1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Side 45

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Side 45
41 1. MAÍ venjuleg-a. En fólkið í þorpinu spurði: — Hver er þessi maður, sem Jóhann- es hýsir? V. Og einn daginn skeði merkisatburð- ur í þorpinu. Þorpsbúar, sem 'voru í hálfgerðum aumingjaskap af því að þar gerðist eiginlega ekki neitt, hresstust allt í einu við þá merkilegu frétt, að Elías hreppstjóri hefði feng- ið bréf frá sýslumanninum, þar sem lýst væri eftir strokumanni af skipi. Það væri finnskur uppvöðsluseggur, sannur að pólitískum áróðri í sínu föðurlandi og 'viðriðinn upphlaup gegn yfirboðurum sínum. Samskonar bréf var vitanlega sent öllum hrepp- stjórum sýslunnar. Elías tók þessu með röggsemi, og lét það kvisast, að hann myndi taka dólginn fastan í kóngsins- nafni og jafna á Jóhannesi fyrir vernd hans á slíkum manni. Þessi aðför kvisaðist um allt þorp- ið og allir vildu sjá, þegar útlending- urinn yrði tekinn fastur, kannske sett- ur í bönd. Strákarnir héldu, að hann hefði hníf á sér. Það voru því flestir rólfærir þorps- búar, sem komu í halarófu á eftir hreppstjóranum og mönnum hans heim að húsi okkar. Jóhannes var heima og stóð í dyr- um úti. Útlendingurinn var uppi á lofti. Elías hreppstjóri gekk að dyrun- um. — Ég er kominn hingað í kóngsins og laganna nafni, sagði hann hátt og leit í kringum sig. Fólkið heyrði vel hvað hann sagði. — Mig varðar ekkert um það, sagði Jóhannes. — Hingað er kominn strokumaður, sem þú hefir haft undir þínu þaki undanfarið, hélt Elías áfram og dró skjal upp úr vasa sínum. — Þær sak- ir eru bornar á hann, að hann hafi brotið lög síns lands og ekki höfum við leyfi til þess að hilma yfir með honum. Ég er kominn til þess að taka hann fastan og senda hann til sýslu- mannsins. — Þú tekur hann ekki fastan. Hann er frjáls maður í okkar landi, svaraði Jóhannes. — Veiztu hver hann er?, spurði Elías. — Já, ég veit það. — Hann er Finnlendingur. Hann hefir gert uppreisn móti yfirvöldun- um, hann hefir verið í samsæri gegn keisaranum. — Mig varðar djöfulinn ekkert um það. Ég er líka á móti keisaranum. Fólkið færði sig nær, til þess að missa ekki af neinu í samræðum þeirra. — Þú ert ekki maður til þess að bera ábyrgð á þessum glæpamanni, hélt hreppstjórinn áfram. Jóhannes sló bylmingshögg í dyra- stafinn. — Ég læt aldrei taka hann fastan í mínum húsum. Hvað vill keisarinn skifta sér af mönnum, sem komnir eru í mín hús. Ekki hefir hann samið lög fyrir þetta þorp eða þetta land. Ég 'veit hvað þessi Finnlendingur hefir unnið til saka. Hann hefir barizt móti keisaranum í Rússlandi. Það myndi ég líka gera. Ég er á móti allri kúgun. Jóhannes var hávær. Hreppstjórinn leit í kringum sig.

x

1. maí - Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.