1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 18

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 18
1. MAÍ 14 ánssyni og fleiri góðum mönnum; en skreytingar allar hefir Ludvig Einars- son sjálfur gert af hinni mestu prýði, eins og hann er kunnur að, og eins yf- irleitt allt verkið, sem hann hefir lát- ið vinna á þessum stað. Þessu verki or ekki lokið ennþá til fulls, en mjög langt komið. Enda er, eins og áður hefir verið að vikið, ýmislegt eftir ósmíðað ennþá, sem verður þó vænt- anlega albúið fyrir lok maímánaðar. Hefir byggingin þá verið eitt ár í smíðum, því að byrjað var á verkinu 31. maí síðastliðið ár. Búið var að steypa húsið síðast í október, og var reisugildið haldið í Iðnó föstudaginn 26. þess mánaðar. Fór það prýðilega fram og var setið af rösklega hundr- að manns. Alþýðuhúsið stendur nú því nær full- gert á sínum stað, þar sem því í önd- verðu var ætlaður staður á horninu sunnan Hverfisgötu og aystá’n Ingólfs- strætis, þar sem þessar götur mætast. Það .er einfalt og óbrotið að gerð í nú- tíðar stíl, funkisstíl. Það er að sjálf- sögðu, og ekki nema að vonum, margt í þessari byggingu, sem af vanefnum er gert, þar sem jafnan hefir orðið að miða tilkostnaðinn og framkvæmdirn- ar við lítil efni. Og, þegar tillit er tekið til þess, hve f jölmennur sá flokk- ur er, sem að þessu stendur, þá eru efnin sannarlega lítil. En þeir, sem unnið hafa verkið og eru nú að lúka störfum þar, hafa mikið bætt úr þessu með trúmennsku og alúð um að leysa allt sitt starf þannig af hendi, að hér er sjón sögu ríkari um það, að hér rætist bókstaflega og í beztu merkingu hinn sígildi orðskviður: Verkið lofar meistarann. Um stærð byggingarinnar er það að segja, að stjórn byggingarmála bæjarins réði því annars vegar, og hins vegar varð það að ráða miklu, að á þessum stað varð að byggja stórt hús, svo að nokkur skilyrði væru um það, að það gæti borið sig fjárhags- lega, enda varla nokkur fyrirhyggja, að miða stærð hússins við líðandi stund, loksins þegar tókst að koma því upp. Það varð að hafa framtíðina fyrir augum, og vænta sér nokkurs af henni. Rúmmál byggingarinnar er alls 55 hundruð rúmmetrar. Hæð frá kjall- aragólfi á þakbrún er 20 metrar, en húsið er fimm hæðir og kjallari með Ingólfsstræti, en fjórar hæðir og kjall- ari með Iiverfisgötunni. Þar eð húsið stendur í talsverðum halla, er kjall- arinn sama og ekki í jörðu við neðri enda hússins við Hverfisgötu, en þar er gengið inn í fundarsal hússins, en hann er í kjallara hússins, og ætlaður fyrir smærri fundi, tekur hann 132 manns í sæti. Annars er lengd hússins með Hverf- isgötu 25.26 metrar, með Ingólfsstr. 16.85. Breiddin er með Hverfisgötu 10.37 metrar, með Ingólfsstræti 11.00. Kjallari hússins er þó byggður yfir alla byggingarlóðina, en hún er alls 25.26 X 16.85 fermetrar. En í kjall- aranum er, auk þess sem áður er get- ið, prentvélasalur, stórt eldhús, snot- ur veitingasalur, mjög fullkomin mið- stöð, sem brennir kolasalla og hitar allt húsið, sumpart og að mestu leyti með vatni um v.enjulega miðstöðvar- ofna, og sumpart með heitu lofti, sem dælt er um samkomusal og veitinga- stofur. Tæki þessi dæla líka hreinu lofti um þennan hluta hússins. Þá er, ennfremur, í kjallara hússins all-stórt geymsluherbergi og herbergi fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.