Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 51
VALSBLAÐIÐ
49
KEPPNISFERÐ VALS
TIL PORTÚGALS
Mánudaginn 30. sept, mætti við
Valsheimilið rúmlega 20 manna
hópur fólks, sem var að hef ja langt
og mikið ferðalag alla leið til Portú-
gals, þar sem hinn vinsæli meist-
araflokkur Vals átti að mæta hinu
heimsfræga liði, Benfica, liðinu,
sem svo flatt hafði farið á heim-
sókn sinni til okkar kalda lands.
Þeir höfðu jú náð jafntefli, en
flestir ef ekki allir höfðu spáð
þeim stórum sigri. En snúum okk-
ur þá að ferðinni.
Frá Félagsheimilinu var lagt af
stað kl. rúmlega 9 og var ferðinni
fyrst heitið til Keflavíkurflugvall-
ar, þar sem Loftleiða flugvél beið
okkar og átti að flytja okkur til
Luxemborgar. Til Keflavíkurflug-
vallar komum við kl. 10.00 og fóru
þá menn að verzla í Fríhöfninni
eins og Islendinga er siður, þegar
þeir komast í slík kjarakaup og
þar er hægt að gera. Þar fæst næst-
um allt milli himins og jarðar á
mjög hagstæðu verði. Sem dæmi
um vöruval má t. d. geta þess, að
Siggi Mar. keypti sér kíki, Árni
Njálss. sólgleraugu og Hermann
sér ilmandi rakspíra.
Um borð í vélina fórum við kl.
11, eins og ákveðið hafði verið, og
lagt af stað fljótlega þar á eftir.
I vélinni var framreiddur dýrindis
hádegisverður eins og reyndar
alltaf er í flugvélum Loftleiða. Þá
var hægt að fá ýmislegt annað
eins og sælgæti, tóbak o. fl. á við-
ráðanlegu verði.
Til Luxemborgar komum við
svo kl. um 14 að staðartíma, kl. 15
að ísl. Þar hófust fyrstu erfið-
leikar ferðarinnar. Þar var ætlun-
in, að hópurinn ætti að bíða í rúm-
lega 4 klst., eða til kl. rúmlega 6.
Það lítur kannski illa út, að það
sé erfitt að bíða, en það veit eng-
inn, nema sá er reynt hefur, hvað
það er að bíða í flughöfn. En að
bíða í flughöfninni í Luxemborg,
það er hreinasta kvöl. Þar er ná-
kvæmlega ekkert við að vera.
Nokkur borð eru þar á stangli
og matur þar af skornum
skammti. Það litla, sem hægt er að
fá þar, eru pylsur, kex og gos-
drykkir.
Það, sem menn höfðu aðallega
fyrir stafni þarna, var að spila,
en þeir, sem ekki höfðu spilin, urðu
bara að sitja og láta sér leiðast.
Kl. 18.30 var svo loksins til-
kynnt brottför. Þá var flogið með
Fokker Friendship flugvél frá
Lux Air, og var áfangastaður
París. I París lentum við svo kl.
19.30 á stórum og glæsilegum flug-
velli.
Ákveðið var að við legðum svo
af stað frá París af öðrum flug-
velli, hinum fræga Orly. Á leið-
inni þangað ókum við í gegnum
borgina og sáum m. a. Sigurbog-
ann og Effelturninn, auk þess að
verða varir við hina miklu um-
ferð, sem í París er.
Er við komum svo á Orly sáurn
við að það er ekki orðum aukið,
sem um hann hefur verið sagt.
Byggingin er geysistór og gizka ég
á að hún sé á breidd eins og milli
Hafnarstrætis og Vonarstrætis og
á lengd eins og milli Aðalstrætis
og lngólfsstrætis. Við höfum lík-
lega ekki séð nema lítinn hluta af
þessari miklu byggingu vegna þess
hve stutt við dvöldumst þar.
Á fyrstu hæðinni hafa öll helztu
flugfélög veraldar aðsetur og þar
eru farþegar bókaðir. Á annari
hæð eru svo verzlanir og veitinga-
salir, sem voru svo sannarlega not-
aðir, því flestir voru orðnir mjög
svangir, þar sem lítið hafði verið
borðað frá því í Loftleiðavélinni
fyrr um daginn.
Tíminn var mjög naumur, því
flugvélin, sem við áttum að fljúga
með á leiðarenda, átti að leggja af
stað frá París kl. 20.30 eða eftir
10 mínútur. Var því ekki annað
hægt að fá en samlokur.
Vélin, sem við flugum með til
Portúgals var frá brasilíska flug-
félaginu VARIG og var flogið með
Convair 990A þotu. Þessi síðasti
spölur var í alla staði hinn þægi-
legasti og einnig maturinn, sem
fram var borinn. Borðuðu allir
sem þeir gátu, en síðan lögðu marg-
ir sig til svefns. Til Lissabon kom-
um við svo kl. 02.00 og voru þá
allir orðnir mjög þreyttir og slæpt-
ir, en samt var mikil eftirvænting
í öllum eftir að sjá hvernig mót-
tökur við fengjum, þessir litlu
peyjar, sem leyfðu sér að ógna hin-
um stóru Benfica.
Á flugvellinum voru mættir
blaðamenn og ljósmyndarar ásamt
helztu forystumönnum Benfica.
Áttu blaðamennirnir viðtöl við
nokkra af leikmönnum Vals, Óla B.
þjálfara og að sjálfsögðu „for-
stjóra“ félagsins Ægi Ferdínants-
son.
Að öllu þessu loknu komumst
svo loks út úr flughöfninni og var
veðrið hreint dásamlegt. Mikill
hiti og milt loftslag þótt komin
væri hánótt. Rútan, sem beið okk-
ar, var í eigu Benfica, og var hún
þeim vel merkt á alla feanta. Nú
var ferðinni heitið á hótelið og tók
sú ferð um 30 mín. og þegar þang-
að var komið, voru menn ekki lengi
að koma sér fyrir á herbergjum
sínum, því allir voru hvíldar þurfi.
Hótelið, sem við bjuggum á,
heitir Motel Mundial og er það
í alla staði mjög glæsilegt.