Valsblaðið - 11.05.1961, Side 6
4
VALSBLAÐIÐ
Loítur Guðmundsson
fyrsti formaður.
Hallur Þorleifsson,
fyrsti gjaldkeri.
Jóhannes Sigurðsson,
fyrsti ritari.
v____________________________________j
...og hér Iieíur sögu Vals
Það byrjaði bak við hús KFUM.
Um fyrstu fimm ár Vals er ekkert skráð, að því er bezt verður vitað,
engar fundargerðabækur, eða aðalfundabækur eru til. Þeir stofnendur
félagsins, sem á lífi eru, og einn þeirra, Jóhannes Signrðsson, var fvrsti
ritari Vals, telja að engar bækur hafi verið skráðar, um það sem gei'ð-
ist í félaginu á þeim árum. Hér verður því stuðst við frásögn stofnend-
anna, um þessi fyrstu fimm ár, en við þá hefur verið rætt nú nýlega.
Árið 1908 í nóvember, var stofnuð innan KFUM sérsíök unglinga-
deild, urðu margir ungir drengir til þess að gerast félagar. Yfirumsjón
með deild þessari hafði síra Friðrik Friðriksson, og var hinn örfandi
og hvetjandi leiðtogi. Verkefnin skorti ekki, og drengirnir hrifust með
hugmyndum og fjöri leiðtoga síns. Þarna var stofnuð hin kunna Vær-
ingjasveit, sem af stóð mikill ljómi. Hljómsveit var stofnuð með fjölda
hljóðfæraleikara. Ennfremur var þar stofnað taflfélagið Týr. Kjarni
Karlakórs KFUM mun hafa verið úr drengjahópnum í unglingadeildinni.
Valur varð líkagrein á þessum stofni, en áður en það varð, höfðu margar
rúður í húsi KFUM brotnað!
Knattspyrnualdan, sem skall yfir bæinn og hreif með sér unga drengi
um þessar mundir, fór ekki framhjá drengjunum í unglingadeildinni
í KFUM.
KR var stofnað 1899 og hafði áhrifasvæði sitt í Vesturbænum og
tvö önnur félög höfðu hlotið virðuleg nöfn, Fram og Víkingur, auk
smáfélaga hingað og þangað, sem voru meira dægurfyrirbæri, eða
lifðu og dóu með knettinum, sem keyptur var.
Og auðvitað lögðu drengirnir í unglingadeildinni í „púkk“ og keyptu
sér knött og það leyndi sér ekki, að hann hafði sömu áhrif á þá og
aðra, sem höfðu komizt í snertingu við þetta undraleikfang. í fyrstu
var aðalathafnasvæðið í portinu bak við hús KFUM við Amtmanns-
stíg. Heldur var þar þröngt um þessa fjörmiklu drengi, kom það ekki
sízt niður á gluggum hússins, minnast stofnendurnir þess með glettnis-
brosi, að oft hafi farið langur tími í að skjóta saman í rúðu, og svo
að koma henni í aftur.
Það kom einnig fyrir, að íbúar hússins sluppu ekki við óvæntar
heimsóknir, því saga er til um það að knöttur kom eitt sinn fljúgandi
inn um gluggann og inn á matborð, þar sem setið var að snæðingi og
auðvitað rigndi glerbrotum yfir mat og menn!
Eins og gefur að skilja var þarna ekki um að ræða knattspyrnu
þar sem leikið var á tvö mörk, til þess var svæðið of lítið, heldur var
þetta óskipulegur leikur, þar sem sá var beztur, sem leikið gat mest
á hina! I þessu var Loftur Guðmundsson, síðar konunglegur ljósmynd-
ari, mestur snillingur. Þetta var drengjunum mikil skemmtun.
Knötturinn undan skrifborði Jóns Sigurðssonar.
Guðbjörn Guðmundsson prentari, einn af stofnendum Vals, segir
eftirfarandi sögu um fyrsta knöttinn sem Valur eignaðist, en um þær
mundir var Guðbjörn við prentnám í ísafoldarprentsmiðju. Þá vann
Ólafur Rósenkranz fimleikakennari á skrifstofu prentsmiðjunnar jafn-
framt því að vera fimleikakennari í Menntaskólanum. Eitt sinn bar