1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 21

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 21
17 1. MAÍ þeirra manna, er ekki hafa ennþá komið auga á þá brýnu nauðsyn sem ber til þess, að alþýðusamtökin verði ekki rofin. Það er vottur þess, að margar samhuga hendur geta á til- tölulega auðv.eldan hátt unnið stór- virki, ef sundrung og flokkadrættir eigi standa í vegi. Félagar um land allt! Á 21. ári Al- þýðusambands íslands er Alþýðuhús Reykavíkur vígt. Á fjölmörgum stöð- um á landinu, í ykkar kaupstað, í ykkar þorpi er tvímælalaust þörf á húsi fyrir starfsemi alþýðusamtak- anna. Sumstaðar eru nokkur drög að slíkum byggingum, en drög þau og allt starf til velfarnaðar alþýðunnar verður því aðeins að veruleika, að fullkomin eining ríki í þeim málum hjá ykkur sjálfum. En sú nauðsynlega eining, sá nauðsynlegi samhugur er því aðeins mögulegur, að sérhver róg- starfsemi sé kveðin niður tafarlaust, hvort sem hún er um fulltrúa þá, er alþýðan hefir sér kjörið, eða um mál- efni þau, er hún beitir sér fyrir. í dag vitum við, að margra tuga ára starf alþýðusamtakanna í sumum löndum er nú fótum troðið, foringj- arnir ýmist í fangelsi eða dauðir, al- þýðuheimilin í rústum, alþýðufélögin bönnuð, alþýðuhúsin heimkynni vopn- aðs nazistaskríls. Það ,er skylda þín og mín, að gæta þess, að svo verði ekki hér, og þess vegna er nauðsynlegt, að eg og þú, alþýðan öll, gjöri sér það ijóst, af hverju það stafar, að svona fór. En ástæðan fyrir því, að höfuðand- stæðingunum tókst að leggja alþýðu- samtökin í rústir var sú, aS alþýðan sjálf var sjálfri sér sundurþykk. Andstæðingar samtakanna rægðu forystumenn þeirra. Menn, sem um áraskeið höfðu staðið í fararbroddi og unnið af mestu trúmennsku fyrir al- þýðuna, voru rægðir leynt og ijóst. Aðrir rægðu svo sjálf samtökin, er byggð höfðu verið með margra ára starfi ötulla og fórnfúsra manna. Al- þýðan vissi ekki, hverju hún átti að trúa. Félög klofnuðu, góðir foringjar féllu út úr starfi vegna rógsins. Fé- lögin stefndu sitt í hverja áttina, að sama marki, að sagt var. Allt komst á ringulreið og endaði með tortímingu alls þess, er alþýðusamtökin höfðu fengið áorkað til hagsbóta fyrir al- þýðuna. Hin margspáða bylting kom, en ekki bylting öreiganna, heldur stór- kapítalistanna, ekki aukin velmegun alþýðunnar, heldur neyð og þrælkun, fangabúðir, misþyrmingar, fangelsi og líflát, og allt þetta fyrir það eitt, að alþýðan lét blekkjast til að svíkja sín eigin samtök. Alþýðumenn og konur um land allt! Við ykkur, sem eruð enn utan alþýðu- samtakanna, vildi eg segja: „Gjör- ið strax skyldu ykkar, gjörist virkir meðlimir þeirra, hjálpið til að byggja á ný“. En við ykkur, sem eruð með- limir alþýðusamtakanna: „Verið vel á verði, takið hart á sérhverri sundr- ungartilraun óvina samtakanna. Mun- ið, að alþýðusamtökin er ykkar líf“. Alþýða um land allt sameinist! Þið hafið miklu að tapa, en meira að vinna! Jón Axel Pétursson. Heimili allra alþýðustétta er í verk- IýSsfélögunum og Alþýðusambandi ís- lands! Utan þess er verkalýðurinn heimil- islaus!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.