Valsblaðið - 24.12.1968, Page 24
22
VALSBLAÐIÐ
Róbert Jónsson:
Þetta hefur allt verið skemmtilegt
— Hef veriö óvenju heppinn að lenda með samstilltum hópum
Róbert Jónsson, þjálfari, maÖurinn sem er
sú lisl léS, aS ná tökum á „efniviSnum“ og
móta hann meS góSum árangri.
Eitt mikilvægasta hlutverkið í
starfsemi íþróttafélaganna er leið-
sögn hinna yngri í félögunum, og
kemur þar til bæði hið félagslega
og eins hin íþróttalega. Þar er í
raun og sannleika mótuð framtíð
félaganna hvað snertir íþróttagetu
og það mun oft fara saman að þá
sé félagslegu hliðinni einnig borg-
ið.
Valur hefur oft verið heppinn
með menn, sem tekið hafa að sér
þessi þýðingarmiklu störf. —
Frammistaða yngri flokkanna
mörg undanfarin ár sýnir þetta og
sannar. Einn þessara manna, sem
að undanförnu hefur verið mjög
virkur sem leiðbeinandi og þjálfari
yngri flokkanna í félaginu er
Róbert Jónsson.
Róbert hefur alltaf tekið starf
sitt alvarlega, og skynjað þá þýð-
ingu, sem þetta starf hefur fyrir
félagið, enda náð einstæðum á-
rangri.
I kaflanum ,,þeir ungu hafa orð-
ið“ má líka heyra að hann er met-
inn og virtur af þeim, sem hann
kennir og þjálfar. Hann hefur
líka það í sér að ná til hjartna
drengjanna: Er mátulega hai'ður
og ákveðinn. en vinsamlegur í
strangleikanum, og hreinn og
beinn, en það eru eiginleikar, sem
drengir kunna að meta. Hann nær
góðum tökum á drengjunum þ. e.
hann heldur hinum nauðsynlega
aga.
Það munu vera um 10 ár síðan
hann byrjaði að þjálfa og leið-
beina í yngri flokkunum, og þótti
okkur í blaðstjórninni rétt að
leggja fyrir hann nokkrar spurn-
ingar, varðandi unglinga og
drengjaþjálfun og aðra leiðsögn á
þessum árum:
Hvenær byrjaðir þú að þjálfa?
Það munu vera um 10 ár síðan,
og þá byrjaði ég með 5. flokk, en
þegar Murdoch kom í síðara skipt-
ið þá tók hann við og þjálfaði alla
flokkana.
Afskipti mín af knattspyrnu
voru ekki sérstaklega mikil, því ég
fór í sveit á sumrum, og var ekki
með allt sumarið fyrr en síðara
árið mitt í þriðja flokki, og byrj-
aði þá ásamt Jóni Björnssyni að
aðstoða við æfingar, en svo varð
það þannig að við sáum um þjálf-
unina.
Kem svo aftur þegar Murdoch
fer, ásamt Matthiasi Hjartarsyni,
og tökum að okkur 5. flokkinn.
Hvaða flokkur er skemmtileg-
•astur ?
Þetta hefur allt verið skemmti-
legt, í hvaða flokki sem er, þó hef-
ur mér þótt einna skemmtilegast
að annast f jórða flokk. Það er eins
og maður finni þar mest þakklæti,
auk þess eru þeir komnir á þann
aldur að mega sín meir, hafa náð
meiri getu til að taka á móti til-
sögn.
Hvaða munur er á að þjálfa
hina ýmsu flokka?
Ég er nú byrjandi með annan
flokk, en víst er að maður verð-
ur að koma betur undirbúinn á
æfingar eldri flokkanna, og þá sér-
staklega í 2. og enda 3. flokki, ef
þeir eiga að hafa tiltrú á að þetta
ganga. Þeir eru því kröfubarðari,
og vilja að vel sé unnið, að tilbreyt-
ing sé í æfingunum, annars verða
þær leiðinlegar, og þá missa þeir
áhugann til að leggja sig frarn og
koma. Varðancli þá yngri eins og 5.
og 4. fl. getur maður leyft sér
endrum og eins að koma ver undir-
búinn, þar er það meira leikurinn,
það að vera með, sem fullnægir.
Hvað hefur valdið þér mestum
erfiðleikum við þjálfun?
Ég hef verið óvenju heppinn að
lenda með samstilltum hópum, sem
hafa haldið saman allt sumarið eða
frá byrjun, þetta hafa verið piltar
sem ekki hafa farið í sveit, og því
hefur það aldrei verið vandamál
hjá mér, en víða truflar það æfing-
ar í félögum. Aðeins komið fyrir
að ég hef sótt pilta í Vatnaskóg eða
Úlfljótsvatn, ef mikið hefur legið
við í úrslitaleikjum, en ekki hefur
það komið oft fyrir. Það hefur
verið rnjög gaman að vinna með
piltunum, og engin alvarleg vanda
mál komið upp.
Þó má geta þess að eitt sinn varð
ég þess var að ekki átti að hlýðnast
mér. Leikmaður sem ég hafði sett
á tiltekinn stað í liðinu neitaði að
leika þar. Var hann langt kominn
að búa sig fyrir leikinn.
Ég sagði við þennan unga mann,
sem var sterkasti maður liðsins, að
flýta sér þá í fötin aftur og fara
út, því ég þyrfti að tala við hina
um leikinn. Gerði hann það. Síðan
ræddi ég við piltana um þennan
alvarlega leik, og bað hvern og
einn að bæta örlítið við sig þannig
að liðið í heilcl næði sama styrk-
leika og það hafði með þeim, sem
mótmælin hafði í frammi. Þeir
tóku þetta mjög alvarlega, og svo
fór að þeir unnu leikinn.
Þetta var í miðju Haustmóti, og
hann kom ekki til æfinga það sem
eftir var, en þegar inniæfingar