Valsblaðið - 11.05.1961, Side 85

Valsblaðið - 11.05.1961, Side 85
VALSBLAÐIÐ 83 Skíðamenn Vals fá þak yfir höfuðið. Á skírdag, þetta afmælisár, var tekin til nótkunar skíðaskáli, sem tekinn var á leigu og lagfærður. Þó hér væri um bráðabirgðalausn að ræða var þetta hið vistlegasta hús. Aðdragandi að þessari framkvæmd var orðinn nærri 10 ár og málið hafði verið mikið rætt í félaginu. En þetta var aðeins forleikur að því sem síðar kom og átti eftir að skapa sterkan þátt í félagslífinu. Um og eftir 1930 varð mikill skíðaáhugi hér á landi og festi hann ekki síður. rætur í Reykjavík en annarsstaðar á landinu. Skíðaskálar voru þyggðir og menn tóku að sækja þá af miklum áhuga. Ýmsir Vals- menn höfðu komizt í kynni við skíðaíþróttina og tóku að fara á skíðum með hinum og þessum félögum. Á þessum árum var oft um það rætt innan yals, hvað gera skyldi í skíðamálunum. Það sýndi sig, að áhugi þessi ætlaði að verða varanlegur, og því nokkur hætta að Valsmenn færu að dreifast með öðrum félögum í skíðaferðir. Innan félagsins var mikill áhugi fyrir því, að halda sem bezt hópinn, bæði vetur og sumar og því væri það félagslega sterkur leikur, að gefa skíðamálunum fullan gaum. Skíðaferðir væru og góð þjálfun. Fé var lítið fyrir hendi til þess að reisa skíðaskála fyrir og þá ef til vill réttara, að verja því til þess að byggja velli, fyrir þá íþróttagrein, sem félagið var fyrst og fremst stofnað utan um, — knattspyrnuna. Það fyrsta, sem sést í fundargerðabókum Vals um skíðamál, er sú ákvörðun stjórnarinnar að athuga möguleika á því, að fara hópferð á skíðavikuna á Isafirði, og gerðist það 1936. Var skipuð nefnd til að annast framkvæmdir, en ekki mun hafa orðið úr þeirri ferð í það sinn. Manna á milli er málinu þó haldið vakandi og snemma á árinu 1938 er Jóhannesi Bergsteinssyni falið að gera athuganir og leggja fram tillögur um efni og gerð að nýjum skíðaskála fyrir félagið. Síðan er farið að athuga um fjárframlög í þessu skyni og um haustið sam- þykkir stjórnin, að verja skuli ágóða af kappleik við herskipið Emden, — 500,00 kr .— til skíðaskálabyggingar, og hluta af ágóða af hluta- veltu, ef hann nær 3000 kr., á að fara í skíðaskálann. Unnið er að því að fá land undir skíðaskála á Hellisheiði, eða nánar tiltekið í Kolviðarhólslandi og var skipuð nefnd til þess að tala við ÍR, sem var eigandi að Kolviðarhóli. Tóku ÍR-ingar vel í málið, en gáfu þó ekki endanlegt svar, og var þó komið fram í janúar 1939. Nokkru síðar lagði Jóhannes og Olafur Sigurðsson fram teikningu af skíðaskála, sem líkaði vél. Um vorið var svo skipuð nefnd til þess, að hefja undirbúning að skálabyggingu og var Andrés Bergmann formaður hennar. Er málið í athugun næsta árið, en gjafir berast í skálasjóðinn. Þorkell Ingvars- son afhendir 200 krónur frá velunnara. I júlí 1940 fær Valur tilboð um að taka á leigu hús, sem Kolviðar- hóll á og stendur skammt frá íbúðarhúsinu. Um veturinn hafði þó verið efnt til tveggja skíðaferða og tóku þátt í þeim um 20 manns. Önnur ferðin var farin í Sleggjubeinsdal, á stað þann, sem Ólafur Sigurðsson ,og íleiri höfðu valið fyrir skálastæði, og var það svo að segja nákvæmlega þar sem skíðaskáli Víkingr stendur nú. Þótti mönnum staðurinn góðui', en ekki var þó endanlega gengið frá samningum við eigendur landsins, enda enn fjárvant til að hefja byggingu. Hin ferðin var farin að skíðaskála KRON á Hellis- heiði, til að skoða hann. Komið hafði til mála, að Valur gæti fengið Ellert Sölvason Snjallasti útherji, sem Island hefur átt, kattliðugur, fljótur, skildi leikinn og leyndardóma hans. Lék í landsliði, úr- valsliðum, og lengi í meistaraflokki Vals. Einlægur Valsmaður og góður félagi. Hann hefur helgað sig knatt- spyrnuíþróttinni með því að kenna hana víða um land. Sveinn Helgason Hinn samvizkusami leikmaður, leikinn og athugull. Snjall bæði í handknattleik og knattspyrnu. Stjórnarmaður, ung- lingaleiðtogi. Valsmaður af hug og hjarta, meðan hann starfaði. Hafsteinn Guðmundsson Var um langt skeið virkur leikmaður í liði Vals bæði í handknattleik og eins í knattspyrnu. Var um skeið fulltrúi Vals i handknattleiksráði Reykjavíkur. Hann hefur leikið í úrvalsliðum og í landsliði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.