1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 40

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 40
1. MAÍ 36 tíðin- ekki byrjuð ennþá, — enginn hafði frétt um sunnangöngu, — það var kyrrt og rólegt yfir fiskiverinu. Helzti samkomustaður Víkverja var í naustunum, kringum árabátana. Tó- bakslausir menn fengu í nefið hjá kunningjunum, og á þessum hlýju vor- kvöldum gerðu menn þýðingarmiklar ályktanir um veðrið eða röbbuðu sam- an um það, sem skeði í gær. En það skeði eiginlega ekkert í gær, nema það, að Jón í Nesodda vitjaði um fyrstu hrognkelsanetin og fékk þrjár grásleppur og einn rauðmaga. Það máttu svo sem fleiri fara að bleyta netin og fara að dæmi Jóns í Nes- odda. Ólafur á Kletti ýtti nöglunum í tjöruna á byrðingnum á bátnum sín- um, aðrir tíndu smáflísar úr trosnuð- um skararborðunum. Þeir þurftu á- burðinn, þessir árabátar, undir vorið. Þarna lágu þeir á hvolfi, í röðum, skáldaðir á síðunum með hvíta rönd, — sumir með græna rönd og bátsnafn- ið útskorið á efsta borðið á skutnum, st j órnborðsmegin. Þá var það, að Gvendur í ,,Neðsta“ kom auga á ferðamanninn, sem kom eftir þjóðveginum út ströndina. Stund- um staldraði hann við, eins og hann væri að litast um. öðru hvoru settist hann á stein eða þúfu við vegbrúnina og hvíldi sig stundarkorn. En rétt fyr- ir utan Bakka, þar sem vegurinn beygði niður í þorpið, mætti hann Jó- hannesi skyttu, sem var að koma utan af fjörum með byssu á öxlinni, Þeir stóðu þar nokkra stund með handa- pati og bendingum. En karlarnir á kambinum mjökuðu sér til á bátun- um, og komust að þeirri niðurstöðu, að Jóhannes hefði hitt málleysingjann frá Strönd. En það var öðru nær. Jóhannes kom nú með manninum niður í víkina og stefndi rakleitt til karlanna, þar sem þeir sátu á bátum sínum. Jóhannes hafði verið heppinn í dag. Hann var glaður og lyfti tveimur skörfum upp að nefinu á Gvendi í ,,Neðsta“. En karlarnir renndu aug- um sínum á hinn ókunnuga förunaut hans. Þetta var hár maður, lotinn í herð- um, fölur í andliti og toginleitur með skegghýjung á kjálkunum. Á höfði hafði hann gamla derhúfu. Hún var óhrein og sums staðar gljáði á hana af fitu og svertu, en niður undan henni gægðist hárið, flókið, í sneplum og svitastorkið. Hann var í bláum jakka, þunnum og ófóðruðum, en um hálsinn hafði hann hvítleitan trefil, einhnýttan og stuttan, svo að trosnað kögrið kom upp undan jakkabarmin- um. Buxur hans voru svartar, gamlar og hálfóhreinar. — Nú hafði hann brett þær upp undir hnén, en sokkar hans, gráir og grófgerðir, voru ataðir moldarslettum og auri, — vatnsleð- ursskórnir voru einnig ataðir moldar- leðju. Það var slabb og aur á þjóðveginum núna. Á þessum hlýju einmánaðar dögum þiðnaði jarðvegurinn, vatnið seytlaði úr sköflum í hlíðunum, flóði undan hallanum og sat í pollum milli þúfnanna, en moldin varð holótt og vegirnir gljúpir, þar sem vatnið leit- aði niður. Og þarna stóð þessi aðkomumaður, óhreinn og undarlegur, fyrir framan karlana. Hann hneigði höfuðið ofur- lítið í áttina til þeirra og brosti. En karlarnir stóðu nú flestir upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.