Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 5

Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 5
VALSBLAÐIÐ 3 - STARFIÐ ER ÚR SKÝRSLU AÐALSTJÓRNAR: MARGT- Aðalstjórn var kosinn á aðal- fundi félagsins, sem haldinn var 14. maí. Ægir Ferdinandsson var kosinn formaður, en aðrir stjórnarmeðlimir skiptu þannig með sér verkum: Friðjón Frið- jónsson, vai’aform., Einar Björns- son, ritari, Þórður Þorkelsson, gjaldkeri og Jón Kristjánsson, bréfritari. Þá voru formenn deilda sjálf- skipaðir í stjórnina, en þeir voru: Elías Hergeirsson, form. knattsp.- deildar, Garðar Jóhannsson, form. handknattleiksdeildar, Stefán Hall- grímsson, form. skíðadeildar og Páll Jörundsson, form. badminton- deildar. Á síðasta aðalfundi hand- knattleiksdeildar var Þórarinn Ey- þórsson kosinn form. deildarinnar, og tók hann þá sæti Garðars í stjórninni. Náið samstarf hefur verið við stjórnir deilda, og hefur aðalstjórn aðstoðað deildirnar við ýmis mál, og samstarfið verið mjög gott. Fé- lagið fékk úthlutað 1500 miðum í landshappdrætti I.S.I., sem gjald- keri félagsins, Þórður Þorkelsson, sá um dreifingu og sölu á. Að venju var ,,opið hús“ á af- mælisdegi félagsins 11. maí s.l. Sjaldan hafa fleiri Valsmenn og velunnarar félagsins lagt leið sína að Hlíðarenda, sem á þessum fagra vordegi. I tilefni aldarafmælis séra Frið- riks Friðrikssonar hinn 25. maí, þótti stjórninni sjálfsagt að efna til minningarathafnar við styttu séra Friðriks, sem stendur á svæði félagsins að Hlíðarenda. Óþarfi er að fara mörgum orðum um þá virðingu sem Valsmenn bera fyrir minningu hins dáða æskulýðsleið- toga. Athöfnin hófst kl. 2 með því að piltar í Lúðrasveit drengja léku nokkur lög. Þá gengu fjölmargir ungir piltar í Valsbúning að styttu séra Friðriks og stóðu þar heiðurs- vörð. Ræður fluttu heiðursfélagi Vals og borgarlæknir, Jón Sigurðs- son, og form. félagsins, Ægir Ferdinandsson. Þá las Einar Björnsson upp úr verkum séra Friðriks. Á síðasta aðalfundi félagsins var samþykkt tillaga þess efnis, að stjórnin skyldi beita sér fyrir, að einn dagur á ári skyldi helgaður málefnum Vals, og kallast „Vals- dagurinn." Stjórnin skipaði nefnd til að sjá um undirbúning að þess- um degi. Hugmyndin með þessum degi var að gefa foreldrum og aðstand- endum þeirra, sem í félaginu eru, tækifæri til að sjá það, sem félagið býður æskufólki borgarinnar. „Valsdagurinn" 1968 var ákveð- inn sunnudaginn 11. ágúst. Veður var eins og bezt verður á kosið, og iögðu því mjög margir leið sína að Hlíðarenda þennan dag. Form. fé- lagsins bauð félagsmenn og gesti velkomna. Þá fóru fram á 4 völlum æfingar og keppni, bæði í knattspyrnu og handknattleik. Kaffiveitingar voru í félags- heimilinu. Bæklingur hafði verið prentaður í tilefni dagsins, þar sem í er dagskrá og ýmsar uppl. um Val. Skipuð var 7 manna nefnd, sem skyldi hafa það hlutverk að endur- skoða lög félagsins, og gera frum- Ægir Ferdinandsson, formaSur Vals. varp að nýjum lögum, sem leggj- ast skyldi fyrir framhaldsaðal- fund. Nefndina skipuðu: Ægir Ferdinandsson, Einar Björnsson, Þórður Þorkelsson, Frímann Helgason, Valgeir Ársælss., Róbert Jónsson og Bergur Guðnason. Nefndin hélt marga fundi. Meiri hluti nefndarinnar lagði til að breyting yrði á fyrirkomulagi aðalfundar félagsins, þ.e.a.s. að hann yrði gerður að fulltrúa-aðal- fundi, þar sem fulltrúar deilda og fulltrúaráðs hefðu atkvæðisrétt, en þeir skyldu kosnir á aðalfundum deildanna og fulltrúaráðsins. Þó atkvæðisréttur væri bundinn við kosna fulltrúa, skyldi aðalfundur- inn vera opinn öllum. Allir skyldu hafa málfrelsi og tillögurétt. Hin síðari ár hefur heldur sljóvgazt áhugi félagsmanna til að sækja aðalfund félagsins. Þetta hefur í för með sér þá hættu, að þau mál sem um er fjallað, fái ekki þá með- ferð, sem vilji meirihluta félags- manna stendur til. Þannig getur meðferð mála á aðalfundi verið til- viljanakennd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.