Valsblaðið - 11.05.1961, Page 85
VALSBLAÐIÐ
83
Skíðamenn Vals fá þak yfir höfuðið.
Á skírdag, þetta afmælisár, var tekin til nótkunar skíðaskáli, sem
tekinn var á leigu og lagfærður. Þó hér væri um bráðabirgðalausn að
ræða var þetta hið vistlegasta hús.
Aðdragandi að þessari framkvæmd var orðinn nærri 10 ár og málið
hafði verið mikið rætt í félaginu. En þetta var aðeins forleikur að
því sem síðar kom og átti eftir að skapa sterkan þátt í félagslífinu.
Um og eftir 1930 varð mikill skíðaáhugi hér á landi og festi hann
ekki síður. rætur í Reykjavík en annarsstaðar á landinu. Skíðaskálar
voru þyggðir og menn tóku að sækja þá af miklum áhuga. Ýmsir Vals-
menn höfðu komizt í kynni við skíðaíþróttina og tóku að fara á skíðum
með hinum og þessum félögum. Á þessum árum var oft um það rætt
innan yals, hvað gera skyldi í skíðamálunum. Það sýndi sig, að áhugi
þessi ætlaði að verða varanlegur, og því nokkur hætta að Valsmenn
færu að dreifast með öðrum félögum í skíðaferðir. Innan félagsins
var mikill áhugi fyrir því, að halda sem bezt hópinn, bæði vetur og
sumar og því væri það félagslega sterkur leikur, að gefa skíðamálunum
fullan gaum. Skíðaferðir væru og góð þjálfun. Fé var lítið fyrir hendi
til þess að reisa skíðaskála fyrir og þá ef til vill réttara, að verja því
til þess að byggja velli, fyrir þá íþróttagrein, sem félagið var fyrst og
fremst stofnað utan um, — knattspyrnuna.
Það fyrsta, sem sést í fundargerðabókum Vals um skíðamál, er sú
ákvörðun stjórnarinnar að athuga möguleika á því, að fara hópferð
á skíðavikuna á Isafirði, og gerðist það 1936. Var skipuð nefnd til
að annast framkvæmdir, en ekki mun hafa orðið úr þeirri ferð í það
sinn.
Manna á milli er málinu þó haldið vakandi og snemma á árinu 1938
er Jóhannesi Bergsteinssyni falið að gera athuganir og leggja fram
tillögur um efni og gerð að nýjum skíðaskála fyrir félagið. Síðan er
farið að athuga um fjárframlög í þessu skyni og um haustið sam-
þykkir stjórnin, að verja skuli ágóða af kappleik við herskipið Emden,
— 500,00 kr .— til skíðaskálabyggingar, og hluta af ágóða af hluta-
veltu, ef hann nær 3000 kr., á að fara í skíðaskálann.
Unnið er að því að fá land undir skíðaskála á Hellisheiði, eða nánar
tiltekið í Kolviðarhólslandi og var skipuð nefnd til þess að tala við
ÍR, sem var eigandi að Kolviðarhóli. Tóku ÍR-ingar vel í málið, en
gáfu þó ekki endanlegt svar, og var þó komið fram í janúar 1939.
Nokkru síðar lagði Jóhannes og Olafur Sigurðsson fram teikningu
af skíðaskála, sem líkaði vél.
Um vorið var svo skipuð nefnd til þess, að hefja undirbúning að
skálabyggingu og var Andrés Bergmann formaður hennar. Er málið
í athugun næsta árið, en gjafir berast í skálasjóðinn. Þorkell Ingvars-
son afhendir 200 krónur frá velunnara.
I júlí 1940 fær Valur tilboð um að taka á leigu hús, sem Kolviðar-
hóll á og stendur skammt frá íbúðarhúsinu.
Um veturinn hafði þó verið efnt til tveggja skíðaferða og tóku þátt
í þeim um 20 manns. Önnur ferðin var farin í Sleggjubeinsdal, á stað
þann, sem Ólafur Sigurðsson ,og íleiri höfðu valið fyrir skálastæði,
og var það svo að segja nákvæmlega þar sem skíðaskáli Víkingr
stendur nú. Þótti mönnum staðurinn góðui', en ekki var þó endanlega
gengið frá samningum við eigendur landsins, enda enn fjárvant til
að hefja byggingu. Hin ferðin var farin að skíðaskála KRON á Hellis-
heiði, til að skoða hann. Komið hafði til mála, að Valur gæti fengið
Ellert Sölvason
Snjallasti útherji, sem Island hefur átt,
kattliðugur, fljótur, skildi leikinn og
leyndardóma hans. Lék í landsliði, úr-
valsliðum, og lengi í meistaraflokki
Vals. Einlægur Valsmaður og góður
félagi. Hann hefur helgað sig knatt-
spyrnuíþróttinni með því að kenna hana
víða um land.
Sveinn Helgason
Hinn samvizkusami leikmaður, leikinn
og athugull. Snjall bæði í handknattleik
og knattspyrnu. Stjórnarmaður, ung-
lingaleiðtogi. Valsmaður af hug og
hjarta, meðan hann starfaði.
Hafsteinn Guðmundsson
Var um langt skeið virkur leikmaður í
liði Vals bæði í handknattleik og eins í
knattspyrnu. Var um skeið fulltrúi Vals
i handknattleiksráði Reykjavíkur. Hann
hefur leikið í úrvalsliðum og í landsliði.