Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 35

Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 35
VALSBLAÐIÐ 33 sumrum, og var þá farið um borð og samið um leiki. Yfirleitt stóð ekki á Færeyingum að keppa, og völdu þá gjaman eitt lið af þeim skútum sem i höfninni voru, og stundum voru þær 15—20 talsins. Það þótti okkur næsta furðulegt að sjá þá oft koma til leiksins á sokkaleistunum, og keppa þannig búnir. Voru þeir eldsnöggir, fljótir og spyrntu firna- fast og langt skólausir. Eitt atvik frá keppni við Færeyinga er mér minni- stætt, en þá voru það einvörðungu Klakksvíkingar, sem við lékum við. Unnu þeir leikinn, sem við vorum ekki sem ánægðastir með. Þeir voru ekki allir á sokkaleist- um, en sumir með klossa á fótum, og spenntu þá á sig með ólum. Þá er það eitt sinn að miðherjinn kemst í gott færi í námunda við markið, og er hann ekki lengi að hugsa sig um og æðir að knettinum og ætlar að þruma á markið, með sinum klossa, sem átti að vera bundinn með ól. En hvað skeður, klossinn fer úr bönd- unum .og beint í höfuð markmanns- ins, og glumdi hátt í þegar klossinn og kollurinn mættust. Markmaður- inn kenndi mikils sársauka og gi'ip- ur um höfuðið og sinnti ekki öðru í bili. Knötturinn hafði ekki farið langt, þegar miðherjinn ætlaði að skora, aðeins snúizt í hring, og lá hann þar nær hreyfingarlaus. Fær- eyingurinn var þá ekki seinn á sér að nota tækifærið og ýta boltanum inn í markið á meðan markmaður- inn hélt um höfuðið, og var engin athugasemd við þetta gerð. Br/rðist viS kóngsins menn, — Kristjáns X. — 1926. Það mun hafa verið 1926, að Kristján konungur tíundi kom í op- inbera heimsókn til íslands, og fór þá hringferð í kringum landið, með viðkomu á stærri stöðum. Kom hann við þetta tækifæri til Seyðisfjarðar, og þótti það hlýða að menn reyndu með sér að gömlum og góðum sið. Var um það samið að úrval af skip- um konungs skyldi leika knatt- spyrnuleik við Huginn. Var mikill móður í mönnum, og reynt að und- irbúa sig sem bezt fyrir átökin. Fréttin um þetta barst viða um Aust- firði og safnaðist múgur og marg- menni til leiksins, og að sjá konung, sem þar var viðstaddur, ásamt fríðu föruneyti. Ekki vantaði okkur áhugann og viljann til að sigra Dani í leik þess- um, og var barizt af miklum krafti, en það dugði ekki til, við töpuðum leiknum með tveggja marka mun eða 5:3, enda voru konungsmenn harðsnúnir og kunnu mikið meira fyrir sér í knattspymunni. Eftir leik- inn þrýsti konungur hendi leik- maima og þakkaði góðan leik. Held- ur var okkur þungt niðri fyrir að tapa fyrir Dömun, þó það væri ekki 14:2. ' Menn og málefni eystra. Eins og fyrr sagði var það knatt- spyman sem tók hug okkar strák- anna allt sumarið, en á veturna var iðkuð leikfimi, og var töluvert al- menn þátttaka i henni. Kenndi þar um skeið Július Magnússon, sem síðar gerðist iþróttakennari hér í Reykjavik, auk þess fórum við á skíðum og jíreyttum skautahlaup Félagið átti góðan grasvöll, en við vorum ekki alveg ánægðir með það, hvernig hann sneri, eða frá norðri til suðurs. Þá var hafizt handa og honum snúið frá vestri til austurs, og hann breikkaður að mun. Við alla tilfærslu á jarðvegi not- uðum við hjólbörur og skóflur, og önnuðumst við þetta allt í sjálfboða- vinnu. Ennfremur smiðuðum við ágæta búningsklefa. Félagið átti alltaf góða forystu- menn, og má þar nefna Theodór Blöndal, siðar bankastjóra, sem einnig var mjög góður knattspyrnu- maður. Sama var að segja um Arnþór Þorsteinsson, sem var vigfimur á vellinum og harðsnúinn á þeirra tima mælikvarða, og ennfremur Sverrir Sigurðsson, sem var sérlega traustur varnarleikmaður og hraust- menni. Ekki má gleyma Stefáni Arnasyni bakverði, sem hafði næmt auga fyrri ,,gi’unntón“ knattspyrn- unnar, og harðskeyttur í leik. Hann var hér í Reykjavík um skeið og liorfði þá á alla leiki sem hann hafði tækifæri til. Þegar hann kom lieim sagði hann okkur, að það sem sér hefði þótt einna athyglisverðast í Reykjavik á knattspyrnusviðinu voru smástráka-leikimir. Mér er líka mjög minnistæður maður, sem þá lék i liði Héraðsbúa, en það var Aðalsteinn Hallsson, sið- ar iþróttakennari. Hvilikur áhugi og ákafi, það var sjaldan sem maður sá slik tilþrif, vilja og atorku. Hann hafði líka ótrúlega næman skilning á leiknum. Aðalsteinn er nú löngu landskunnur maður fyrir afskipti sín af iþróttum, enda helgað þeim lífs- starf sitt. Þess má lika geta, að hann kom síðar við sögu Vals, er hann þjálfaði meistaraflokk á vetmm, með sérstökum æfingum til undirbúnings sumarstarfinu úti á vellinum, og mundi nú sennilega kölluð þrek- þjálfun. Gömlum vinum mínum eystra, lífs og liðnum, þakka ég, á þessum tímamótum. fyrir liðnar samveru- stundir og ánægjulegar endurminn- ingar um góða drengi og vaska. Akureyri næsti áfangi. Er ég var við nám við Gagnfræða- skóla Akureyrar var þar mikið iþróttalíf. Sigurður Guðmundsson, skólameistari, sá merki skólamaður, hvatti pilta til að æfa knattspyrnu og aðrar íþróttir. Þarna voru strákar viðsvegar að af landinu, og flestir höfðu eitthvað átt við íþróttir á heimaslóðum. Æfingar voru því stundaðar af miklu kappi, eftir því sem aðstaða og tími leyfði. Auðvitað þurfti að keppa og reyna sig, enda voru slikir leikir tíðir milli bekkja í skólanum. En við vildum reyna við stæiri verk- efni, og þá belzt að keppa við félögin á staðnum og í nágrenninu. Ungmennafélag Akureyrar átti magnað lið á þessum árum. En þó voru Þórs-menn á Oddeyrinni öðr- um meiri fyrir sér. Það var því ekki litið um að vera i skólanum þegar lil þess kom að skólapiltar skyldu reyna sig eitt vorið við hina víg- djörfu Þórsara. En ákveðið var að tveir leikir skyldu fara fram milli þeirra og skólapilta, á Gleráreyrum. Til leikjanna streymdi margt manna, sem vildi sjá viðureign þess- ara þrautþjálfuðu og rómuðu knatt- spyrnumanna af Oddeyrinni við skólastrákana. Mér var skipað í markið, enda hafði ég bæði þar og lieima á Seyðis- firði oftast verið í þeim stöðu eða bakvörður. Að ég var settur í mark- ið var vafalaust vegna þess að mönn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.