Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 41

Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 41
VALSBLAÐIÐ 39 En að fara að ræða um þátttöku mína í bindindishreyfingunni í fram- haldi af því sem þegar er fyrir hendi, yrði allt of langt mál. En ég get minnt á það, að ég hefi verið í Góð- templarareglunni frá því að ég var 8—9 ára, eins og þú getur um, og síðan 1930 hér í Reykjavík eða 38 ár. Ég er vissulega glaður yfir því að hafa á sínum tíma tekið þá á- kvörðun að gerast bindindismaður og Góðtemplari, og staðið við skuld- bindingu mína i því sambandi. Ég er einnig þakklátur fyrir þau kynni, sem ég liefi liaft af mörgum mæt- um og mikilhæfum mönnum, á lífs- leiðinni, í samtökum bindindis- manna. En í þeim samtökum hefir jafnan verið mannaval. Góðtempl- arareglan, sem er kjarni bindindis- samtakanna hérlendis, er annar al- þjóðafélagsskapurinn, sem hér á landi festir rætur, sá fyrsti var kaþólsk kirkja. Góðtemplarareglan olli straumhvörfum í íslenzku þjóð- lífi, ekki aðeins á sviði áfengismála, heldur og á sviði félagsmála al- mennt. Hún byggði samkomuhús í hinum dreifðu hyggðum landsins fyrir deildir sínar og annan félags- skap, sem smám saman reis á legg. Hún kemidi mönnum fundarstjórn og að starfa saman, skipulega, í fé- lagsskap. Hún lagði grundvöllinn að allri félagsmálastarfsemi alþýðu manna hér á landi, grundvöll sem enn er byggt á. Fundarsköp „Regl- unnar“ eru mjög fullkomin og traust, svo önnur gerast ekki betri. Enda hafa þau orðið öðrum félags- samtökum fyrirmynd og sjálft Al- þingi hefir haft hliðsjón af þeim. En nóg um þetta. Mér hefir alltaf fundist að bind- indishreyfingin og íþróttahreyfingin væru greinar á sama stofni. Báðar vinna þessar hreyfingar að betra og fegurra mannlífi, báðar vilja þær laða fram og efla það bezta, sem með hverjum manni býr. Áfengisneyzl- an brýtur niður allt sem er gott með hverjum og einum. Breytir geðprúð- um mönnum í ofstopa og gerir hina þróttmestu menn að læpum og lydd- um. Iþi'óttahreyfinguimi er árlega trú- að fyrir hundruðum xmgmexma. Treyst til þess að skapa úr þeim trausta og örugga þegna. Skila þeim þjóðfélaginu hraustum og stei’kum andlega og likamlega. Slikt er mikið starf og veglegt. Ábyrgðin hvilir öll með sínum þunga, um að vel takist, á forystumönnum deilda, félaga og sambanda, m. a. á fordæmi frammá- mannanna, hverju sixmi. Eg á enga ósk hetri íþróttahreyf- ingunni í heild, en að henni megi takast það uppeldisstai’f sem hún hefir tekið að sér, sem bezt og rísi fullkomlega undir þeiiri ábyrgð, sem hér er um að ræða. Félagi mínu, Val. ann ég vissulega þess hlutskiptis að ganga hér á undan með fagurt for- dæmi. Að svo mæltu þakka ég vini mín- um Frimanni Helgasyni fyrir elju hans, dugnað og þolinmæði við að koma þessu langa viðtali saman. Þegar hann minntist á það við mig fyrst, tók ég dræmt í það og kvaðst frá engu hafa að segja, sem máli skipti. Og reyndar er ég sama sinnis enn. En Frímann var á öðru máli. Hann spurði og skrifaði niður og spui’ði í þaula, ræddi við mig kvöld eftir kvöld. Og smám saman tóku línurnar að skírast og samtalið tók á sig ákveðna mynd, eins og það er nú. Kannske hafa einhverjir vinir mínir i Val og öðnxm íþróttafélög- um gaman af að renna augunum yf- ir það, og er þá tilganginum náð, sagði Einar að lokum. F. H. HALLUR ÞORLEIFSSON - Framhald af bls. 29. á ýmsu. Urðum að víkja fyrir gamla vellinum, og kom þar til skurðgröftur og ræsing, en okkur þótti þetta skemmtilegt. Oft var unnið að vallai’gerðinni annan daginn en knattspyrnan var svo hinn. Á eftir var oftast farið í Björns- bakarí, og þar keypt mjólk og Napóleonskökur fyrir 10 aura, og ef þeir voru ekki til skrifaði Björn Björnsson það hjá okkur til næsta dags, en hann var mikill Valsmað- ur og keppandi í Val. Sunnudagsæfingarnar voru þó skennntilegastar fannst okkur því þá var farið út úr bænum, t. d. upp að Hamrahlíð, en þar var dalverpi, sem gott var að leika í. Þar kom- umst við í „kynni“ við tvo erni, og þótti okkur það skemmtilegt. Stundum var farið suður að Fífuhvammi og æft þar og leikið, og þar minnist ég að haldinn var útifundur með skemmtiatriðum. Sýndum við þar knattspyrnu, og efnt var til happdrættis. Vann ég þar ljóðmæli Jónasar Hallgríms- sonar, og þótti mér það gott, og setti það í sambandi við það, að ég var farinn að „stíga 1 vænginn“ við þessa ungu konu, og benti á konu sína Guðrúnu Ágústsdóttur, sem uni langt skeið var aðalsöng- kona bæjarins. Einnig var farið út á Seltjarnar- nes, og verið þar á grassvæði, og voru þá oft æfðar frjálsar íþróttir t. d. langstökk og hástökk. Af knattspyrnumönnum Vals frá þessum tíma minnist ég helst Lofts Guðmundssonar, sem var sérlega leikinn með knöttinn, eða var snjall í að „plata“ eins og við kölluðum það. Hann viðhafði ýms- ar vindur og tilburði, en gerði svo allt annað en maður bjóst við. Árni B. Bjömsson var lipur, ör- uggur og óhræddur, og sama er um Filippus að segja en báðir voru bakverðir. Stefán Ólafsson er mér og minnistæður fyrir góðan félags- anda og störf, og einnig var hann mjög góður í marki. Annars var starfstilhögunin sú í KFUM meðal drengjanna að á sumrin var það knattspyrnan og Valur, en á veturna karlakórinn og söngæfingarnar. Áður höfðum við verið að koma saman ,,kvartettum“ og sungum með misjöfnum árangri, en þegar ég heyrði 17-júní kórinn syngja á svölum Hótel Reykjavíkur 17. júní 1911, varð ég svo hrifinn að mér fannst sjálfsagt að stofna kór innan KFUM, og að því var svo unnið, og það tókst. Því miður man ég ekki mikið frá þessum fyrstu dögum Vals, nema það að þetta var skemmtileg- ur tími, og að mér eru kærar minn- ingarnar frá stofnun Vals og þau árin sem ég var með. Það hefur líka orðið til þess að ég gleðst og hryggist með sigrum og ósigrum míns kæra gamla félags, þótt ég komi þar ekkert nærri, sagði þessi aldni og góðlátlegi ritari Vals að lokum. F. H.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.