1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Qupperneq 29

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Qupperneq 29
25 1. MAÍ heimili konunnar minnar. Eg á tvo drengi. Segið þeim svo, að þér hafið veitt mig upp úr sjónum, en sem liðið lík. Skiljið þér? Konan mín og börn- in verða látin svelta. Þeir hafa lagt hald á bankainnstæðuna mína og stolið verðbréfum mínum. — Yngri drengurinn heitir Eiríkur.....Hvers vegna ætti ,eg að leiða yður og skips- höfnina í glötun?“ í einu vetfangi reis hann á fætur. Og nú stóð þetta lifandi lík teinrétt á gólfinu. Niður fótleggina seitluðu blóðlækirnir. „Hvað er það, sem þér hafið í hyggju?“ æpti Kankuleit upp yfir sig, og hann réðst á manninn, en maður- inn var skyndilega gæddur heljar- afli. Hann hristi Kankuleit af sér og þaut út úr dyrunum. Úti í hálfrökkr- inu bar Arthur að í þessu. Fyrir honum varð nakin, blæðandi mami- vera, sveipuð bindum frá hvirfli til ilja. I tv.eimur skrefum var veran komin út að borðstokknum; hann klifraði yfir öldustokkinn og lét fallast niður í myrkrið. Skipið hélt áfram, ljós Jeiftruðu um allt. „Maður útbyrðis!“ var komið fram á varir Arthurs, en orðin dóu út. Kankuleit kom út á þilfarið. Hann tók ofan húfupottlokið, sagði ekk- ert, en hallaði bakinu upp að öldu- stokknum. í 2. kafla segir frá því, sem fyrir skip- stjórann ber, þegar hann kemur í land. Hann og fleiri af skipshöfninni fara með neðan- jarðarlestinni; í henni er m. a. grátandi kona. Þegar lestin nemur staðar, þyrpist hópur af nazistum inn. Meðan þessu fór fram, hafði einn af Nazistunum tekið handtöskuna af konunni. Hún heimtaði í æsingi að fá töskuna aftur. Hinir fóru að verða athugulir. Tveir Nazistar gripu sinn í hvorn handlegg hennar, hlæjandi. Konan streittist á móti. Nazistinn rannsakaði töskuna. Fjórir eða fimm horfðu yfir öxl hans. Konan brauzt um í örvæntingu. Verkamennirnir tveir störðu út í bláinn, náfölir. Naz- istinn, sem hélt konunni, hló og rak hnéð 1 bakið á henni. ,,Ekkert“, sagði sá, sem var að rann- saka töskuna, og rétti hana flokksfor- ingjanum. Hann rótaði í henni, fékk konunni hana aftur og skipaði að sleppa henni. Svo spurði hann; „Hvers vegna vilduð þér ekki láta af hendi töskuna?“ Konan svaraði ekki, en varð eldrauð í framan. „Hvað?“ Einn af þeim hratt við konunni. Konan sneri sér við. Hún kreisti aft- ur augun, og reyndi að ná valdi yfir sjálfri sér. Svo sagði hún rólega: „Taskan er mín eigin eign. Þið er- uð bara óbreyttir borgarar. í siðuðu landi munduð þið vera settir í fa'ng- elsi, ræningjarnir ykkar“. Nazistinn svaraði rólega: „Yður skjátlast. Við erum ekki óbreyttir borgarar, við erum aðstoðarlögregla. Við vinnum fyrir Þýzkaland“. „Hvaða vinna er það?“ „Við erum að byggja upp hið nýja ríki. Það er raunalegt, að menntuð kona eins og þér, skulið vera að auka okkur erfiðleika. Við þjóðernissinnar erum að byggja upp sósíalismar.n. En það lítur ekki út fyrir, að þér hafið yfir miklu að kvarta. Þér þurfið lík- lega ekkert á sósíalisma að halda?“ „Maðurinn minn hafði haft vinnu í 18 ár, nú hefir hann verið atviunu- laus í 3 ár. Við erum búin að slíta út öllum fötum og skóm. Ekki handtak

x

1. maí - Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.