1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 9

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 9
5 1. MAI Fjórir eða fimm menn höfðu dregið hann inn í bíl, sem ekið var burtu af einum nánasta vini Mussolini, Du- mini, og hafði síðan verið ekið í nán- ar tilgreinda átt“. Þessi einstöku at- riði vissi þingið ekki ennþá um, en allir, sem tilheyrðu andstöðuarminum voru vissir um, að stjórnin stæði á bak við. Þingfundum var þegar hinn 13. júní frestað um óákveðinn tíma, m. a. af því, að þeir, sem tilheyrðu and- stöðuflokkunum lýstu yfir því, að þeir vildu ekki semja fyrr en búið væri að skapa löglegt ástand í landinu. Þessi andstöðuarmur, sem aðallega voru socialistarnir (að undanskyld- um kommúnistum), kom saman í fundarsal á Aventinerhæð. Hinir yf- irgáfu einnig Montecitorio og söfnuð- ust saman í Palazzo Venezio. Musso- lini greip til þess ráðs, að fórna ýms- um af sínum nánustu vinum úr stjórn- inni, en hann varð hinn 10. júlí að gefa út bráðabirgðalög, sem bönn- uðu ýms blöð og var það fyrsta skref- ið í áttina til fullkomins einræðis. Ofbeldi fasistanna hélt áfram gagnvart blöðum og ritum andstæð- inganna, og gekk það svo langt, að hinir gömlu frjálslyndu, sem tekið höfðu þátt í hinni „þjóðlegu sam- vinnu“ ofbauð það, sem fram fór. 16. ágúst, brennheitur rómverskur sumardagur. Við Quartarella, eyði- legan skógarfláka norðan við Róm, fundu nokkrir menn hið hálfrotnaða lík Matteottis, sem var næstum ó- þekkjanlegt eftir misþyrmingar og hnífstungur. Líkið hafði augsýnilega verið grafið í mesta flýti undir yfir- borð jarðar. Þetta þögla lík var jafn hræðileg ákæra á hendur stjórninni, eins og mótmæli hans, meðan hann lifði. Mussolini var neyddur til þess að láta hefja réttarrannsókn gegn sín- um nánustu vinum. Flestir þeirra grun uðu voru menn, sem höfðu hjálpað Mussolini til valda og skipulagt göng- una til Róm. Auðvitað varð þetta hneykslanlegur réttarskrípaleikur, hvað viðvíkur hin- um felldu dómum, en staðreyndirnar komu samt í ljós. Það sannaðist, að samkvæmt fyrir- skipunum, er gefnar voru símleiðis, hafði tugthúsfanginn Otto Thier- schwald verið látinn laus, og honum verið falið að njósna um Matteotti, hvar sem hann færi. Það sannaðist, að einn nánasti vin- ur Mussolini, Amergio Dumini, sem þegar hafði nokkur mannslíf á sam- vizkunni, hafði að kvöldi þess 10. júní stýrt bifreiðinni, sem ók í átt- ina til Pouli Molle, og að hinir voru einnig fjórir þekktir fasistar. Geysileg gremja brauzt út og and- stöðuflokkar stjórnarinnar, þar með margir úr frjálslynda flokknum, hertu upp hugann og kröfðust þess, að hin- ar fasistisku hersveitir væru leystar upp. Foringjar hinna frjálslyndu fóru hver á fætur öðrum yfir í andstöðu- arminn, fyrst Gioletti, síðan Orlando og seinast Salandra. Jafnvel í fylking- um „hinna þjóðlegu“ lýsti andúðin sér. Kom hún m. a. fram í því, að samtök hermanna, sem tóku þátt í stríðinu, neituðu að taka þátt í há- tíðahöldum, sem fram áttu að fara í tilefni af árs afmæli göngunnar til Róm. Mussolini var á báðum áttum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.