Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 28

Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 28
26 VALSBLAÐIÐ æfingum og í leik. Séra Friðrik kom fljótlega auga á gildi knatt- spyrnunnar sem hjálparmeðals, sem gat stuðlað að því að gera drengina betri, göfugri og heiðar- legri, ef rétt var á öllu haldið, enda segir hann í einu kvæða sinna: Leikur er mynd af lífi stundar lærdóm bakvið sjá má spakan.“ Auk þess sem lúðrasveit drengja lék í upphafi athafnarinnar undir stjórn Kai'ls Runólfssonar tón- skálds, lék hún milli atriða og lauk athöfninni með því að leika lag eftir séra Friðrik. EB -K Ræða Jóns Sigurðssonar borgarlæknis: við athöfn á Valsvelli við styttu séra Friðriks Friðrikssonar á ald- arafmæli hans, 25. maí 1968. Við minnumst í dag séra Frið- riks Friðrikssonar, sem fæddist fyrir réttum 100 árum að Hálsi í Svarfaðardal. Faðir hans var skipa- og báta- smiður, mikill hagleiksmaður, en „ekki erfði ég þennan hagleik“, segir Friðrik í upphafi ævisögu sinnar, „því ég hefi aldrei getað tálgað óskakkan hrífutind“. Gáfur hans lágu á öðru sviði, og svo frábærar voru þær, að hann var af lærðum mönnum eindregið hvattur til að ganga menntaveg- inn, þrátt fyrir mikla fátækt, en það var mjög óvenjulegt á þeirri tíð. Blásnauður og vinafár kom hann hingað til bæjarins, þar sem hann átti eftir að vinna sitt óvið- jafnanlega ævistarf, og aðra nótt sína hér svaf hann á milli leiða í kirkjugarðinum. Skólaár hans voru, eins og allt hans líf, við- burðarík. Hér var enginn meðal- maður á ferð. Að loknu stúdentsprófi stundaði hann um hríð málfræði við Kaup- mannahafnar háskóla. Á þeim tíma kynntist hann starfsemi Kristilegs félags ungra manna og gerðist Jón SigurSsson. mikilvirkur og mikið virtur þátt- takandi í því starfi. Hann varð landsþekktur og mikið dáður í Danmörku, enda elskaði hann það land næst sínu eigin. Séra Friðrik hvarf frá mál- fræðinámi, sneri heim, las guð- fræði og útskrifaðist úr Presta- skólanum aldamótaárið. Árið áður hafði hann stofnað Kristilegt félag ungra manna hér í Reykjavík, og með því hófst lífs- starf hans, starf fyrir íslenzka æsku,- Hann vann unga menn til fylgis við Guð. Hann átti bjarg- fasta trú, sem hann boðaði af hríf- andi fögnuði. Hann vann að því að fegra líf ungra manna, hann vildi kenna þeim hreinleika og heiðar- leik í hugsun og framkomu, góð- vild og kærleik hvers til annars. Hann vildi jafnframt efla unga menn til dáða, til að vinna föður- landi sínu gagn- Enginn hefur gert meira en hann til að vekja ættjarðarást hjá ungum mönnum Æska landsins lét heillast af af- burða gáfum hans og aðlaðandi persónuleika, hans óbilandi kær- leika og fórnfýsi, en henni voru engin takmörk sett. Umburðar- lyndi hans var við brugðið, hann skildi alla og allt öðrum betur. Hann var mildur og ljúfur og ávallt manna glaðastur. Hann var óvæginn við sjálfan sig og átti því gott með að aga aðra. Hann lifði fyrir aðra, án hugsunar um per- sónulegan ávinning. Hann skeytti aldrei um fjárhagslega afkomu sína en treysti á æðri forsjá í því efni og varð að trú sinni. Hann var mikill lærdómsmaður, skáld gott, bæði á bundið mál og óbund- ið, og eru sumir sálmar hans meðal þeirra fegurstu, sem við eigum. Minni hans var með ólíkindum og frásagnarlistin einstök. Sér° Friðrik varð því fljótt hin mi. i og óviðjafnanlegi leið- togi íslenzkrar æsku. LúSrasveit drengja leikur á aldarafmœli séra Friðriks Friðrikssonar á minningarhátið að Hliðarenda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.