Valsblaðið - 11.05.1961, Síða 63
VALSBLAÐIÐ
61
Völlur vígður.
Snemma á árinu setti stjórnin sér það takmark, að hafa lokið við
að ryðja fullkomna vallarstærð á hinu nýja svæði, sem byrjað hafði
verið á árið áður. Þótti mikið við liggja að þetta tækist. Á almennum
fundi kom fram tillaga um það að hver starfandi félagsmaður legði
fram 5 krónur á mánui, er skyldi svo nota til þess að greiða atvinnu-
lausum mönnum innan kappliðs Vals, er störfuðu að vallargerðinni og
félagssjóður legði jafnháa upphæð á móti. Var tillaga þessi samþykkt
í einu hljóði. Kom tillaga þessi síðan til framkvæmda, en ekki liggur
fyrir hve mikið fé fór í þetta eða hve margir nutu þessarar „atvinnu-
bótavinnu“.
Mikill áhugi var meðal félagsmanna, að láta áætlunina standast. Munu
um 80 dagsverk hafa verið unnin á þessu vori. Það stóðst líka á endum,
að hægt var að vígja völlinn og leika á honum vígsluleik.
Um vígslu vallarins segir m. a. í ársskýrslu um þenna atburð: —
„Hátíðin byrjaði með því að kl. 2 sunnudaginn 10. maí, söfnuðust Vals-
menn, ungir sem gamlir, við hús KFUM, og voru þar samankomnir um
150 Valsmenn, sem röðuðu sér síðan í raðir 2 og 2 saman. Var svo lagt
af stað í skrúðgöngu, með Valsfána í broddi fylkingar, suður að hinum
nýja Valsvelli. Var farið inn Laugaveg og síðan upp Barónsstíg, sem
leið liggur suður að Valsvelli.
Skrúðganga þessi vakti töluverða athygli í bænum, því fólk gat
varla áttað sig á því hvað um væri að vera. Höfðu sumir gamansamir
náungar orð á því, að þetta hlyti að vera „Iijálpræðisherinn“ á einum
af sínum venjulegu göngum, en slíkt og því líkt létu Valsmenn sér
í léttu rúmi liggja.
Þegar suður á völl kom talaði fyrstur formaður félagsins Frímann
Helgason nokkur orð, en gaf síðan Magnúsi Runólfssyni orðið, er var
3. flokkur Vals, sem vígíSi völlinn viíS Haukaland. ---------- Ragnar Krist jánsson,
Gissur GuÖmundsson, Gísli Ingibergsson, Páll GuÖnason, J6n Jónsson, Gústaf
Ófeigsson, Sigfús Halldórsson, Óskar Hjalldórisson, Björn Ólafsson, Snorri
Jónsson, Agnar oturluson.
Cjrúnar
onóáon:
Æskan er viökvæm
Það er siður, þegar merkileg tíma-
mót eru hjá félögum, atvinnufyrirtækj-
um eða einstaklingum, og einnig þegar
merkir menn deyja, að allir hlaða lofi
á þá eða þau, sem mest má verða, svo
að menn jafnvel stundum klýjar við,
eða verða feimnir, vegna þess, hve þeir
Grímar Jónsson
leiðbeinandinn, maðurinn sem stóð að
fundunum kunnu í Vanná. Falslaus
ráðgjafi. Áhugamaðurinn um öll Vals-
mál, í meir en 30 ár. Keppandinn snjalli,
stjórnarmað ur, unglingaleiðtoginn
sanni.
finna vel, að mest af þessu er meining-
arlaust hjal.
En hvað Val við kemur, veit ég, að
margir geta lofað hann af heilum hug
fyrir ýmislegt, sem vel hefir verið gert,
og er það ærið margt, á þessum 30 ár-
um, sem liðin eru af ævi hans.
En þótt margt hafi verið vel gert,
er þó ýmislegt, sem betur hefði mátt
gera. Þess vegna finnst mér ekkert ó-
viðeigandi, að hafa það eins og ónefnd-
ur prestur, þegar hann var að jarða
kunningja sinn. Taldi hann þá upp
marga af hans mest áberandi göllum,
og bað síðan fyrir þeim. Eins eigum við
að gera; leggjast allir á eitt, að bæta
það í fari félagsins, sem miður hefir
farið.
Mér varð á, eins og mörgum öðrum,
að renna huganum yfir félagslífið í
heild. Nem ég þá oft staðar við þá hlið-
ina, sem lýtur að framkomu þeirra