1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 43

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 43
39 1. MAÍ á flúSirnar eða fug’l kæmi í skotfæri. Aðra daga lá hann fyrir tófunni. Þá var það einnig yndi hans að ganga á reka; gekk hann þá stundum fjörur alla leið fyrir núpa, til næsta fjarðar. Það var almannarómur, að flakk- araeðlið væri honum í blóðið borið, enda hefðu forfeður hans verið flakk- arar og veiðimenn, svo langt, sem sögur fóru af. Þegar Jóhannes kom inn í þorpið með veiði sína, var hann fús að láta þann fyrsta, sem hann hitti, hafa hlut af veiðinni, sérstaklega, ef þrön'gt var í búi. Margir þorpsbúar höfðu því borð- að æðarkollur eða blika, sem Jóhann- es hafði skotið, og ekki færri gengu í selskinnsskóm af selum, sem hann hafði lagt að velli. — Það er þakkar vert, ef einhver vill hirða þetta, var Jóhannes vanur að segja. Og í raun og veru var Jóhannes uppáhald og vinur allra þorpsbúa, nema yfirvaldsins, Elíasar hrepp- stjóra. Elías hreppstjóri hafði alla tíð ver- ið í vandræðum með Jóhannes fyrir æðarkolludráp og rjúpnaveiðar á óleyfilegum tíma, og jafnvel fleiri lagabrot. Það féll grunur á Jóhannes, að hann hefði stolið af reká og auð- vitað bar hreppstjóranum skylda til að láta þennan sökudólg sæta ábyrgð og refsingu fyrir gerðir sínar. En hvernig átti hann að fá högg- stað á Jóhannesi? Voru ekki allir þorpsbúar samsekir honum? Höfðu ekki flestir étið kjöt af æðarkollum, sem Jóhannes hafði skotið? Hafði Jóhannes ekki í harðindum og vetrarhörkum fleygt fugli inn til fátæklinganna; — hver vildi kæra hann fyrir það? Menn sátu gjarnan fyrir Jóhannesi, þegar hann kom úr veiðiferð, og jafn- an léttist byrði hans, áður en hann kom í sín eigin híbýli. Elías hreppstjóri, vörður laga og réttar í þessu afskekkta fiskiveri, vissi, að hér var alvarleg hætta á ferð- um. Hann, sem eftir landsins og kóngsins lögum var mesti valds- og mektarmaður í fiskiverinu, varð í raun og veru að láta í minni pokann fyrir Jóhannesi skyttu, — þessum frekjukarli, sem hvorki virti guðs né manna lög. Og hreppstjórinn sá, að réttast væri að taka upp hlutleysi um sinn. Hann forðaðist því að verða á vegi Jóhann- esar, þegar hann kom úr veiðiferðum og vildi ekki frétta hvaða fugla Jó- hannes bæri í kippum inn í þorpið, — því að hreppstjórinn vildi hafa góða samvizku. Og þannig liðu tímar. IV. Gesturinn hafði verið úttaugaður af þreytu og svaf óhultur vært og lengi í rúmi Jóhannesar. Þegar hann opnaði augun, var Jóhannes allur á bak og burt. Teppin og gæruskinnin, sem Jó- hannes hafði vafið utan um sig um nóttina, lágu nú samanvafin hjá koff- ortinu, byssan var horfin af þilinu, en koffortið við höfðagaflinn stóð opið, til þess að gesturinn gæti séð, að þarna var matarbiti. En Jóhannes hafði kallað til móður minnar, þegar hann fór út: — Þú lætur hann ekki fara matarlausan á fjallið. Gesturinn lagðist á olnboga í rúm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.