1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 22

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 22
1. MAÍ 18 Alþýðuhreyfingin og menntamennirnir. Um öll lönd hefir alþýðuhreyfing- unni bætzt stuðningur úr hópi mennta manna. Þetta er næsta eðlilegt. Þeir, sem hafa aðstöðu til þess að afla sér menntunar, og um leið geta losað sig við marga hleypidóma og úrelt sjón- armið, hljóta að fá augun opin fyrir rangsleitni þess þjóðfélags, þar sem tiltölulega fáir menn, með umráðum yfir fjármagni, halda fjöldanum í viðj.um skorts og allsleysis, þar sem hóflaus eyðsla og allsnægtir annars- vegar og skortur brýnustu nauðsynja hinsvegar draga þrótt og þrek úr mönnum, þar sem forréttindi fárra manna er fjötur um fót alls almenn- ings. Þeir menn, sem sérstaklega á ungum aldri, eiga þess kost við góðar menntastofnanir, að fá fulla vitneskju um ástand þjóðfélagsins, þróun þess og ummyndun og þau öfl, er á- standið skapa, geta vart hjá því kom- izt, að sjá og skilja, að það er þörf gagngerðra breytinga á þjóðfélags- háttunum, og að alþýðan á vissulega fulla heimtingu á því, að hlutur henn- ar í þjóðfélagsmálefnum sé réttur. •— En þegar að menntunin hefir fært mönnum heim sanninn um þessar staðreyndir, hljóta allir þeir, sem unna réttlætinu, að athuga, hvert stefna skuli til þess að ráða bót á meinsemdunum. Og þá verður það jafnaðarstefnan, sem ber uppi al- þýðuhreyfinguna í öllum löndum, er bendir slíkum mönnum á leiðina. Það er haft eftir einum úr hópi þeirra fyrstu manna íslenzkra, er lagði stund á hagfræðinám, að það væri ekki unnt að iðka þá fræðigrein án þess að verða jafnaðarmaður. 1 þessum opinskáu ummælum felast djúp sannindi. Þeir, sem leggja stund á að kynnast nákvæmlega og með fullkominni fræðslu, reglum og lög- málum athafna- og fjármálalífsins, komast ekki fram hjá þeim sannind- um, að jafnaðarstefnan bendir með skýrum og ótvíræðum rökum á úr- lausnir vandamálanna í félagsmál- efnum mannanna. Engir ættu að hafa betri aðstöðu til þess en þeir, sem eru sannir menntamenn, að skilja sannindi jafn- aðarstefnunnar og nauðsyn sterkrar og vaxandi alþýðuhreyfingar. Og því verður ekki neitað, að íslenzka al- þýðuhreyfingin hafi, einkum á síðari árum, fengið stuðning margra mennta manna, þó enn skorti mikið á, að sá stuðningur sé nógu almennur. En í fylkingu alþýðuhreyfingarinnar, eiga menntamennirnir heima, undir rauða fánanum eiga þeir að sigrast á órétt- lætnu. St. J. St. Framhald af 7. síðu. eins og spillingin sé orðin svo mikil, sérstaklega hjá karlmönnunum. Helzt ,eru það þó konurnar, sem taka ein- hverjum sönsum þegar við erum að reyna að gleðja þær, veslingana, en það er eins og maður viti aldrei hvað það stendur lengi nú orðið með öllum þessum krítikisma á beztu fram- kvæmdum þjóðarinnar". Og Guðrún Sjonson stjankaði mæðulega um leið og hún gekk út úr stofunni, en Björg- ólfur Sveinsson útgerðarmaður hvarf á bak við reykský úr krónu-vindli — sexhundruðþúsund fimmtíu og ein króna. a X b.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.