Valsblaðið - 11.05.1961, Side 3
Séra Fri'Srik FriíSriksson
Ú ertu liorfinn, leiðtoginn mikli, sem œtío
varst okkur allt í senn, faðir, vinur og bróðir.
Við munum þig, því þú ert ekki einn af þeim,
sem gleymast. Við munum þig við vallargerð suður
á Melum stgra lágum sveinum með hjólbörur, skjól-
ur og sköfur. Við munum þig með flautu í hendi
œfa litla drengi í að fara vel með knött. Eitt af
aðalsmerkjum þínum var, að þú skildir alla og allt
öðrum betur, einnig knattspyrnuna. Þú sást í henni
mikið uppeldismeðal, tœkni til aukins þroska og
göfgi, tœkni til þjálfunar í sjálfsaga og í því að
vinna saman að settu marki og taka um leið fullt
tillit til náungans, mótlierjans sem samherjans.
Þú þreyttist ekki á að brýna fyrir ungum sveinum
að sýna góðan og göfugan leik, að vinna sigur á
sjálfum sér.
Þú skrifaði.r fyrir okkur og gafst Keppinauta,
heillandi skáldsögu um knattspyrnu. Þú leiddir
okkur og kynntir með öðrum þjóðum, fyrsta ís-
lenzka knattspyrnuflokkinn, sem keppti, á megin-
landi Evrópu.
Vizka þín og einstakur persónuleiki, glaðlyndi
þitt og mildi, fórnfýsi þín og umburðarlyndi laðaði
okkur að þér. Þú frœddir okkur um stjörnur him-
insins, undur náttúru, skemmtileg dýr og fagrar
bókmenntir, og þú kynntir og skýrðir fyrir okkur
sígilda tónlist á svo lifandi liátt, að litlir drengir
hlutu að lirífast. Þú glœddir með okkur, meira en
nokkur annar, ást til föðurlandsins og fánans og
hvattir til dáða, en kenndir okkur jafnframt að
bera virðingu fyrir fánum annarra þjóða.
Þú varst okkur prédikarinn góði, sem boðaðir
trúna af hrífandi fögnuði, ekki aöeins iir stólnum,
lieldur með öllu lífi þínu, sem var ein fögur pré-
dikun, sú álirifaríkasta, sem v:,ð þekkjum. Öll álirif
frá þér voru sem korn sáðmannsins, og þótt jarð-
vegurinn hafi verið grýttari en skyldi, munu fáir
hafa kynnst þér svo að það hafi ekki sett einhver
spor liið innra með þeim.
Við þökkum þér, Friðrik hinn góði, mikilmennið
Ijú fa, og við þökkum Honum, sem sendi okkur þig.
J. S.