1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 32

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 32
1. MAÍ 28 Schirmer staulaðist á fætur, og settist á neðsta þrepið. Hann fann til einhverrar bleytu á höfðinu og bar hendina upp að því. Það var blóð. Þeir hafa tekið mig, Schirmer skip- stjóra, og kastað mér niður stiga. Þetta hefði aldrei getað komið fyrir á keisaratímanum. Og gamli maðurinn hvíldi höfuðið í höndum sér og grét. „Afsakið", var sagt með málrómi, sem hann kannaðist við. Hann J.eit ekki upp, flutti sig bara um set. — Hann fyrirvarð sig. Hafði Petersen þekkt hann? Hann lét a. m. k. ekkert á því bera, en hélt áfram upp stig- ann. Schirmer tók vasaklútinn sinn og þurrkaði framan úr sér. Svo fór hann inn í kaffihús hinum megin við göt- una, fékk sér ölglas og þvoði sér í snyrtiklefanum. „Eruð þér þjóðernissinni?" spurði hann þjóninn. „Ég um það“, svaraði hinn tor- tryggnislega. „Ja, fyrirgefið þér. Hingað koma svo margir Gyðingar og útlendingar. Víst er ég Nazi. En ef ég hefi á mér flokksmerkið, þá gefa Gyðingarnir og útlendingarnir mér ekkert þjórfé. En maður í minni stöðu má illa við því að missa af þjór- fénu, eins og þér skiljið". „Hvers vegna koma hingað svo margir útlendingar og Gyðingar?" spurði Schirmer. „Skiljið þér það ekki? Þeir sjá að við höfum enga hakakrossa í glugg- unum og halda, að þetta sé ekkert Nazakaffihús. Ef þeir vissu að eig- andinn „Iívað er um eigandann?" Þjónninn virti hann fyrir sér tor- tryggnislega. En þegar hann sá, að Schirmer var hvorki Gyðingur eða útlendingur, þá sagði hann íbygginn: „Komið hérna, þá getið þér sjálfur séð“. Hann opnaði hurðina í hálfa gátt. Schirmer sá inn í stóran sal. Á miðju gólfi var geysimikil eldavél, alsett rjúkandi pottum. Þjónar voru á ferð og flugi. Á veggnum gegnt dyrunum hékk stórt spjald með á- letrun: „Þjónar, hlustið vel eftir hvað gest- irnir segja! Ef þér heyrið eitthvað grunsamlegt, þá tilkynnið það strax á næstu stormsveitarstöð. Þriðja rík- ið hvílir á yðar herðum!“ „Herðum, er gott“, sagði þjónninn hlæjandi. „Hefði ekki heldur átt að standa eyrum?“ Schirmer var órótt í skapi. „Heyr- ið þér mér“, sagði hann. „Getið þér ekki sagt mér, hvar ég get fundið einhvern af æðri yfirvöldum þjóð- ernissinna í borginni“. „Æðri“. Þjónninn hugsaði sig um. „Yirstjórnin hefir bækistöð sína í brúna húsinu í Moorweidengötu. Mín- ir yfirboðarar hafa skrifstofu í „Stóra Bleichen“. Schirmer lagði eitt mark í lófa hans og fór. „Þetta getur ekki verið svona“, hugsaði hann. „Auðvitað eru alltaf innan um einstöku angurgapar í svona mannmargri hreyfingu. Það eru þessar undantekningar, sem ég hefi rekist á. Leiðandi mennirnir eru vitanlega allt öðruvísi. Nú fer ég til „Stóra Bleichen“. Hann gekk niður eina af aðalgöt- unum. Allsstaðar sá hann Nazista í einkennisbúningi, blaðasala, haka- krossfána. „Ég skal svei mér lesa það,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.