Valsblaðið - 11.05.1961, Side 81
VALSBLAÐIÐ
79
íslandsmeistarar Vals 1941. -- Tali'S frá vinstri: Árni Kjartansson, SiguríSur
Olafsson, Anton Erlendsson, Geir GuÖmundsson, Frímann Helgason og Grímar
Jónsson.
í bardaga við þýzka hermenn.
til kaupa á veglegum verðlauna-
bikar fyrir sigur í slíkri keppni.
Stjórn sjóðsins semji reglugerð
fyrir hann í samráði við stjórn
Knattspyrnufélagsins Vals. Skal
bikar þessi bera nafnið Kristjáns
bikar eða Kristjáns Helgasonar
bikar.
8. gi'.
Stjórn sjóðsins kýs 2 endur-
skoðendur, og mega þeir ekki eiga
sæti í stjórn sjóðsins.
9. gr.
Leita skal staðfestingar forseta
íslands á þessari skipulagsskrá og
birta hana í B-deild Stjórnartíð-
indanna.
Staðfesting forsetans á skipu-
lagsskrá fyrir „Minningarsjóð
Kristjáns Helgasonar“, útgefin á
venjulegan hátt ad mandatum af
dómsmálaráðherra, 28. apríl 1947.
Einn af hinum sögulegu æfingaleikjum, sem Valur háði, var við sjó-
liða af þýzka herskipinu Metheor, og fór sá leikur fram í Austurbæjar-
barnaskólanum. Var Valsmönnum sagt, að á skipi þessu væru mjög
góðir handknattleiksmenn, sem hefðu tekið þátt í mótum heima í
Þýzkalandi og væru taldir þar góðir leikmenn. Yrði því um að ræða
handknattleikssýningu og ekkert annað. Þjóðverjarnir vildu hafa víta-
teiginn stri kaðan þvert yfir salinn og þegar knötturinn fór aftur fyrir
það strik átti mark hann.
Þeir notuðu líka niðurstungu, og léku þá oft á Valsmenn með því,
því það kunnu þeir ekki. Aftur á móti mun salurinn hafa lmrnlað þeim
nckkuð, endar vanari stærri sölum og leik úti. Þjóðverjar voru þá með
beztu handknattleiksþjóðum í heimi. Það kom ekki lítið á óvart að
leikurinn varð mjög jafn og mátti vart á milli sjá. Áhorfendur höfðu
komið til að horfa á svo að svalir salsins voru þétt skipaðar. Upphófst
nú mikill þjóðarmetnaður meðal áhorfenda og tóku þeir að æpa af
miklum móð á Valsmenn, og segja má að Aðalsteinn Hallsson, hafi
gengið berserksgang á áhorfendapöllum, hvetjandi með öllum tiltækum
orðum móðurmálsins.
Leiknum lauk með aðeins eins marks mun eða 21:20 fyrir Þjóðverja.
Var ekki laust við að handknattleikurinn nyti meira álits og viður-
kenningar innan félagsins eftir þetta. Þetta var líka fyrsti leikur, sem
íslenzkt lið leikur við erlenda handknattleiksmenn.
Hér hefur verið drepið á nokkur dæmi, af leikjum þessara fyrstu
ára. Þeir voru fullir af lífi og skemmtilegum atvikum, sem menn minn-
ast ævina út.
□
Einar Björnsson
Virkur 1 30 árin síðustu. Keppandi,
stjórnarmaður, fulltrúi í KRR og víð-
ar. Mikill áhugamaður um öll mál er
varða hag Vals. Er í ritstjórn þessa
blaðs.