Valsblaðið - 11.05.1961, Side 70

Valsblaðið - 11.05.1961, Side 70
68 VALSBLAÐIÐ berst marka í millum á nokkrum augna- blikum. Það er hraði og fjör yfir leiknum, leikmenn úr báðum liðum þeysa á eftir knettinum, ekki allir, held- ur ekki margir, aðeins fáir, þeir sem það svæði heyrir undir, sem knötturinn er á í það og það skiftið. Um leið hreyfist þó allt liðið eins og af sjálfu sér, eftir ákveðnu lögmáli, líkt og net, sem teygt er á i ýmsar áttir, möskv- arnir minnka og stækka á víxl, en leik- mennirnir eru háðir hver öðrum og afstöðunni hver til annars, þeir fylgja á eftir hver öðrum, vinna saman og hjálpast að beint og óbeint. Margra ára æfing hefir gefið þeim aðdáunarvert vald á öllum líkamanum, þeir beygja sig og teygja, hoppa, stökkva og hlaupa, taka knöttinn, i hvernig svo sem afstöðu þeir standa við honum og hvaðan sem hann kemur, og beina honum um leið með höfði eða fæti þangað, — og nákvæmlega þang- að, — sem heppilegast þykir, Upphlaupin eru skæð og hættuleg á báða bóga og vel byggð, því að ekk- ert skarð má standa opið, svo að ekki verði snögg umskipti og sóknin færist yfir að hinu markinu. Hinar skjótu hreyfingar og öruggi gangur leiksins sýnir fljótan og skarpan hugsanagang knattspyrnumannsins, hann er snarráð- ur og gerir sér á einu augnabliki ljóst, hvar hann sjálfur er staddur á vellinum, hvernig afstaða hans er til samherja hans og mótherja, og loks í hvernig af- stöðu flokkurinn er til sóknar og varn- ar. Hann framkvæmir fljótt og öruggt það, sem hann gerir, oft hefir hann aðeins augnablik til þess, og þó er hvev hreyfing og spyma vel yfirveguð og í samræmi við þá heildarhugsun, sem er með öllu liðinu og sem hefur myndast við margra ára samæfingu reynslu og viðkynningu. 011 hin mörgu og ströngu ákvæði knattspyrnulaganna skulu í heiðri höfð, og þó fyrst og fremst hin óskráðu og skráðu lög drengskaparins. Knattspyrnan er byggð á óeigingjörnum camleik og drengilegri keppni, en vanti annað af þessu, er það engin knatt- spyrna. Nú er langt liðið á leik. Við finnum, hvemig spenningurinn eykst. Bæði liðin gera sitt ýtrasta; það hefir margur ViðburSaríkt ár. Árið 1939 verður á margan hátt viðburðaríkt fyrir Val. Snemma á árinu er opnuð skrifstofa í Herkastalanum. Pláss það, sem á sínum tíma var tekið á leigu í Mjólkurfélagshúsinu, varð félagið að láta af hendi fyrr en ætlað var. Úr þessu rættist betur en á horfðist er nýi staðurinn fékkst, og að allra áliti vel til fallinn. Hann var í þjóðbraut út á völl og eins þegar farið var af vellinum. Voru þar haldnir fundir með lið- um og stjórnin hafði þar skjöl sín og verðlaunagripi félagsins. Þar var og einnig spilað og teflt. Um veturinn var það nýmæli tekið upp, að fá leigða tíma í „íshúsinu“ við Tjörnina, fyrir þriðja flokk, og var það allvel stundað og skapaði samheldni meðal drengjanna. Ráðinn var enskur þjálfari Joe Devine, og reyndist hann mjög vel, sérstaklega var hann snjall í leikskipulagi, og raunar vissi hann allt um knattspyrnu og hafði persónleika til að bera, sem fékk menn til þess að hlýða. Hann fór aftur um haustið, og var hans mjög saknað, en hann var dýr og mun það hafa ráðið því að hann fór svo fljótt. Flokkar félagsins fóru eins og vant var í nokkrar ferðir innanlands, en ein þeirra verður þó að teljast bera hærra en hinar. Var annar flokkur félagsins fenginn til þess að leika móti Fram er knattspyrnu- völlur var vígður í Mosfellsdal. Vann Valur leikinn með 3:0. Þá þótti það nokkur nýlunda að Valur og KR ákváðu að keppa í öllum flokkum sama dag til ágóða fyrir félögin, er skiptist jafnt á milli þeirra. Skyldi það félagið, sem fleiri stig fengi teljast sigurvegari í einvígi þessu. Valur vann í meistaraflokki og öðrum flokki en KR í þriðja flokki. Reykjavíkurmeistarar 1939. ---- Aftari röS frá v.: Gísli Kærnested, SigurBur Ólafsson, Egill Kristbjörnsson, Jóhannes Bergsteinsson, Joe Devine þjálfari, Hrólfur Benediktsson, Grímar Jónsson, Björn Ólafsson. Fremri röS: Ellert Sölvason, GuSmundur SigurSsson, Hermann Hermannsson, Björgúlfur Baldursson og Sigurpáll Jónsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.