Valsblaðið - 11.05.1961, Síða 82
80
VALSBLAÐIÐ
Þorkell íngvarsson
Kemur meira og minna við sögu í rúm
40 ár. Keppandi í yngri og eldri flokk-
unum. Pormaður félagsins 1945—’46
og skíðanefndar, er skálinn var byggð-
ur. Þjálfari í knattspyrnu og fulltrúi
Vals við ýms tækifæri.
Hrólfur Benediktsson
Hinn eldlegi áhugamaður á velli sem
utan. Traustur í vörn og sókn, traustur
í starfi. Stjómarmaður og keppandi.
Ætíð brennandi í andanum um vel-
gengni félagsins.
Hermann Hermannsson
Kom í meistaraflokk 1933 og var um
langt skeið snjallasti markmaður lands-
ins. Hefur leikið í mörgum úrvalslið-
um og landsliði. Stundaði æfingar sín-
ar alltaf með kostgæfni. Hann hefur og
annast þjálfun o. fl. fyrir Val í þessi
nær 30 ár.
Annar 'fl. Vals 1941. --- Aftari röS, taliS frá vinstri: Hafsteinn GuS-
mundsson, Olafur Jensen, Arni Kjartansson, Halldór Sveinsson. Fremri
rö8: Daví8 DavíSsson, Ingólfur Steinsson, Sveinn Sveinsson.
Aldrei stöðvast þessir leikir allt fram undir 1940, þegar fyrsta mót-
ið sér dagsins ljós. Þrátt fyrir það, er greinilegt, að handknattleikurinn
er ekki mikið ræddur á stjórnarfundum í félaginu á þessum árum. I
stjómarfundargerðum frá þessum tíma er aðeins tvisvar á hann
minnst. f fyrra skiptið er þess getið, að valið hafi verið lið til að
keppa í Hafnarfirði og í síðara sinn, að valið hafi verið lið, til þess
að keppa við Menntaskólann.
Það er líka athyglisvert að í frásögninni, af ferð 2. flokks til Akur-
eyrar 1932, er þess getið að þeir bregða fyrir sig handknattleik og
það með góðum árangri. En á þeim tíma hafði handknattleikur numið
land norður þar fyrir nokkru.
Aðstaðan þá.
Ef litið er til baka og athuguð sú aðstaða sem frumherjar hand-
knattleiksins bjuggu við, verða fyrir okkur litlir salir, Austurbæjar-
skólans, Menntaskólans og ÍR-hússins. Gólfflöturinn leyfir ekki útlín-
ur, knötturinn er alltaf í leik, nema þegar mark er skorað. f áhlaupum
geta framherjar tekið knöttinn „af batta“ með því að kasta honum
í vegg, sé því við komið. Markteigurinn er aðeins 2 m. út frá miðju
markinu og markið sjálf ekki nema 1,70 m. Ekki má halda knettinum
nema í 2 sek. og ekki má stinga niður. Stutti tíminn, sem má halda
knettinum útheimti að mikill hraði varð að vera í leiknum, meiri en
leikni leyfði. Þetta orsakaði svo skrokkskjóður og pústra, í þessum
litlu sölum.
Knötturinn var tuskuknöttur, sem naumast var unnt að einhenda,
eða að halda í annarri hendi. Leikaðferðin var: „maður á mann“ og
geta menn ímyndað sér það „fjör“, se mgat orðið í leikjum við þessar
aðstæður. Mikið er skotið, en markið er mjög mjótt, ef knöttur lendir