1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 48

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 48
1. MAI 44 ókunnar tilfinningum og hugsunum, venjum og siðum hvorrar annarar, eins og þær lifðu sín á hvoru jarðbelti eða byggju sín á hvorri reikistjörnu. Þær hafa skapast hvor á sinn hátt, orðið til undir ólíkum skilyrðum, lifa á mis- munandi fæðu og er stjórnað eftir ólíkum lögum“. Þessi áhrifaríka lýsing er gefin um 1840 af Benjamin Disraeli (í „Sybil or the two Nations“), er síðar varð forsætisráðherra íhaldsins á Englandi. Þróunin hér á íslandi hefir orðið á sömu lund. Sjálfstæðisbarátta þjóð- arinnar var háð af fátækum bændum og fiskimönnum sameiginlega, en danskir selstöðukaupmenn og meiri hluti konunglegra embættismanna STÓð gegn frelsiskröfum þjóðarinnar, ,eða m. ö. o. ráku erindi kúgaranna. Þjóðinni þokaði áfram, áleiðis til fullkomins sjálfstæðis, hverjum áfang- anum var náð á fætur öðrum, og þeim stærsta 1918. Hér verður ekki rakinn þessi söguþáttur íslenzku þjóðarinn- ar, en síðustu árin, sem þessi barátta stóð yfir, óx hér upp í landinu inn- lend borgarastétt. Jafnframt því, sem þjóðin losaði sig undan oki erlendrar þjóðar, skiptist þjóðin sjálf í kúgara og kúgaða eftir lögmáli kapitalismans, þess skipulags, er nú ræður 5/o h’utum heimsins. Alþýðan í landinu hafði fengið nýtt viðfangsefni í sinni sjálfstæðisbaráttu, það var viðnámið gegn sínum nýju kúgurum — samlöndum sínum, borg- arastéttinni. Og alþýðan skildi þetta, að vísu nokkuð mismunandi vel, eins og varn- arráðstafanir hennar bera órækt vitni um, en skilningur var samt fenginn á því, að þótt þjóðin hefði nær einhuga staðið í frelsisbaráttunni út á við, þá var hún sjálf í raun og veru að skipt- ast í tvo ólíka hópa. Bændurnir íslenzku höfðu í kring- um 1880 hafið stofnun sinna eigin verzlunarfélaga, neytendasamtökin, sem á viðskiptasviðinu urðu varnar- og sóknartæki gegn dönsku selstöðu- verzlununum og síðar gegn okri inn- lendu kaupmannastéttarinnar. Verkamennirnir við sjávarsíðuna stofnuðu sín eigin hagsmunafélög til varnar og sóknar gegn ágangi og yfir- troðslum atvinnurekenda, og megin- kjarni þeirrar stéttar, sem áður stóð í Sjálfstæðisflokknum — gamla ■— myndaði nú Alþýðuflokkinn. Arftaki Sjálfstæðisflokksins ■— þess er einn hefir borið það nafn með réttu —, er því Alþýðuflokkurinn. Þetta hefir borgarastéttinni sviðið mjög sárt, og hefir vitanlega notað öll hugsanleg ráð til þess að rægja Alþýðuflokkinn frá þjóðernislegu sjón- armiði, og reyna að slá á þessar til- finningar hjá alþýðunni með skrumi og blekkingum allskonar. Má t. d. nefna núverandi flokksheiti íhaldsins og tilraun þess með stofnun nazista- deildarinnar. Helzt hefir Alþýðuflokknum verið borið það á brýn, að hann fylgdi al- þjóðastefnu og væri því óþjóðlegur í eðli sínu. Þó að þessar ásakanir séu rökleys- ur einar, er þó rétt að líta á þær, og draga fram viðhorf verkamannsins og alþýðufólksins til þjóðernismálanna. Frá upphafi vega hafa Alþýðu- flokkarnir borið fram kröfuna um sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna og stutt þá stefnu eftir megni. Má í því sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.