurst vélstjóri, Hinrik, rennvotur, og matsveinninn Arthur Jakobsson. Enginn sagði neitt. Þeim var innan- brjósts líkast því, sem einhver hefði slegið þá í andlitið. „Guð minn almáttugur“, stundi Hannes. „Uss-s-s“, sagði matsveinninn. Stýri- maður sveiflaði handleggjum hins sæ- hrakta manns. Það fór að korra í honum. Fret- wurst varð flökurt, hann varð að fara út, en kom brátt inn aftur. Kucki rak inn höfuðið. Það komu kippir í barns- andlit hans. Arthur lét hann fara út aftur. Rödd hans titraði. Svo var maðurinn borinn inn í lít- inn, dimman klefa á framþiljum, sem hafður var fyrir sjúkraklefa. Hann var lagður gætilega í neðstu rekkju. Sjórinn rann ekki lengur upp úr hon- um, en það korraði í honum ennþá, bráðum mundi hann fara að anda. Karl sótti ábreiður og svæfla. „Nú vaknar hann bráðum“, sagði stýrimaðurinn. Komumaður tók að gerast órór. Það fóru drættir um and- lit hans, eins og hann væri hræddur við eitthvað. — „Hann er víst að dreyma“, hugsaði Hannes. Hann bylti sér í rúminu. Kankuleit var hræddur um að aftur færi að blæða úr sárun- um, svo hann hélt honum kyrrum. Köldum svita sló út um allan líkama mannsins, augun opnuðust og litu flóttalega í kringum sig. Allt í einu æpti hann hásum rómi. Þrátt fyrir mótstöðu Kankuleits reisti hann sig upp til hálfs, lagði handleggina niður með síðunum, eins og hann stæði stíf- ur frammi fyrir yfirboðara, og hann æpti: „Ég er Gyðingasvín og hefi svívirt ariskar stúlkur!“ Hann endurtók þetta aftur og aftur, hraðara og hrað- ara, hærra og hærra, með vaxandi örvæntingu: „Ég er Gyðingasvín, og hefi svívirt ariskar stúlkur-“ Hinrik þaut út. Hann hljóp beint á staur, ranglaði inn í hásetaklefann, settist á rúmið og gróf anditið í hönd- um sér. „Hættu“, æpti Fretwurst. Maðurinn hlýddi tafarlaust. Andlits- vöðvarnir urðu máttausir, hann hné
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.