Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 5
VALSBLAÐIÐ
3
- STARFIÐ ER
ÚR SKÝRSLU AÐALSTJÓRNAR:
MARGT-
Aðalstjórn var kosinn á aðal-
fundi félagsins, sem haldinn var
14. maí. Ægir Ferdinandsson
var kosinn formaður, en aðrir
stjórnarmeðlimir skiptu þannig
með sér verkum: Friðjón Frið-
jónsson, vai’aform., Einar Björns-
son, ritari, Þórður Þorkelsson,
gjaldkeri og Jón Kristjánsson,
bréfritari.
Þá voru formenn deilda sjálf-
skipaðir í stjórnina, en þeir voru:
Elías Hergeirsson, form. knattsp.-
deildar, Garðar Jóhannsson, form.
handknattleiksdeildar, Stefán Hall-
grímsson, form. skíðadeildar og
Páll Jörundsson, form. badminton-
deildar. Á síðasta aðalfundi hand-
knattleiksdeildar var Þórarinn Ey-
þórsson kosinn form. deildarinnar,
og tók hann þá sæti Garðars í
stjórninni.
Náið samstarf hefur verið við
stjórnir deilda, og hefur aðalstjórn
aðstoðað deildirnar við ýmis mál,
og samstarfið verið mjög gott. Fé-
lagið fékk úthlutað 1500 miðum í
landshappdrætti I.S.I., sem gjald-
keri félagsins, Þórður Þorkelsson,
sá um dreifingu og sölu á.
Að venju var ,,opið hús“ á af-
mælisdegi félagsins 11. maí s.l.
Sjaldan hafa fleiri Valsmenn og
velunnarar félagsins lagt leið sína
að Hlíðarenda, sem á þessum fagra
vordegi.
I tilefni aldarafmælis séra Frið-
riks Friðrikssonar hinn 25. maí,
þótti stjórninni sjálfsagt að efna
til minningarathafnar við styttu
séra Friðriks, sem stendur á svæði
félagsins að Hlíðarenda. Óþarfi er
að fara mörgum orðum um þá
virðingu sem Valsmenn bera fyrir
minningu hins dáða æskulýðsleið-
toga.
Athöfnin hófst kl. 2 með því að
piltar í Lúðrasveit drengja léku
nokkur lög. Þá gengu fjölmargir
ungir piltar í Valsbúning að styttu
séra Friðriks og stóðu þar heiðurs-
vörð. Ræður fluttu heiðursfélagi
Vals og borgarlæknir, Jón Sigurðs-
son, og form. félagsins, Ægir
Ferdinandsson. Þá las Einar
Björnsson upp úr verkum séra
Friðriks.
Á síðasta aðalfundi félagsins var
samþykkt tillaga þess efnis, að
stjórnin skyldi beita sér fyrir, að
einn dagur á ári skyldi helgaður
málefnum Vals, og kallast „Vals-
dagurinn." Stjórnin skipaði nefnd
til að sjá um undirbúning að þess-
um degi.
Hugmyndin með þessum degi
var að gefa foreldrum og aðstand-
endum þeirra, sem í félaginu eru,
tækifæri til að sjá það, sem félagið
býður æskufólki borgarinnar.
„Valsdagurinn" 1968 var ákveð-
inn sunnudaginn 11. ágúst. Veður
var eins og bezt verður á kosið, og
iögðu því mjög margir leið sína að
Hlíðarenda þennan dag. Form. fé-
lagsins bauð félagsmenn og gesti
velkomna. Þá fóru fram á 4
völlum æfingar og keppni, bæði í
knattspyrnu og handknattleik.
Kaffiveitingar voru í félags-
heimilinu. Bæklingur hafði verið
prentaður í tilefni dagsins, þar
sem í er dagskrá og ýmsar uppl.
um Val.
Skipuð var 7 manna nefnd, sem
skyldi hafa það hlutverk að endur-
skoða lög félagsins, og gera frum-
Ægir Ferdinandsson, formaSur Vals.
varp að nýjum lögum, sem leggj-
ast skyldi fyrir framhaldsaðal-
fund. Nefndina skipuðu: Ægir
Ferdinandsson, Einar Björnsson,
Þórður Þorkelsson, Frímann
Helgason, Valgeir Ársælss., Róbert
Jónsson og Bergur Guðnason.
Nefndin hélt marga fundi. Meiri
hluti nefndarinnar lagði til að
breyting yrði á fyrirkomulagi
aðalfundar félagsins, þ.e.a.s. að
hann yrði gerður að fulltrúa-aðal-
fundi, þar sem fulltrúar deilda og
fulltrúaráðs hefðu atkvæðisrétt, en
þeir skyldu kosnir á aðalfundum
deildanna og fulltrúaráðsins. Þó
atkvæðisréttur væri bundinn við
kosna fulltrúa, skyldi aðalfundur-
inn vera opinn öllum. Allir skyldu
hafa málfrelsi og tillögurétt. Hin
síðari ár hefur heldur sljóvgazt
áhugi félagsmanna til að sækja
aðalfund félagsins. Þetta hefur í
för með sér þá hættu, að þau mál
sem um er fjallað, fái ekki þá með-
ferð, sem vilji meirihluta félags-
manna stendur til. Þannig getur
meðferð mála á aðalfundi verið til-
viljanakennd.