Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 19

Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 19
VALSBLAÐIÐ 17 Elías Hergeirsson: „Valur ein órjúfandi heild“ Ég er ekki fyllilega ánægður með árangurinn í sumar, tel að búi mun meira í þessu liði en fram kemur. Mér finnst eins og það vanti i það „humör“ og léttleika milli sjálfra strákanna. Þetta néðist i Reykjavik- urmótinu, en síðan datt það niður meira og minna. Þetta kom svo aft- ur í leiknum við Benfica, þá gerðu allir sitt bezta, sem gaf árangur. Það er eins og maður hafi það á tilfinn- ingunni, að ef þeir eigi von á erfið- leikum þá komi það fram sem í þeim býr, annars taka þeir leikinn ekki nógu alvarlega. Annars æfðu þeir sæmilega vel i fyrra, og ekkert lak- ar en að undanförnu. Maður hefir það lika á tilfinning- unni að sumir strákanna séu að þessu fyrir Knattspyrnufélagið Val, en ekki fyrir sjálfa sig, og þá um leið fyrir Knattspyrnufélagið Val sem þeir eru félagar í. Ég held að um leið og glaðværðin — „humörinn“ — glæðist komi fé- lagsandinn af sjálfu sér, og þá fara þeir að hafa gaman að þessu aftur, og þá fari þetta að koma sem okkur finnst að búi í þeim. Það er alltaf hið stöðuga vanda- mál okkar að fá nógu marga til starfa i deildinni, og þá helzt til að leið- beina og þjálfa, undirbúa og sjá um fundi fyrir þetta fólk sem stundar æfingar og félagslífið hjá okkur. Þar þyrfti að taka mun betur á. í sum- ar tókum við að fá aðstoðarmenn við þjálfarana í flokkunum. Var það ár- angur af fundi sem haldinn var heima hjá mér með öllum þjálfur- unmn, þar sem fram komu óskir þeirra og hugmyndir manna um ýmislegt varðandi kennslu og leið- beiningar til yngri flokkanna. Var þar og rætt um þörf áhalda utan sjálfs vallarins, sem viða eru notuð til kennslu í knattmeðferð á ýmsan hátt. Vona ég að slíkir fundir verði fast- ur liður í starfseminni og þá fleiri en einn eða tveir. Vona ég líka að samstaða við aðra aðila innan félags- ins náist um þetta mál, sem ég tel mjög þýðingarmikið. Hvað um framtíðina? Veit nú ekki nákvæmlega hvað segja skal, er þó enganveginn svart- sýnn, og hvað annan flokk áhrærir er ég mjög bjartsýnn, þar er margt efnilegra pilta og áhugasamra. Hvað meistaraflokkinn snertir verð ég að vera einnig bjartsýnn, því núna und- anfarið hafa þeir mætt mjög vel á æfingar, og mun betur en undanfar- in ár. Finnst mér það benda til þess að þeir hafi hugsað sér að berjast um efsta sætið næsta sumar, og það bendir þá líka til þess að þeir hugsi sér að komast í Evrópubikarkeppni hitt árið. Persónulega tel ég mikla mögu- leika á því að þeim takist það, ef þeir hver og einn gera sitt bezta allt keppnistimabilið. Ég er heldur ekkert svartsýnn með yngri flokkana yfirleitt, síður en svo, þar er mikill f jöldi sem til okkar leit- ar, og þá er það alltaf sama vanda- málið og ég gat um áðan og það eru leiðbeinendurnir og þjálfararnir, og því má aldrei gleyma að þessir ungu drengir eru framtíð félagsins. Það liefir líka sýnt sig, að þegar mikið liggur við í félaginu eru oft margir sem vilja rétta hjálparhönd og starfa, og meðal ungu drengjanna er starf- ið margt. Þetta er eitt af þeim mál- um sem við sameiginlega verðum að leysa. Gallinn er lika ef til vill sá, að of Elías Hergeirsson, góðviljaður og vinnusamur félagi og formaSur Knatlspyrnudeildar. mikið snýst mn meistaraflokkinn, en unglingarnir verða því oft afskiptir um of, hvernig svo sem hægt er að koma þessu heim og saman. Þetta er mál málanna í dag, þvi við vitum að úr hópi sterkra og vel skólaðra yngri flokka kemur sterkur eldri flokkm-. Samstaðan og samvinnan við stjórn og hinar ýmsu deildir félags- ins er mjög góð, og sérstakt hvað viss samstemning hvílir yfir öllu þessu margþætta félagslífi Vals i dag. Það er eins og allir stefni að þvi að gera Val að einni órjúfandi heild. Og þetta nær til allra, bæði yngri sem eldri, hvar sem menn standa í félaginu. Ég vil láta það koma fram hér, að það væri með miklum þökkum þeg- ið ef velunnarar Vals, hvort sem þeir eiga syni hjá okkur eða aðeins taug- ar til félagsins, ef þeir hefðu tíma til að hjálpa okkur við að halda sam- an og leiðbeina hinum mörgu sem til okkar leita í yngri flokkunum, og við þá vildi ég segja, að það er skemmtilegra en menn yfirleitt halda. Ég vil svo að lokum þakka sam- starfsmönnum mínum í deildinni fyrir gott samstarf, það hefir verið gott að leita til þeirra, og þeir alltaf reiðubúnir til starfa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.