1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 16
1. MAl
verkalýðs- og iðnfélaga í Alþýðusam-
bandinu, með aukinni tölu félags-
manna í félögunum yfirleitt, fjöl-
breyttari atvinnuvegum og atvinnu-
skilyrðum, óx þörfin að sama skapi
lngiaiar Jónsson.
hröðum fetum um, að einstök fé-
lög og samtökin sem heild, væru und-
ir eigin þaki með umbótastarfsemi
sína, — þyrftu ekki að vera á bón-
björgum og hrakhólum um hús-
næði. Enda virðist það vera ein-
kennilegt fyrirbrigði, að allir geti
byggt sér hús, megi eiga þau og starf-
rækja, nema samtök alþýðunnar.
Efni voru sannarlega lítil hér, marg-
margvíslegir örðugleikar. Bygging
þessi er tákn um, að hér var starfað,
meðan aðrir voru að skrafa, og þess er
ljúft og skylt að minnast, í tilefni af
því, að bygging þessi er tekin opin-
1?
berlega til afnota, að enginn maður,
sem forgöngu hefir haft um, að
þetta hús yrði byggt, hefir til þessa
dags fengið svo mikið sem eins eyris
virði fyrir fyrirhöfn sína, og hafa þó
Jón A. Pétursson.
sumir þeirra þegar unnið störf
svo árum skiptir, og hafa flest-
ir, eða allir, lagt fram af litlum
efnum fé, til þess að koma bygging-
unni upp. Bygging þessi er þess vegna
tákn um ósérplægni og dreng-
skap, mátt samvinnu og samtaka, þar
sem ekki er allt miðað við eigin hag,
heldur hefir sjónarsviðið verið vítt og
hreint.
Þetta hefir haft þær verkanir, að
starfið og samvinnan um úrlausn máls-
ins hefir orðið létt og Ijúf, hvað
sem örðugleikunum leið. Það hefir
verið ánægjulegt að hafa samvinnu