Valsblaðið - 11.05.1961, Page 61
VALSBLAÐIÐ
59
ferðinni féllst Valur á það að leika við KR til ágóða fyrir för úrvals-
ins til Þýzkalands, gegn vilyrði um að úrvalið léki við Norðurlandafara
Vals á eftir og til ágóða fyrir ferð Vals.
Var ekki laust við að nokkrar viðsjár væru meðal manna og nokkur
alvara í málum, því hver vildi halda sínu og sínum knattspyrnulega
heiðri.
Þessi mikið umræddi leikur, KR og Vals, fór svo fram 29. sept.
og þótti báðum mikið í mun að vinna. Leikar fóru þannig að Valur vann
2:1 eftir vægast sagt mjög ,,spennandi“ leik. Var leikurinn fjörugur og
léku Valsmenn vel í fyrri hálfleik sérstaklega. Gísli Kærnested skor-
aði bæði mörk Vals.
Næsta sunnudag átti svo leikur Vals og úrvalsins að fara fram, en
þegar til kom neituðu þeir, sem áttu að leika í úrvalinu að keppa við Val.
VallarmáliS' leysist og 4. flokkur verður til.
Allt frá því að Valur missti völl sinn undir Melavöllinn var það
draumur forráðamanna Vals að fá nýtt svæði til að hafa æfingar á
og það útaf fyrir sig. Á þessu sumri rættist úr með þetta, þannig, að
Valur fékk útmælt svæði suður við öskjuhlíð, við býlið Haukaland. Var
það allgott vallarstæði, en stórgrýtt og þurfti mikið við það að gera
svo að það yrði nothæft til æfinga. Fyrstu handtökin við völlinn voru
unnin sunnudaginn 22. september, og komu um 30 manns með haka,
skóflur og járnkarla. Haldið var svo áfram næsta vor. En hann var
ekki stór flöturinn, sem ruddur hafði verið, þegar farið var að nota
svæðið til æfinga, en hann stækkaði smátt og smátt, því unnið var á
hverjum sunnudegi og stundum á kvöldin og oft tóku drengirnir sig
til og unnu að því að ryðja, áður en sjálf æfingin byrjaði.
Þessi litli og ófullkomni völlur opnaði nú möguleikana fyrir því,
að gera meira fyrir yngstu drengina og var nú hafizt handa um það,
Stórgrýtið boriíS burt. — Frá v.: SigurSur !Ólafsson og Grímar Jónsson meS
grjót á börum, Frímann meS stein í fangi og Björgúlfur Baldursson og Magnús
Bergsteinsson metS stein á börum.
af er sama blikið í augum þeirra, þeg-
ar knattspynan er fyrir þeim. Aðdáun
og hrifning! Smátt og smátt hafa þeir
komizt í kynni við knattspyrnuna. Nú
eru það ekki lengur óskir og vonir að-
eins, að fá að vera með. Þeir þurfa
ekki lengur að „þykjast" vera þessi eða
hinn. Þeir eru aðeins þeir sjálfir. I
búningi síns félags, fulltrúar þess,
hetjur þess og merkisberar. Draumur-
inn er að rætast, draumur allra ungra
drengja, sem knattspyrnan hefur með
töfravaldi sínu seitt að sér. IV. flokkur,
III. flokkur, II. flokkur, allt eru þetta
áfangar á langri leið. Hver áfangi hefur
gefið aukna reynslu, meiri þroska, nán-
ari vináttu. Allt þetta hefur treyst og
bundið meir og þéttar saman þá sjálfa
og knattspyrnuna.
Loks hefur takmarkinu verið náð.
Þeir eru orðnir þátttakendur í meistara-
liði félagsins. Þeir iðka íþrótt sína með
kostgæfni. Þeir sigra. Þeir tapa með
sæmd. Þeir feta í fótspor forfeðranna,
halda í víkingaferðir til fjarlægra
landa. Heyja þar orustur af karl-
mennsku og vígfúsir. Koma heim aftur
lærðari í íþrótt sinni, fróðari um hag
samherjanna úti þar, um lönd og þeirra
fólk. Vinfleiri og bjartsýnni á knatt-
spyrnuna sem íþrótt, og þann þroska,
sem hún hafði veitt þeim persónulega.
Félagsstörfin, leikirnir og ferðalögin
geymast í hugum þeirra. Það verða
fjölmörg, ógleymanleg ævintýri, sem
fá nýjan og skírari tilgang þegar lengra
líður frá.
Þessi tími nemur heldur ekki staðar.
Hann líður eins og fagur draumur. Þeir
haf borið merki félags síns sér til gleði
og persónulegs þroska, alla þessa á-
fanga. Nýir menn hafa leitað eftir í
sama tilgangi með sömu hugsunum.
Þetta skeið er lika á enda runnið.
Þeir sitja saman meðal áhorfenda. Þeir
láta engan leik fram hjá sér fara. Hver
nýr leikmaður verður kunningi þeirra,
þó þeir hafi aldrei talast við. Hver
leikur verður þeim umræðuefni í vina-
hópnum við daglegu störfin. Leikirnir
halda áfram að vera hluti af þeim sjálf-
um. Skapbrigði æskunnar eru svo að
segja horfin. Þeir dáðst að því, sem
vel er gert, hver sem það gerir. Hin