Valsblaðið - 11.05.1961, Side 15
VALSBLAÐIÐ
13
sín í KFUM, og fluttu hann þar erindi um leikinn og lagði hann
mikla áherzlu á drenglyndi og samleik.
Júlíus Hafstein síðar sýslumaður á Húsavík mun hafa verið fyrsti
þjálfari félagsins, og virðist hann hafa, fyrir beiðni séra Friðriks,
en þeir voru góðir vinir, annast tilsögn vorið sem félagið er stofnað.
líinnig kom hann á fundi í KFUM og flutti erindi um knattspyrnu,
sem voru hin fróðlegustu.
Júlíus Ilafstein hafði kynnst knattspvrnunni í Kaupmannahöfn,
leikið með Akademisk Boldklub, þekkti enska knattspyrnu og megin-
landsknattspyrnu og muninn á þeim leikstíl. Hann var og kunnugur
knattspyrnunni á Norðurlöndum.
Lýsti hann tækni leiksins, og lagði áherzlu á góðar staðsetningar og
samleik, og knattmeðferð. Hann lagði líka áherzlu á að menn reyndu
að þjálfa líkama sinn með ýmsum æfingum, það væri góður undirbún-
ingur og minni hætta á meiðslum. Hann ræddi það einnig að flokkur-
inn ætti að æfa með það fyrir augum að fara í keppnisför til Noregs,
þar væru knattspyrnumenn ekki sérlega sterkir. Mun þetta fyrsta
hugmyndin um að senda knattspyrnumenn utan til keppni. Þess má
til gamans geta að á 30 ára afmæli Vals kom skeyti frá Húsavík, með
árnaðaróskum og undirritað af: „Fyrsta þjálfara Vals“. Júlíus lét
síðar syni sína o. fl. stofna Völsung á Húsavík, og þykir nafnið benda
til áhrifa frá Val og kynni Júlíusar af félaginu. —
Jafnframt þessu reyndu drengirnir að leita sér þekkingar á leikn-
um hvar sem þeir gátu.
Eftir æfingar var oft haldið upp í KFUM, fyrstu árin á meðan séra
Friðrik var heima og voru þá rædd félagsmálin og var samheldni
mikil. Sérstaklega minntust stofnendurnir fundanna með séra Frið-
rik sumarið 1911, þegar hann var að yrkja kvæðið: Sumarlíf í KFUM.
Er það í 10 köflum og í hverjum kafla 10 erindi. Las hann þá ýmist
allan kaflann, eða helming af þeim, eftir því sem andinn hafði inn-
blásið honum. Efni kvæðisins hreif mjög drengina, og var þeim hvatn-
ing til dáða.
Kvæði þetta er hið merkilegasta og fegursta, og ekki að undra þótt
það hrifi hina ungu sveina:
Fyrsta erindið í fyrsta kafla hljóðar svo:
Kveða skal urn fremd, svo felist
félags-sögn í bragargögnum.
Ungir sveinar margt svo muna
inegi, er kættar sálir bætti.
Ljóði.n ciga, ef þau duga
yngissveinum veg að heina,
svo með orku’ í orði og verki
iðki dyggð og bræðra-tryggðir.
Fremsti stafur ljóðlínanna myndar orðin KFUM LÝSI.
Fyrsti kappleikurinn 1914.
Liðin voru rösklega þrjú ár og enn er félagið ekki farið að keppa
við hin ,,stærri“ félög. Þó ganga æfingar mjög vel, margir æfa og
leika sér og félagslífið er með miklum blóma. Þáverandi gjaldkeri,
Hallur Þorleifsson, segir þó að þá hafi ríkt eins og nú, erfiðleikar
um fjáröflun og stundum gengið illa að safna fyrir knetti. Tekjustofn-
ar voru engir, nema árgjöld félaganna, sem voru lág. Engir leikir til
tekjuöflunar.
Þess vegna voru góð ráð dýr að fá fé og þess vegna hafði komið
Gísli Halldórsson,
form. í. B. R.
Mér er tjúft að senda ICnattspyrnu-
félaginu Val beztu kveðjur og árnað-
aróskir í tilefni 50 ára afmælis félags-
ins.
Langt er nú síðan Valur varð eitt af
forystufélögum bæjarins í þeirri íþrótt,
sem félagið var stofnað um, knatt-
spyrnunni, en síðan hefur félagið hasl-
að sér völl á öðrum sviðum íþróttanna,
í skíðaþróttinni og handknattleiknum.
Þetta hefur verið gert með miklu og
fórnfúsu starfi allt frá stofnun félags-
ins, svo sem glöggt má sjá á því að
stofnendur hófust strax handa um að
skapa félagi sínu betri aðstöðu til
knattspyrnuiðkunar en tíðkaðist, með
því að byggja sinn eigin knattspyrnu-
völl.
Með slíku framtaki efldist félagslífið
strax í upphafi, en það hefur einmitt
verið eitt af markmiðum Vals að hafa
grózkumikið félagslegt starf samhliða
þróttmiklu íþróttalífi. Marga stóra
sigra hefur félagið unnið á íþróttavöll-
unum og má telja þann merkastan, er
Valur bar sigur úr býtum í fyrsta sinn
í Knattspyrnumóti íslands árið 1930.
En Valsmenn hafa ávalt verið sannir
íþróttamenn, sem ekki hafa miklast af
sigrum sinum, heldur litið á þá sem á-
fanga að markinu: að efla gildi iþrótt-
anna og glæða áhuga fjöldans á þeim.
Á þennan hátt hafa þeir verið mörgum
öðrum til fyrirmyndar og bent upp-
vaxandi æsku á hinn sanna íþróttaanda.
Starf íþróttafélaganna er ábyrgðar-
starf í þjóðfélaginu. Á íþróttavellinpm