1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Side 14

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Side 14
1. MAÍ 10 trúaráðsins og nefnda úr félögunum. Húsið var tilbúið um fyrstu sumar- helgina vorið eftir, og var afgreiðsla blaðsins opnuð þar mánudaginn 26. apríl 1920. Við þetta sat um sinn. Mikill hugur var þó í mörgum flokksmönnum að koma upp stærri byggingu. Þegar kom fram á árið 1922 var byrjað á nýjum undirbúningi. Var þá tekið að sprengja grjót úr grunninum og laga til, og lögðu sumir félagar fram til þess vinnu, en aðrir lánuðu smáupphæðir. Timburhúsið var flutt á meðan upp á næstu lóð, sem þá var óbyggð, en nú stendur þar Gamla Bíó. Uppdráttur var gerður að stóru húsi og átti að vera í því allstór fundarsalur. Þá voru menn að hugsa um húsnæði fyrir fundi stóru félaganna, en þörfin fyrir stór- an fundarsal var úr sögunni eftir að félögin festu kaup á Iðnó. Frekari framkvæmdir drógust þó, því að hvorki félög né einstaklingar gátu lagt fram það fé, sem þurfti, eins og reyndar vonlegt var. Svo kom að því að flokkurinn eign- aðist prentsmiðju. Hún gat ekki verið í timburhúsinu. Til þess var það bæði of lítið og of ótraust. Var þá horfið að því ráði árið 1925 að reisa litla steinhúsið, sem allir muna eftir. Það var rifið síðasta sumar, er byrjað var á nýja húsinu. Þetta litla hús var byggt sem hluti úr þeirri byggingu, sem ráðgerð hafði verið og teiknuð. Meira varð ekki gert þá vegna fjár- skorts, en brýnustu þörfum var full- nægt með því að fá húsnæði fyrir blaðið og prentsmiðjuna. Hún tók til starfa 1. febr. 1926. En starfsemi flokksins og félag- anna óx, og þarfirnar uxu líka. Ið^ó var keypt árið 1929 og minnk- aði þá þörfin fyrir nýtt fundar- hús. En félögin höfðu hvert eftir ann- að orðið að setja upp fastar skrifstof- ur vegna starfsemi sinnar, og Alþýðu- sambandlð kom einnig upp fastri skrifstofu 1930. Þessi starfsemi er öll sama eðlis og var óhentugt að hafa hana á mörgum stöðum í bænum. Enn vantaði því hús, er gæti verið miðstöð fyrir starfið. Fulltrúaráðið hafði nokkrum sinn- um kosið húsnefndir, og á fundi þess 8. febr. 1933 var enn ein nefnd kosin til að athuga húsmálið. Árangur af starfi hennar og fleiri áhugamanna í flokknum hefir verið að koma í ljós á undanförnum mánuðum. í þessu stutta ágripi af byggingar- sögu Alþýðuhússins við Hverfisgötu er einkum tvennt, sem athygli vekur. Það er hvernig þarfir flokksins hafa knúið framkvæmdir áfram, og hvern- ig byggingin hefir verið mynd af styrkleika flokksins. Af litlum efnum en talsverðri bjartsýni var ráðist í stærri verkefni en kraftarnir leyfðu. Og þótt litlu yrði um þokað við hvert átak var þó alltaf sótt í sömu átt. Þótt við gömlu mennirnir værum stundum dálítið bjartsýnir fyrir 16 árum, þá gerðum við okkur varla í alvöru meiri vonir um starfið og árangur þess, en fram hefir komið. Sumum þykir ganga seint, en það verð ég að segja, að ólík er nú orðið aðstaðan fyrir starf al- þýðusamtakanna en þá var. Og þá er vel farið. Ingimar Jónsson.

x

1. maí - Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.