Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 7

Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 7
VALSBLAÐIÐ 5 fundinum. Málið var ítarlega rætf í stjórninni, og þar sem þetta var í fyrsta sinni, sem gerð væri til- raun til að koma á slíkum degi, var reynt að gera sér grein fyrir skipu- lagi hans og svo að finna félaga til að taka að sér framkvæmdir. En í framkvæmdarnefnd Vals- dagsins voru þessir skipaðir: Þórarinn Eyþórsson formaður, Jón Kristjánsson, Frímann Helgason, Sigurður Marelsson, Elías Hergeirsson og Róbert Jónsson. Tókst mjög vel með nefndar- skipunina. Þar var valinn maður í hverju rúmi- Tók nefndin þegar til starfa og vann ósleitilega. En dagurinn var ákveðinn 11. ágúst, sem var sunnudagur. Eins og alltaf þegar hafizt er handa um undir- búning að útihátíðarhöldum hlýtur veðrið að hafa þar um megináhrif, hversu vel sem á öllu er haldið, er að meirá eða minna leyti unnið fyrir gíg, ef veður spillast. En þarna hélst í hendur ágætur undir- búningur af nefndarinnar hálfu og mikil og traust innistæða henn- ar, hjá máttarvöldunum. Veðrið var dásamlegt þennan dag, sem var einn ágætasti, blíðasti og sólríkasti dagur sumarsins. Fjöldi fólks, ungir og gamlir komu að Hlíðarenda þennan dag í heimsókn til Vals. Enginn að- gangseyrir var að svæðinu, en all- ir, sem koma vildu, hjartanlega velkomnir. Merki voru að vísu seld, en hverjum og einum í sjálfs- vald sett, hvort hann vildi kaupa það, en merkið gilti sem happ- drættismiði. Hinsvegar reyndist það svo að merkjasalan og kostn- aðurinn við daginn, stóðu á jöfnu. Þá var sett upp sölutjald og sáu um söluna, sem mest var sælgæti, gosdrykkir og ís, stúlkur úr hand- knattleiksdeildinni, einnig sáu þær um kaffisölu í félagsheimilinu, og fórst þetta hvorttveggja mjög og myndarlega úr hendi og var að- sóknin góð. Út var gefin og útbýtt meðal gesta sérlega smekklegri leikskrá, þar sem getið var þeirra atriða, sem fram áttu að fara, er m. a. voru sjö leikir- Þrír í handknatt- leik og fjórir í knattspyrnu, auk ýmiskonar æfinga hjá fimm af þessum flokkum. f leikskránni var einnig að finna margskonar upp- lýsingar um Val, allt frá stofnun félagsins og til vorra daga. Getið um þá þjónustu, sem félagið vill veita þeim, sem gerast vilja félag- ar, og þá möguleika, sem félagið hefur til þess. Upplýst var um heildartölu félaga, og virka starf- andi íþróttamenn og konur í deild- unum. Útvarpað var frá deginum um félagssvæðið jafnt og þétt og skýrt frá öllu því sem var að gerast, hverju sinni. Hermann Gunnars- son hinn kunni knattspyrnumaður Vals, var kynnir og skírði hann mjög vel og skemmtilega frá. Hugmyndin með deginum var m. a. sá að fá foreldra félags- manna, einkum þó þeirra yngri til að koma og kynnast félaginu og að- stöðu þess. Ekki verður annað sagt en þessi fyrsti Vals-dagur hafi heppnazt mjög vel, að vísu átti veðrið sinn mikla þátt í því, en undirbúning- urinn að hálfu nefndarinnar var líka mjög til fyrirmyndar. Hún braut ísinn, ruddi brautina og gerði að veruleika margra ára draum félaganna, og skóp fordæmi fyrir framtíðina. Henni sé þökk. EB Dagskrá þessa fyrsta Vals-dags var þannig: Völlur 1. Kl. 14-00—14.20 Telpur, byrjendur, handknatt- leikur 2x10 mín. Kl. 14.25—14.55 2. flokkur kvenna, keppni við F. H. 2x15 mín. Kl. 15.00—16.00 Mfl. kvenna, keppni við Ár- mann 2x25 mín. Kl. 16.05—16.30 Æfing, telpur, byrjendur og 2- fl. kv. Völlur 2. Kl. 14.00—14.30. 2. fl., æfing í knattspyrnu. Kl. 14.40—15.50 2. fl., keppni í knattspyrnu við Víking 2x30 mín. Kl. 16.00—17.20 3. fl. keppni í knattspyrnu við Fram 2x30 mín. Völlur 3. Kl. 14.30—15.00 4. fk, æfing í knattspyrnu. Kl. 15.10—15.40 æfing í knattspyrnu. Völlur 4. (malarvöllur). Kk 14.00—15.00 5. fk, keppni við Þrótt í knatt- spyrnu 2x25 mín. Kl. 15.50—17.00 4. fk, keppni við K. R. í knatt- spyrnu 2x30 mín. Veitingar: Kaffisala í félagsheimilinu. Sölutjöld með gosdrykkjum, sæl- gæti, ís og fleira. Formaður Vals Ægir Ferdín- andsson, setti þennan fyrsta Vals- dag með eftirfarandi ávarpi, þar sem hann gerir grein fyrir tilgangi hans og þýðingu fyrir félagið og velunnara þess. Ávarp Ægis Ferdínandssonar formanns Vals, flutt á Valsdeginum 11. ágúst 1968. Góðir gestir. Ágætu Valsfélagar. Nokkur undanfarin ár hefur það borið á góma hvort ekki væri rétt og hvort ekki væri mögulegt fyrir Val, að félagið verði einum degi á ári til kynningar á starf- semi sinni- Á síðasta aðalfundi félagsins var samþykkt tillaga þess efnis að stjórnin skyldi hafa forgöngu um að slíkum degi yrði á komið. Hugmyndin bak við þetta nýmæli er sú, að gefa foreldrum og að- standendum þeirra mörgu ung- linga — drengja og stúlkna — sem hingað leita, tækifæri til að sjá það svæði og þau mannvirki, sem félagið býður uppá, og kynn- ast þeirri starfsemi, sem hér fer fram. Hundruð unglinga koma hingað árlega til að svala æskufjöri sínu við hollar íþróttir í góðum félags- skap jafnaldra sinna. Um unglinga þessa lands hefur mikið verið rætt og ritað. Hér skal ekki dómur á það lagður hvort unglingar eru betri eða verri en sú kynslóð var, sem nú er komin af léttasta skeiði,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.