Valsblaðið - 11.05.1961, Qupperneq 87
VALSBLAÐIÐ
85
hana: Grímar Jónsson, Snorri Jónsson og Sigurður Ólafsson, og var
mikið líf í handknattleiknum.
Efnt var til útihandknattleiksmóts þetta ár eins og árið áður, fyrir
11 manna lið, en það var þá í fyrsta sinni, sem til slíks móts var
stofnað og gekkst Ármann fyrir því. Valur vann þetta mót eins og
árið áður.
Af fundargerðum er greinlegt, að Valsblaðið á í erfiðleikum. Ein-
hverjir f járhagsörðugleikar hamla. Verkfall hjá prenturum tefur. Kom-
ið höfðu út 4 blöð til þessa, en síðan hættir blaðið að koma út að sinni.
Á þessu ári, eru starfandi margar nefndir og félagslíf í miklum
blóma. Nefndir þessar eru: Hlíðarendanefnd, skíðanefnd, blaðnefnd,
handknattleiksnefnd, skautanefnd, skemmtinefnd og var þeim gefin
nánari fyrirmæli um starfið, en áður var.
Flugvél til flutninga 'á Valsmönnum.
—"ri
Þegar sýnt þótti, að ekki var hægt. að fara hina fvrirhuguðu sýn-
ingaferð, var horfið að því ráði að fara í skvndiferð t.il Akurevrar.
Það nýmæli var í sambandi við för þessa, að ákveðið var að leigia
flugvél til ferðarinnar. Ekki var stærri flugvél til bá hér. sem lent
gat á Akureyri, en 5 manna og þurfti hún að fara þriár ferðir. Voður-
skilyrði voru ekki hagstæð. Var lagt af stað, en fhlgvélin varð að
snúa aftur og var beðið til kvölds, en ekki gaf.
Þá var um 9-leytið um kvöldið fenginn langferðabíll og ekið norður
um nóttina. Þegar halda átti suður. komst helminmu* liðsins með fhm*-
véb'nni, en þá gerði dimmviðri og urðu þeir, sem eftir vot*u að fara í bif-
reið um nóttina til Akraness og koma síðan til Pcvkiavíkur með
,,Fagranesinu“.
Skíðaskálinn á undan áætlun!
Það kom fljótt í Ijós, þegar farið var að nota bráðabirgðaskíða-
skála þann, sem Valsmenn lagfærðu við Kolviðarhól. að hann revndist
of lítill. Þó voru þar „kojur“ fyrir 18 manns og nokkrir gátu, ef mikið
lá við, legið á bekkjum. Þar var oft þröngt á þingi. Þegar á næsta ári
var farið að ræða í alvöru um, að byggja hinn fyrirhugaða skíðaskála
félagsins. Sótt var til bæjarstjórnar Reykjavíkur um 5000 ki'óna styrk
til hins fyrirhugaða skála, og fékkst hann. Þetta lyfti mjög undir
hina miklu áhugamenn skíðaíþróttarinnar í Val til að gera átak í fjár-
öflun, til þess að koma skálanum sem fyrst upp.
Skipulagðar voru fjársafnanir og söfnunarlistar út gefnir. Jók þetta
hinn sameiginlega áhuga og þjappaði mönnum saman til verksins.
Gekk fjársöfnunin vel eftir ástæðum og eftir áramótin 1942—43
var svo mikið komið 1 „sjóðinn" að hafizt var handa um að teikna
húsið.
Það var Andrés Bergmann sem teiknaði. Nú var svo komið að á
þeim stað, sem Valsmenn höfðu áður hugsað sér að reisa skíðaskála
sinn hafði Víkingur þegar hafizt handa um skálabyggingu. Valsmenn
höfðu á sínum tíma ekki sótt um formlegt leyfi til að tryggja sér
landið og misstu því af staðnum.
Var nú farið að svipast eftir nýjum stað og munu þeir Andreas
Bergmann og Frírpann Helgason hafa bent á þann stað, sem skálinn
var síðan reistur á, innan um klettaborgir framar í Sleggjubeinsdal,
og var samningur gerður við ÍR um landið.
Snorri Jónsson
Var af mörgum kallaður „snillingurinn
í Val“. Hlaut þau illu örlög að slasast
á fæti við vinnu í blóma lífsins og varð
að hætta knattspyrnu. Hann vildi inn-
leiða listina í leikinn, en fjarlægja alla
hörku.
Albert Guðmundsson
Listamaðurinn og snillinguiúnn með
knöttinn. Maðurinn, sem skildi hvað
þýddi að hafa vald á knetti og lcunna
listir samleiks i flokksliði. Unglingur-
inn góðhjartaði. Ákafamaðurinn, ef
leysa á verkefni, harðskeyttur í leik
og starfi. Vinur vina sinna.
Einar Halldórsson
Hinn öruggi leikmaður, og um langt
skeið áhugasamur félagsmaður, stjórn-
armaður, þjálfari og fyrirliði á leik-
velli.