Valsblaðið - 11.05.1961, Page 118
116
VALSBLAÐIÐ
Fyrstu gulldrengir Vals
Sigurður Gunnarsson t. v. Pétur Svein-
björnsson.
SigurSur Marelsson
Einn af yngri mönnunum, sem hefiir
tekið á sig stjórnarstörf. Fyrst sem ung-
lingaleiðtogi, og síðar í stjórn knatt-
spyrnudeildarinnar. Hann lék á sínum
tíma í öðrum flokki og þótt hann næði
ekki langt í knattspyrnu, var það hann
sem hélt liðinu saman og stjórnaði því,
með góðum árangri.
Árni Njálsson
Harðskeyttur leikmaður og kraftmikill.
Hefur leikið í landsliði íslands í knatt-
spyrnu við ágætan orðstý. Leikið í mörg
undanfarin ár í meistaraflokki Vals og
náð góðum árangri í þjálfun kvenna-
flokks Vals í handknattleik.
inu vel áfram. þannig hafði hverju mannvirkinu eftir annað skilað
áfram á liðnum árum, fyrir atbeina dugmikilla manna og gat Valur
á þessu merkisafmæli litið með stolti yfir farinn veg með bjartsýni til
framtíðarinnar. Afmælisrit var gefið út. í ritstjórn þess voru: Sveinn
Zoega, Frímann Helgason og Úlfar Þórðarson.
Handknattleiksstúlkurnar láta til sín taka.
Allt brautryðjendastarf er erfitt og það gildir sama um að skapa
góðan kvennaflokk. Það þarf sinn tíma. En með ástundun og elju yinn-
ur hver og einn sigur að lokum. Þannig var það með kvennadeild Vals.
Stúlkurnar héldu saman af áhuga þótt oft væri við erfið skilyrði að búa.
Það líður þó ekki lengra en það, að árið 1951 fara þær að láta að
sér kveða. Þær taka þátt í Hraðkeppnismóti Suðvesturlands í Engidal
og unnu það. Var það fyrsti sigur stúlkna Vals, kærkominn og örf-
andi fyrir flokkinn.
þetta ár fer flokkurinn til ísafjarðar til þátttöku í íslandsmeistara-
mótinu úti, og var Helgi Helgason, stofnandi kvennaflokksins, farar-
stjóri.
Kepptu stúlkurnar við Hörð og unnu, en töpuðu fyrir Vestra. Útaf
móti þessu urðu mikil málaferli, þar sem mótið sótti frá Reykjavík
annar kvennaflokkur undir nafni ÍBR. Stóðu málaferlin lengi og lauk
með því að mótið var dæmt ógilt. Á árinu 1953 verða stúlkurnar svo
Reyk j avíkurmeistarar.
í félagslegum efnum hafa þær, allt frá stofnun kvennaflokksins, sett
svip á félagslífið.
Færeyjaför fyrsta og annars flokks.
Á árinu 1951 kom fram sú hugmynd að vinna að ferð fyrir annan
flokk til Færeyja, og urðu nokkur bréfaskipti milli Vals og Færey-
inganna um þetta.
Færeyingar vildu heldur fá fyrsta flokk Vals, en að ráði varð að
fyrsti og annar flokkur færu sameinaðir 1 för þessa.
I henni tóku þátt 20 menn og var hin skemmtilegasta ferð. Um för-
ina segir Björgvin Torfason m. a. á þessu leið:
„Með línum þessum vil ég aðeins drepa á síðustu utanför félagsins
út yfir pollinn úr hópi hinna fullorðnu félaga, en það er Færeyjaförin,
sem farin var í boði knattspyrnufélaganna HB og B36 í Þórshöfn og
stóð frá 22. ágúst til 3. september 1952. Ferðast var með Dr. Alex-
andrine bæði að heiman og heim.
Alls voru leiknir fimm leikir í Færeyjum, þrír í Þórshöfn og einn
í Trangisvág og einn í Klakksvík. Sigraði Valur í 4 af þessum 5 leikjum.
Öll var för þessi í einu orði sagt bráðskemmtileg. Móttökur allar
slíkar að vart verður á betra kosið. Gestrisni frábær og góðvild, vin-
semd og vinarhugur í okkar garð með afbrigðum. Við bjuggum allir
á heimilum hinna ýmsu knattspyrnumanna og vorum þar sannarlega
bomir á höndum, og er við fórum, voru ýmsir okkar leystir út með
gjöfum frá heimilunum, og munu tæplega hliðstæð dæmi finnast um
slíka rausn og höfðingsskap. Auk þess sem Val voru sendar gjafir, m.
a. stórt málverk frá Þórshöfn og stórar Ijósmyndir frá öðrum bæjum.
Myndir þessar prýði nú félagsheimilið að Hlíðarenda.
Ferðirnar milli bæjar og eyja voru mjög skemmtilegar. En sérstak-
lega ber þó að minnast á förina að Kirkjubæ, en Kirkjubær í Færeyjum
á sérstakan hljómgrunn í hugum Islendinga. Þar stóð íslenzk húsfreyja
um áratugi við hlið hins færeyska bónda síns, Jóhannesar Patursson-