1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 40
1. MAÍ
36
tíðin- ekki byrjuð ennþá, — enginn
hafði frétt um sunnangöngu, — það
var kyrrt og rólegt yfir fiskiverinu.
Helzti samkomustaður Víkverja var
í naustunum, kringum árabátana. Tó-
bakslausir menn fengu í nefið hjá
kunningjunum, og á þessum hlýju vor-
kvöldum gerðu menn þýðingarmiklar
ályktanir um veðrið eða röbbuðu sam-
an um það, sem skeði í gær. En það
skeði eiginlega ekkert í gær, nema
það, að Jón í Nesodda vitjaði um
fyrstu hrognkelsanetin og fékk þrjár
grásleppur og einn rauðmaga. Það
máttu svo sem fleiri fara að bleyta
netin og fara að dæmi Jóns í Nes-
odda. Ólafur á Kletti ýtti nöglunum í
tjöruna á byrðingnum á bátnum sín-
um, aðrir tíndu smáflísar úr trosnuð-
um skararborðunum. Þeir þurftu á-
burðinn, þessir árabátar, undir vorið.
Þarna lágu þeir á hvolfi, í röðum,
skáldaðir á síðunum með hvíta rönd,
— sumir með græna rönd og bátsnafn-
ið útskorið á efsta borðið á skutnum,
st j órnborðsmegin.
Þá var það, að Gvendur í ,,Neðsta“
kom auga á ferðamanninn, sem kom
eftir þjóðveginum út ströndina. Stund-
um staldraði hann við, eins og hann
væri að litast um. öðru hvoru settist
hann á stein eða þúfu við vegbrúnina
og hvíldi sig stundarkorn. En rétt fyr-
ir utan Bakka, þar sem vegurinn
beygði niður í þorpið, mætti hann Jó-
hannesi skyttu, sem var að koma utan
af fjörum með byssu á öxlinni, Þeir
stóðu þar nokkra stund með handa-
pati og bendingum. En karlarnir á
kambinum mjökuðu sér til á bátun-
um, og komust að þeirri niðurstöðu,
að Jóhannes hefði hitt málleysingjann
frá Strönd.
En það var öðru nær.
Jóhannes kom nú með manninum
niður í víkina og stefndi rakleitt til
karlanna, þar sem þeir sátu á bátum
sínum.
Jóhannes hafði verið heppinn í dag.
Hann var glaður og lyfti tveimur
skörfum upp að nefinu á Gvendi í
,,Neðsta“. En karlarnir renndu aug-
um sínum á hinn ókunnuga förunaut
hans.
Þetta var hár maður, lotinn í herð-
um, fölur í andliti og toginleitur með
skegghýjung á kjálkunum. Á höfði
hafði hann gamla derhúfu. Hún var
óhrein og sums staðar gljáði á hana
af fitu og svertu, en niður undan
henni gægðist hárið, flókið, í sneplum
og svitastorkið. Hann var í bláum
jakka, þunnum og ófóðruðum, en um
hálsinn hafði hann hvítleitan trefil,
einhnýttan og stuttan, svo að trosnað
kögrið kom upp undan jakkabarmin-
um. Buxur hans voru svartar, gamlar
og hálfóhreinar. — Nú hafði hann
brett þær upp undir hnén, en sokkar
hans, gráir og grófgerðir, voru ataðir
moldarslettum og auri, — vatnsleð-
ursskórnir voru einnig ataðir moldar-
leðju.
Það var slabb og aur á þjóðveginum
núna. Á þessum hlýju einmánaðar
dögum þiðnaði jarðvegurinn, vatnið
seytlaði úr sköflum í hlíðunum, flóði
undan hallanum og sat í pollum milli
þúfnanna, en moldin varð holótt og
vegirnir gljúpir, þar sem vatnið leit-
aði niður.
Og þarna stóð þessi aðkomumaður,
óhreinn og undarlegur, fyrir framan
karlana. Hann hneigði höfuðið ofur-
lítið í áttina til þeirra og brosti.
En karlarnir stóðu nú flestir upp