1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 41
37
1. MAl
af bátunum. Sumir lyftu hendinni upp
undir húfuderið, hægra megin, — svo
litu þeir niður á vatnsleðursskóna, sem
maðurinn bar á fótunum.
Þetta voru hinir markverðustu skór,
í raun og veru merkileg stígvél. Slíkir
skór höfðu ekki sést þar um slóðir,
að undanteknum einum hollenzkum,
sem þangað höfðu borizt fyrir mörg-
um árum.
Gvendur í ,,Neðsta“ spýtti við tönn.
Hann og allt hans fólk gekk í skinn-
skóm og skinnsokkum, eins og flest
fólk þar um slóðir. — En þessi ná-
ungi á skónum hlaut að vera útlent
aðskotadýr.
Gvendur gekk afsíðis og bættist í
hóp nokkurra félaga sinna, sem stóðu
álengdar og rjáluðu með tannstöngli
við tennur sínar, en létust ekki horfa
á þenna einkennilega ferðamann.
En aðkomumaðurinn stóð þögull og
renndi augum sínum út á sjóinn, —
til hafsins. Einhver undarleiki, eitt-
hvert grunsamlegt æfintýri úr fjar-
lægðinni fór að sveima kringum þá,
þegar hann stóð þar meðal þeirra.
Það var eitthvað í fari hans, sem
raskaði hugarrósemi þessara hógværu
strandbúa.
En Jóhannes snaraðist að þeim,
einum eftir annan, og kvaðst ætla að
spyrja þá, sem hér væru staddir, hvort
þeir gætu hýst þennan mann, að
minnsta kosti þessa nóttina; þetta
væri útlendingur, sem væri að villast,
hefði líklega ætlað yfir í Hraunsfjörð,
— áðan hefði hann bent á fjallið hin-
um megin við fjörðinn.
En það var öðru nær en að nokk-
ur þeirra hefði húsnæði, til þess að
hýsa bláókunnugan mann. Þetta var
auk þess útlendingur, — kannske
með varhugaverða sjúkdóma.
Þeir færðu sig gætilega frá, svo að
lítið bar á, — hinir ábyrgðarmiklu
heimilisfeður. Jóhannes hefði átt að
vita ástæðurnar hjá þeim heima, —
hvað höfðu þeir nema herbergi inn af
eldhúsinu. Áttu þeir kannske að láta
þennan slána sofa þar hjá konu og
börnum. Sumir muldruðu afsakanir til
þess næsta og skutu fram orðum um
hættuna, sem gæti stafað af svona
manni.
Þá kvað Gvendur í „Neðsta“ upp
úr og bjargaði málinu.
— Það væri reynandi að hola hon-
um inn í salarkynni hreppstjórans.
Og Gvendur hló við.
En þá funaði Jóhannes upp, og
hvessti röddina:
— Þið eruð helvítis ræflar upp til
hópa. Það er aumt að vera upp á ykk-
ar ráð kominn, sagði hann og slengdi
fuglakippunni yfir öxlina. Svo gekk
hann að ókunna mamunum og kippti
í treyjuermi hans.
— Komdu lagsi, sagði hann og
benti fram kambinn.
Þeir þrömmuðu báðir fram kamb-
inn, en karlarnir þjöppuðust aftur
saman hjá bátunum.
II.
Þannig atvikaðist það, að þessi út-
lendingur kom undir þak foreldra
minna.
Jóhannes skytta bjó í litlu her-
bergi uppi á lofti í húsi okkar. Hann
hafði þar flest þægindi hjá rúminu
sínu. Þríkveikjuð olíuvél stóð á göml-
um sykurlcassa við fótagaflinn, en
inni í kassanum voru flest búsáhöld-
in, að undanteknum einum potti,