1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 44

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 44
1. MAÍ 40 inu og horfði út um gluggann, en þaðan sást út eftir firðinum, út á opið hafið. Fjöllin gnæfðu yfir fjörðinn, með bröttum hlíðum og sköflum í gilj- um, en bakkarnir teygðu sig fram að sjónum, sumsstaðar háir og brattir, en annarsstaðar lágir og aflíðandi í sjó fram. Núparnir sýndust lækka í fjarlægðinni og verða blárri og blárri. Nú var fjörðurinn lognsléttur, en hóg- látar lognöldur liðu upp að strönd- inni. Þannig lá gesturinn lengi og horfði út í fjarlægðina. Þegar móðir mín heyrði, að útlend- ingurinn var kominn á fætur, fór hún upp á loftskörina með skóna. Ég fór á eftir henni, því að ég var forvitinn. Gesturinn brosti undarlega, kinkaði kolli og talaði. Mamma skildi ekkert orð, en hún rétti honum skóna, og með merkileg- um bendingum og tilburðum, bauð hún honum ofan til að matast. Þá tók hann undir höku mína og sagði einhver vingjarnleg orð. S’vo mataðist hann þögull. Stundum hætti hann skyndilega að tyggja og hvarflaði augunum að glugganum. Hann var alls ekki rólegur og öðru hvoru strauk hann hendinni um ennið. Eftir máltíðina tók hann innilega í hönd móður minnar og þakkaði fyrir matinn, en gekk síðan út. Hann staðnæmdist á kambbrúninni og horfði út á sjóinn, en fólk stóð álengdar og horfði á hann. — Skyldi hann ekki ætla að fara, varð mömmu að orði. En eftir litla stund kom hann aftur inn og hitti foreldra mína. Hann lagði hendina á hjartað og dró djúpt andann. Svo benti hann upp á loftið. — Hann er veikur, maðurinn,sagði mamma. Og þau gerðu honum skiljanlegt, að hann skyldi fara upp á loftið, og leggjast í rúmið. En mamma brá sér til grannkonu sinnar og fékk hjá henni laukdropa. Það voru inndælis- dropar við allskonar kveisum og inn- vortis verkjum. Hún fór með þetta til gestsins og gaf honum inn í skeið. Hann tók við þessu og lygndi augun- um. Hann þurfti að sofa meira. Jóhannes kippti sér ekki upp við þáð, þó að gesturinn væri enn í rúmi hans, þegar hann kom heim. Þeir fóru að tala saman og reyndu að skilja hvorn annan. Jóhannes hafði áður verið með útlendum þjóðum og kunni ýmis merkileg orð. Um kvöldið lagðist hann aftur á gólfið, en gest- urinn svaf í rúminu. Þannig liðu nokkrir dagar. Utlendingurinn fór á fætur á dag- inn, en sýndi ekki á sér ferðasnið. — Hann át ýmist hjá Jóhannesi eða hjá foreldrum mínum. Oft var hann undarlegur. Stundum lagði hann olnbogana fram á lærin og studdi höndum undir kinnarnar, og starði fram á gólfið, eða hann horfði út um gluggann. Einu sinni greip hann um báðar hendur mínar og dró mig að sér. Hendur hans voru stórar og mjúkar. Hann faldi litlar hendur mínar í lófum sínum. S'vo sagði hann einhver óskiljanleg orð og endurtók þau hvað eftir annað. Hann var fölur, en broshýr og orð hans voru hlý. Þetta hlaut að vera góður maður. — Kannske átti hann börn, einhvers- staðar úti í stóra heiminum, — lítinn dreng. Jóhannes var meira heima en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.