Valsblaðið - 24.12.1968, Side 26

Valsblaðið - 24.12.1968, Side 26
24 VALSBLAÐIÐ Steídn Hallgrímsson: „FéLagsmenn ættu að dveLja í SkáLanum, sLappa þar af og treysta og styrkja féLagsböndin" Eins og sagt var frá í síðasta Vals- blaði, tók Stefán Hallgrimsson að sér forystu í skíðamálum Vals, eða rétt- ara sagt í Skiðadeild félagsins, sem hefir það aðalverkefni að sjá um skálann og hafa hann tiltækan til afnota vetur og sumar. Stefán er allt- af mjög áhugasamur um skíðaiðk- anir, en þeir félagar munu hafa átt við erfiðleika að etja á liðnu starfs- ári, og höfum við beðið Stefán að segja okkur eitthvað frá starfi, striti og framtíðarhorfum skíðadeildarinn- ar, og fer það hér á eftir sem Stefán hafði að segja: — Það má nú segja, að Skálinn sé nú tilbúinn, eða sú stækkun sem unnið hefir verið að um nokkurt skeið. Það, sem eftir er, má kalla smámuni. Hitun er ágæt, og hvað það snertir fer vel um fólk sem Skál- ann gistir. Á s.l. vetri var óvenjulítil aðsókn að skálanum, og um páska hafa aldrei verið svo fáir skálagestir. Við höfðum undirbúið þessa aðalskíða- daga vel og eytt til þess nokkrum fjármunum, en það kom ekki til þess að það þyrfti að nota. Ástæðan? Vafalaust liggja til þessa margar ástæður. Fyrst og fremst að veður var mjög óhagstætt um helgar í fyrravetur, og um páska oft rigning. Snjór var heldur ekki mikill. Nú er það líka orðið meira af því að hinir mörgu sem eiga bíla koma upp á skíðasvæðin á morgnana og fara svo heim að kvöldi, og koma varla við í skálunum. Áður var það svo, að flestir fóru á laugardagskvöldum og voru fram á sunnudagskvöld. Við þetta bætist, að leikir í hand- knattleik eru mn helgar, og þar eru margir sem bæði keppa og horfa á, sem annars mundu fara í skíðaskál- ana. Það dregur líka úr mörgum, ef ekki sést snjór hér í borginni, að fara á skíði, það heldur að þá sé ekki heldur snjór uppi í fjöllunum. Þetta er auðvitað mikill misskiln- Mér finnst að nauðsynlegt sé að hafa 2 menn með hverjum flokki, og má reyndar segja að ég hafi starfað eftir þeirri reglu. Vorum upphaflega 2 með fimmta fl. og sama var með 4. fl. og þriðja. Nú er það reyndin að við verðum tveir með annan flokkinn. Ég vil líka benda á að sjálfsagt er að aðeins annar hafi aðalábyrgð á flokkn- um. Er fyllilega séð fyrir þjálfun yngri flokkanna í landinu? Tvímælalaust ekki, því flestir sem fást við þetta eru byrjendur í faginu, og gera alltof lítið að því að sækja námskeið, eða leita sér meiri fræðslu um þessi mál. Oft koma menn í þetta fyrir þrábeiðni stjórnanna, og hugsa þá aðeins um að fylla í skarð í smátíma. Manni skilst þó að í stærri félögunum sé að koma meiri skilningur á það hvaða gildi námskeið hafa. Það virðist nú færast í vöxt að menn sæki námskeið erlendis. Held því fram að ástæða sé til að koma á námskeiðum hér heima, og vanda til fyrsta og annars námskeiðs hér, en síðan eðlilegt að þeir, sem þá vilja halda áfram geti sótt aukna menntun út fyrir landsteinana. Hvað vilt þú svo segja að lok- um: Gaman að hugsa til þeirra ein- kunnarorða, sem Lyngby hefur, danska félagið, sem við í Val erum í sambandi við, en þau eru: ,,Tab og vind med samme sind“ eða: Tapa eða sigra með sama hugar- fari. — Heilir hildar til, sagði þessi já- kvæði leiðtogi að lokum. F. H. „Sá er sterkastur sem stendur einn“, segir Ibsen, en þaS hefir Stefán Hallgrímsson, formaSur SkíSadeildar, oft orSiS aS gera aS undanförnu. ingur, oft er gott færi upp við skiða- skálana þótt autt sé í Reykjavík. Hvað um áróður fyrir skíðaferð- um? Ég held að Skíðaráð Reykjavíkur ætti að skipuleggja meiri áróður fyr- ir skíðaiðkunum, en gert hefir verið, það ætti að skýra frá því hvar snjórinn er á hverjum tíma í ná- grenninu, eða við skíðaskálana. Á s.l. vetri var það í athugun að halda skíðaskálunum opnum og að reyna að fá styrk frá opinberum að- ilum til að gera það mögulegt. Var þá ætlazt til að skólabekkir gætu komið hvaða dag vikunnar sem var, og þá væri þar tiltækur leið- beinandi. Var hugsað að þetta yrði til skiptis i skálunum. Talið var að deildirnar hefðu ekki bolmagn til að annast þetta, en slík starfsemi væri góður áróður fyrir skiðaíþróttina. Því miður hefir ekkert komið út úr þessu ennþá, en æskilegt væri að áætlun um þetta lægi fyrir upp úr áramótum. Hvað er framundan hjá Skíða- deildinni? Nú fyrst og fremst það, að halda í horfinu, og undirbúa vetrarstarfið. Vegna fjárskorts tókst okkur ekki að láta gamla drauminn okkar rætast, en það er að fá rennandi vatn i skál- ann. Ennfremur er það aðkallandi að endumýja pallinn fyrir framan húsið, en það er nokkurt verk. Ég vil einnig benda á, að það væri

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.