1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 9
5
1. MAI
Fjórir eða fimm menn höfðu dregið
hann inn í bíl, sem ekið var burtu af
einum nánasta vini Mussolini, Du-
mini, og hafði síðan verið ekið í nán-
ar tilgreinda átt“. Þessi einstöku at-
riði vissi þingið ekki ennþá um, en
allir, sem tilheyrðu andstöðuarminum
voru vissir um, að stjórnin stæði á
bak við.
Þingfundum var þegar hinn 13.
júní frestað um óákveðinn tíma, m. a.
af því, að þeir, sem tilheyrðu and-
stöðuflokkunum lýstu yfir því, að þeir
vildu ekki semja fyrr en búið væri að
skapa löglegt ástand í landinu.
Þessi andstöðuarmur, sem aðallega
voru socialistarnir (að undanskyld-
um kommúnistum), kom saman í
fundarsal á Aventinerhæð. Hinir yf-
irgáfu einnig Montecitorio og söfnuð-
ust saman í Palazzo Venezio. Musso-
lini greip til þess ráðs, að fórna ýms-
um af sínum nánustu vinum úr stjórn-
inni, en hann varð hinn 10. júlí að
gefa út bráðabirgðalög, sem bönn-
uðu ýms blöð og var það fyrsta skref-
ið í áttina til fullkomins einræðis.
Ofbeldi fasistanna hélt áfram
gagnvart blöðum og ritum andstæð-
inganna, og gekk það svo langt, að
hinir gömlu frjálslyndu, sem tekið
höfðu þátt í hinni „þjóðlegu sam-
vinnu“ ofbauð það, sem fram fór.
16. ágúst, brennheitur rómverskur
sumardagur. Við Quartarella, eyði-
legan skógarfláka norðan við Róm,
fundu nokkrir menn hið hálfrotnaða
lík Matteottis, sem var næstum ó-
þekkjanlegt eftir misþyrmingar og
hnífstungur. Líkið hafði augsýnilega
verið grafið í mesta flýti undir yfir-
borð jarðar. Þetta þögla lík var jafn
hræðileg ákæra á hendur stjórninni,
eins og mótmæli hans, meðan hann
lifði.
Mussolini var neyddur til þess að
láta hefja réttarrannsókn gegn sín-
um nánustu vinum. Flestir þeirra grun
uðu voru menn, sem höfðu hjálpað
Mussolini til valda og skipulagt göng-
una til Róm.
Auðvitað varð þetta hneykslanlegur
réttarskrípaleikur, hvað viðvíkur hin-
um felldu dómum, en staðreyndirnar
komu samt í ljós.
Það sannaðist, að samkvæmt fyrir-
skipunum, er gefnar voru símleiðis,
hafði tugthúsfanginn Otto Thier-
schwald verið látinn laus, og honum
verið falið að njósna um Matteotti,
hvar sem hann færi.
Það sannaðist, að einn nánasti vin-
ur Mussolini, Amergio Dumini, sem
þegar hafði nokkur mannslíf á sam-
vizkunni, hafði að kvöldi þess 10.
júní stýrt bifreiðinni, sem ók í átt-
ina til Pouli Molle, og að hinir voru
einnig fjórir þekktir fasistar.
Geysileg gremja brauzt út og and-
stöðuflokkar stjórnarinnar, þar með
margir úr frjálslynda flokknum, hertu
upp hugann og kröfðust þess, að hin-
ar fasistisku hersveitir væru leystar
upp.
Foringjar hinna frjálslyndu fóru
hver á fætur öðrum yfir í andstöðu-
arminn, fyrst Gioletti, síðan Orlando
og seinast Salandra. Jafnvel í fylking-
um „hinna þjóðlegu“ lýsti andúðin
sér. Kom hún m. a. fram í því, að
samtök hermanna, sem tóku þátt í
stríðinu, neituðu að taka þátt í há-
tíðahöldum, sem fram áttu að fara í
tilefni af árs afmæli göngunnar til
Róm.
Mussolini var á báðum áttum og