Valsblaðið - 11.05.1961, Síða 17
VALSBLAÐIÐ
15
Guðbjörn Guðmundsson gaf skýrslu og taldi ekkert því til fyrir-
stöðu að stofna Yngri deild í Val, og vissi nefndin af mörgum, sem
vildu þegar ganga í „Yngri Val“, og var kosin nefnd í málið, en í henni
voru Jóhannes Sigurðsson, Páll Sigurðsson og Hallur Þorleifsson. Enn-
fremur var ákveðið að leita samstarfs við Væringja, sem var deild í
KFTJM og því eðlilegt að drengir þaðan gengju í Val. Vann nefndin
ötullega að málinu og í ágúst var deildin, „Yngri Valur“ stofnuð með
13 ungum drengjum úr KFUM, eins og það er orðað. „Hafði hún 2
æfingar í viku með góðum árangri og virtist hún geta orðið góð upp-
eldisstofnun fyrir unga drengi í knattsparki, og mundi gefa Val
góðar rentur af því sem hann leggur henni til framfæns."
Er ekki ósennilegt að þetta skref, sem tekið var með að stofna
„Yngri Val“ á þessu augnabliki, hafi bjargað því að félagið lognaðist
ekki útaf um 1920, en þá átti félagið í miklum erfiðleikum þar sem
þeir eldri nær allir voru horfnir sem keppendur. Það var því mikið
heillaspor sem stigið var, og sannar áþreifanlega að aldrei má gleyma
því að maður verður að koma manns í stað, ef framtíðin á að vera
trygg. Þetta skynjuðu þessir ágætu brautryðjendur og höguðu sér
samkvæmt því.
Valur gengur í Iþróttasambandið.
Það má telja nokkurnvegin víst að leikurinn við Fram 1914, og þátt-
takan í íslandsmótinu sem „gestir“ 1915 hafi haft sín áhrif á það, að
þessum ungu mönnum hafi þótt heldur þröngt um sig, að geta ekki,
þegar tækifæri var, tekið þátt í mótum, sem efnt var til í Reykjavík.
Frammistaða þeirra í leikjum gaf þeim líka vonir um að þeir gætu
staðið sig forsvaranlega í leikjum og mótum.
Á aðalfundinum 1916 ræðir Jón Guðmundsson það hvort ekki sé rétt
að ganga í samtök íþróttamanna, og gerir fyrirspurn til fundarins
um það hvort vilji sé fyrir hendi að ganga í íþróttasamband íslands,
og hvort fundurinn vilji gefa stjórninni heimild til, að leita inngöngu
í það og íþróttasamband Reykjavíkur. Var þetta borið undir atkvæði
og var það samþykkt.
Eitt af fyrstu verkum stjórnarinnar var að fara á fund séra Bjarna
Jónssonar, sem þá var framkvæmdastjóri KFUM (í fjarveru séra Frið-
riks Friðrikssonar) „til þess að ráðgast við hann um ýmsar fram-
kvæmdir viðvíkjandi flokknum. Taldi hann sig ekki sjá neitt við það
að athuga, þó félagið gengi í ÍSÍ, þar sem kvaðir væru litlar eða engar,
en dálítil hlunnindi ,en réði oss hinsvegar frá því, ef hægt væri, að
ganga í íþróttasamband Reykjavíkur, þar sem það gæti orðið félaginu
fjárhagslega erfitt vegna íþróttavallarins. Einnig leyfði hann að fé-
lagið mætti taka þátt í kappleikjum þeim, sem vér æsktum á komandi
sumri.“ Þannig voru úr gildi numin hin munnlegu ákvæði, að Valur
skyldi ekki leika við félög utan KFUM eins og séra F'riðrik hafði
hugsað sér. Var þetta ekki óeðlilegt skref hjá ungum mönnum, sem
svo mjög óskuðu að reyna krafta sína og getu við önnur félög bæjar-
ins.
Það mun líka hafa farið svo að hugmyndin um leiki við Hvat, hefur
ekki orðið eins raunveruleg og séra Friðrik hafði gert ráð fyrir, og
vonað, hvernig sem á því hefur staðið.
Þetta sumar leikur Valur fyrsta leik sinn á hátíðisdegi kvenna 19.
júní og þá við KR. Leikar fóru þannig að jafntefli varð 2:2.
Aðeins 5 dögum síðar tekur Valur þátt í íslandsmótinu, sem fullgildur
aðili og er fyrsti leikurinn við Fram, og tapaði honum með aðeins eins
Jón GuSjónsson.
formaíSur K.R.R.
þrautseigju og við hin erfiðustu skilyrði
lagt út í byggingarframkvæmdir vand-
aðra íþróttamannvirkja og leitt þau til
farsælla lykta.
Þá verður varla komizt hjá því, á
þessum miklu tímamótum félagsins, að
minnast á þátttöku þess í uppbyggingu
og skipulagningu knattspyrnumálanna.
Á níunda aldursári sínu beitti Valur sér,
ásamt þrem bræðrafélögum sínum hér
í bæ, fyrir stofnun Knattspyrnuráðs
Reykjavíkur, og hefur æ síðan verið
ein af styrkustu máttarstoðum þessara
samtaka. Fyrir allt þetta þrotlausa
starf vill stjórn K. R. R. þakka Val.
Hún sendir hugheilar kveðjur öllum
fulltrúum félagsins í ráðinu, lifandi og
látnum, og ekki sízt formanni félagsins
Sveini Zoega, sem annast hefur for-
mennsku fyrir ráðið lengur en nokkur
annai-.
Stjórn K. R. R. sendir félaginu og
forystumönnum þess hamingjuóskir í
tilefni afmælisins og biður félaginu
heilla í framtíðinni.
F. h. Knattspyrnuráðs Reykjavíkur.
Jón GuSjónsson.
□
Skíðaráð Reykjavíkur sendir skíða-
deild Vals beztu kveðjur á þessum
merku tímamótum.
Fulltrúar Vals í skíðaráði Reykjavík-
ur hafa verið frá fyrstu tið stoð og
stytta í ráðinu og nú síðustu árin hefur
fulltrúi Vals, Ingi Eyvinds, séð um fjár-
mál skíðaráðsins, sem er eitt hið vanda-
samasta verkið innan ráðsins.
Ingi Eyvinds hefur með sínum mikla