1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 17
13
1. MAI
við samverkamenn mína og með-
nefndarmenn, þá Ingimar Jónsson,
skólastjóra og Jón Axel Pétursson,
hafnsögumann um framkvæmd þessa
húsbyggingarmáls, og að verða þess
áhuga var, þess samhugs, úr öllum
áttum, þar á meðal frá mörgum þeim,
sem ekki tilheyra alþýðusamtökunum;
kynnast drengskap þeirra, sem sjá
í gegnum moldviðri andstæðinga al-
þýðusamtakanna, sem birzt hefir á
margan hátt við það átak, sem hér
var verið að gera.
Það hefir verið ánægjulegt að eiga
samvinnu við og hafa kynni af þeim,
sem verklegu framkvæmdirnar hafa
haft með höndum; þeim, sem verkinu
hafa stjórnað og verkamönnunum.
Það var unnið af trúmennsku, fyrir-
hyggju og dugnaði, allt verkið var
unnið af góðum hug, af glöðum mönn-
um og starfsfúsum höndum, og engin
óhöpp né slys komu fyrir nokkurn
mann, sem varpa skugga á daginn í
dag, né á framtíðina. Ég tel mik-
ið lán og vona, að sá góði hugur til
verksins, sem borið hefir uppi þá, sem
við þetta byggingarmál hafa verið
riðnir, og stýrt hefir handtökum
verkamannanna, verði jafnan einn af
verndarvættum þessarar stofnunar, er
fyrst og fremst á að vera sameig-
inleg fyrir samtök hinna vinnandi
stétta í þessum bæ. — Mætti héðan
stafa margt gott, en ekkert illt.
Fyrir hönd húsnefndarinnar vil
ég nota þetta tækifæri, og senda
öllum þeim með l.-maí-blaðinu
hugheilar þakkir, sem til þessa dags
hafa lagt þessu húsbyggingarmáli lið,
hvort heldur sem það hefir verið í
orði eða verki eða hvorutveggja.
Störfum við húsbygginguna hefir
verið þannig fyrir komið: Kornelíus
Sigmundsson, byggingameistari, hefir
byggt húsið í ákvæðisvinnu, og er í
því verki innifalið allt smíði, nema
það, sem síðar verður talið. Yfirsmið-
urinn við bygginguna var Tómas Vig-
fússon og yfirmúrarinn Rögnvaldur
Þorsteinsson. Byggingauppdrætti og
yfirumsjón með verkinu hefir Þórir
Baldvinsson, húsameistari, annazt. —
Járna-uppdrætti gerði Helgi Sig-
urðsson, verkfræðingur, en Gísli
Halldórsson, verkfræðingur, gerði upp
drætti að miðstöðvarlögnum, vatns-
rás um húsið heitri og kaldri og hrein-
lætislögnum. Sjálft verkið vann firm-
að Helgi Magnússon & Co., og stjórn-
aði Óskar Smith pípulagningameistari
því. Uppdrætti af raflögnum ásamt
verklýsingu gerði Nikulás Frið-
riksson, starfsmaður hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, en firmað Eiríkur
Hjartarson vann verkið, og hafði Þor-
lákur Jónsson rafvirki framkvæmd
verksins með höndum. Blikksmíði, er
ekki fylgdi með í tilboði byggingar-
meistara, var unnin af Blikksmiðju
Reykjavíkur, en forstjóri hennar er
Sigurður Hólmstein Jónsson. Járn-
smíði var unnið í Landssmiðjunni og
hjá Páli Magnússyni. Símalagnir eru
um allt húsið og voru þær lagðar af
bæjarsíma Reykjavíkur. í húsinu er
vönduð sex-hæða lyfta, sem tekur
fjóra menn í senn; er hún keypt
hjá Raftækjaeinkasölu ríkisins, og
hefir hún séð um uppsetningu hennar
að öllu leyti. Kom maður frá firmanu,
sem smíðaði lyftuna, í Hannóver, til
þess að sjá um verkið. Ludvig Einars-
son, málarameistari, tók að sér að
mála húsið og var verkið framkvæmt
af yfirmájara hans, Þorvaldi Kristj-