Valsblaðið - 11.05.1961, Page 16

Valsblaðið - 11.05.1961, Page 16
14 VALSBLAÐIÐ Jmótast æskumaðuriTin og þar lærir hann drengskap. Friðþjófur Nansen sagði eitt sinn: „Það er æskunnar að skapa framtíðina og gera heiminn betri en hann er.“ Þetta mun ávalt vera hlutverk æskumanna og kvenna, í fimmtíu ár hefur Valur búið sína fé- lagsmenn undir þetta hlutverk með þróttmiklu æskulýðsstarfi. Valsmenn hafa ávallt verið samhent- ir til stórra átaka og allt frá stofnun félagsins hafa þeir unnið að byggingar- framkvæmdum til þess að tryggja ört vaxandi starfsemi félagsins nægilegt svigrúm. Síðustu árin hafa verið byggð- ir vellir og reistar byggingar af miklum dugnaði að Hlíðarenda, en þar eru nú fullgerðir malar- og grasvellir, félags- heimili og eitt stærsta iþróttahús lands- ins. Þær framkvæmdir munu lengi standa sem óbrotgjarn minnisvarði um það mikla starf, sem forystumenn fé- lagsins hafa innt af hendi á undanförn- um árum í þágu æskunnar í bænum. Knattspyrnufélagið Valur er eitt af stofnfélögum í. B. R. Allt frá upphafi hefur félagið styrkt þessi heildarsam- tök íþróttamanna bæjarins eftir mætti og m. a. hafa hinir ágætu fulltrúar fé- lagsins ávallt átt sæti í framkvæmda- stjórn bandalagsins. Fyrir þann stuðn- ing ber að þakka og vona ég að Valur muni ávallt vera einn af styrkum hiekkj- um bandalagsins í framtíðinni. Megi heill og hamingja fylgja fé- laginu um ókomin ár. Gísli Halldórsson, form. í. B. R. □ Þegar litið er yfir hálfrar aldar æfi- skeið Knattspyrnufélagsins Vals, má vissulega sjá margan góðan sigur fé- lagsins í drengilegri knattspyrnukeppni. Að sjálfsögðu hafa hjá Val, eins og öðrum félögum, myndast tímabil deyfð- ar og örðugleika, þar sem afrekaskrá félagsins hefur verið með minni glæsi- brag en í annan tíma. En á framlagi félagsins til íþróttamála Reykjavíkur og þá landsins alls, hefur aldrei verið neitt lát í þessi 50 ár. Valur hefir beitt sér fyrir uppeldi æskufólks höfuðstaðarins og íþrótta- þjálfun þess. Félagið hefur af ótrúlegri fram sú hugmynd að leika kappleik við Fram til fjáröflunar. Voru Framarar vinsamlegir og tóku þessari málaleitan vel, segir Hallur. En félagið var bundið af ákvörðun um að leika ekki við lið utan KFUM, og nú var séra Friðrik ekki í landinu til þess að veita leyfi, en án leyfis er ekki unnt að leika við Fram. Fóru þá þrír ábyrgir félagar til síra Bjarna Jónssonar og tjáðu honum vandræði sín og þær hug- myndir, sem þeir hefðu til fjáröflunar. Tók séra Bjami .þeim vel og málaleitan þeirra. Gaf hann þeim síðan leyfi til leiksins, og kvaðst mundu svara ífyrir það við séra Friðrik, ef til þess kæmi. Vafalaust hefur þessi samstillti hópur talið að þeir gætu sýnt sæmi- lega knattspyrnu og undir niðri viljað reyna sig við Fram, sem þá var talið sterkasta knattspyrnuliðið. þó var ekki keppt um íslands- meistara titilinn 1913 og 1914, en Fram var eina liðið, sem gaf sig fram til keppni í íslandsmóti þau ár, og virðist sem íslandsmeistar- arnir frá 1912 hafi ekki kært sig um að lenda í þeim, þó ekki sé með vissu vitað um ástæður. Leikur þessi fór síðan fram samkvæmt áætlun, og var þetta fyrsta kapplið Vals þannig skipað, að því er stofnendur telja: Ástráður Jónsson, Árni B. Björnsson (látinn), Filippus Guðmundsson, Guðbjörn Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Þorbergur Erlendsson, Hallur Þorleifsson, Sveinn Þorkelsson (látinn), Loftur Guðmundsson (látinn), Stefán Ólafsson (látinn), Jón Guðmundsson (látinn). Leik þessum lauk með því að Fram vann með aðeins eins marks mun eða 3:2. Bendir þetta til að kapplið Vals hafi verið komið lengra en búast hefði mátt við eftir aldri þeirra og leikreynslu, sem var engin nema æfingarnar. Þess má líka geta að Fram varð íslandsmeistari árið eftir, sem hefur staðfest þá skoðun að Fram hafi verið sterkasta liðið á þessum árum. Leika sem „gestir“ í íslandsmótinu 1915. þó ekki sé um það getið í bókum félagsins, að Valur hafi tekið þátt í íslandsmótinu 1915, þá virðist sem þeir hafi verið meðal keppenda þar. I gömlum skýrslum frá því móti er þess getið að Valur hafi verið með og fengið 0 stig. Leikurinn við Fram árið áður hefur að öllum líkindum orðið til þess að stappa stálinu í Valsmennina, að spreyta sig á stærri verkefnum. Félagið var ekki í íþróttasambandinu og hefur því orðið að fá leyfi til þátttöku þar, sem „gestur“. Eftir úrslitum í leikjum Vals í þessu fyrsta íslandsmóti, sem félagið tekur þátt í, virðist sem ekki hafi geng- ið eins vel og í leiknum við Fram árið áður. Leikimir fóru þannig að Valur tapaði þeim báðum fyrir KR og Fram. Yngri Valur. Á aðalfundinum í apríl 1916, er kjörinn formaður, Jón Guðmundsson, sem verið hafði ritari árin á undan með mikilli prýði en inn í stjóm- ina kemur Guðbjörn Guðmundsson, sem tekur við ritarastörfum og reynist sérlega góður í því embætti. Stefán ólafsson er gjaldkeri áfram. Á þessum fundi er mikið rætt um að stofna deild fyrir yngri félaga í Val. Upplýstist að á aðalfundinum árið áður hefði verið skipuð nefnd til þess að athuga það mál, og það talið æskilegt að nefnd sú „gæti gefið skýrslu á gerðum sínum, því að jafn áríðandi málefni mætti ekki lognast útaf í deyfð og áhugaleysi.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.